Hræsni að flytja ekki inn lambakjöt?

Í kvöld sá ég fréttir á Stöð 2, sem ég geri jafnan ekki. Þar var leikið tilbrigði við Gylfa-stef um árásir á bændur, sem ýmist eru gerðar af illgirni eða asnaskap. Í þetta sinn var þó nýr flötur á stóra lambakjötsmálinu.

Fréttamaður spurði landbúnaðarráðherra - ekki einu sinni, heldur tvisvar - hvort það væri ekki tvískinnungur og hræsni að flytja út lambakjöt á sama tíma og innflutningur á sömu vöru er ekki heimilaður. Brusselskur undirtónn leyndi sér ekki.


Ef ég mætti gefa ráðherranum ráð væri það þetta:

Bjóða nú þegar út þann kvóta sem heimild er fyrir vegna innflutnings á lambakjöti. Innflutningur verði háður sömu einföldu skilyrðunum og gilda í ESB ríkinu Möltu, sem náði stórkostlegum aðildarsamningum eins og allir vita.

Malta hafði áralanga reynslu af því að flytja inn lambakjöt frá Nýja Sjálandi, stærsta útflytjanda lambakjöts í heiminum. Það eina sem breyttist við inngöngu var að þeim var bannað að flytja inn kjöt frá löndum utan Evrópuríkisins. Nei, ekki tollvernd heldur bann!

Það er örugglega engin hræsni, en núna mega Maltverjar eingöngu flytja inn dýrari „innanlandsframleiðslu", þ.e. frá framleiðendum innan Evrópuríkisins.

Skilyrði landbúnaðarráðherra Íslands - að brusselskri fyrirmynd - væru að aðeins mætti flytja inn lambakjöt frá innlendum framleiðendum. Fréttamaðurinn og flokksfélagar hans myndu tæplega flokka það sem hræsni.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er hægt að kaupa Íslenskt Labakjöt erlendi ódýrara heldur en hjá Sláturhú shöfum hér.

Vilhjálmur Stefánsson, 19.7.2011 kl. 22:05

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Haraldur. Ég velti fyrir mér, hverjir eru sláturleyfis-hafar á Íslandi, og líka hvaðan gjaldeyrir fyrir innfluttu lambakjöti kemur? Getur verið að Már Guðmundsson viti ekki muninn á innkomu og útlátum gjaldeyris Seðlabanka Íslands?

Það væri gott að vita, til hvers við höfum Seðlabanka á Íslandi?

Annars hef ég svo sem ekkert vit á Seðlabönkum heimsins, fyrir utan það sem ég les í bókinni hans Jóhannesar Björns; Falið Vald og; vald.org.

Þetta er bara svona vandræðaleg fáfræðings-spurning hjá mér 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2011 kl. 00:12

3 Smámynd: Sandy

Skyldi þetta vera leiðin sem á að fara? Þ.e að hækka verðið hér heima, flytja út lambakjöt og takmarka með því framboð,segja síðan við almenning að með því að ganga inn í ESB fengjum við mun ódýrara Íslenskt lambakjöt.( Snjallt ekki satt).

  Ég spyr sjálfa mig hinsvegar að því hvort bændur verði ekki að fara að gera upp við sig hvoru megin ESB-línu þeir vilja vera. Ég hlustaði á viðtal við formann bændasamtakana um daginn í sjónvarpinu og gat ekki betur skilið en verð á lambakjöti hér heima eigi að fara eftir því hvernig verðþrógun erlendis verður,en hann gleymdi að nefna hvort við fengjum niðurgreiðslur út á ríkisstyrkina og skattaívilnanir sem bændur fá þar sem varla verður svo mikið um fæðuöryggi Íslendinga að ræða.

Sandy, 20.7.2011 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband