Mætti kannski bjóða yður að kjósa?

Gefum okkur að nú sé boðið upp á persónukjör. Þú þarft ekki að velja heilan flokk, bara þá einstaklinga sem þú treystir best. Hér er öflugur 20 manna framboðslisti fólks sem starfar, eða hefur starfað, í pólitík. Með góða menntun og starfsreynslu.

Ef þú mættir velja þrjá frambjóðendur í persónukjöri, hverja myndir þú kjósa? (Það er hægt að smella á myndina til að stækka hana.)

 

frambod_urvalsdeild 

 

Jæja, ertu búin(n) að velja?

Þekktir frambjóðendur eru líklegri til að hljóta kosningu, eins og persónukjör til stjórnlagaþingsins sáluga sýndi. Þeir sem þekkja fleiri en þrjá á þessum lista eru líklega teljandi á þumalfingri annarrar handar. Hin sautján eru öll starfandi ráðherrar.

Þau tala ekki íslensku, hafa fæst (ef nokkur) komið til Íslands og sum gætu ekki fumlaust fundið landið á korti. Þau bera ekkert skynbragð á íslenska þjóðarsál. Þau sitja í ríkisstjórn Evrópuríkisins.

Þetta er fólkið sem Össur og uppgjafarsinnarnir vilja fela stjórn Íslands. Nafnlaus andlit sem þurfa að sjá landið "með annarra augum, í 300 mílna fjarska" eins prestssonurinn frá Hrafnseyri orðaði það forðum.

Sniðugt? Nei.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða fólk er þetta eiginlega?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2011 kl. 01:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Boðorðin koma frá þeim,íslenskir trúboðar kynna þau fyrir grandalausum löndum sínum.

Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2011 kl. 02:53

3 Smámynd: Elle_

Mér finnst þessi þarna í efstu röðinni til vinstri sjálfstæðislegastur og kýs hann.  Og svo er hann líka með flottasta bindið og föðurlegan svip.  Nei, það er ekkert sniðugt við að vera undir fjarlægri stjórn ókunnra manna.

Elle_, 26.8.2011 kl. 12:30

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Væri ekki frábært ef einhver ungverskur Attila sendi íslenskum trillukörlum reglur um handfæraveiðar. Þeir þekkja miðin eins og lófann á sér, hann hefur aldrei séð sjó.

Attila er einn af 55 þúsund möppudýrum í Brussel. Embættismannakerfið yrði okkur jafn fjarlægt og stjórnvöld.

Haraldur Hansson, 27.8.2011 kl. 00:15

5 Smámynd: Elle_

Jú, það væri tær snilld.  Og Jóhanna gæti verið skipuð í að skipuleggja kennslu í ensku og ungversku í barnaskólum þar.  Og Össur gæti orðið næsti forseti Frakklands. 

Elle_, 27.8.2011 kl. 00:58

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðar ábendingar hjá þér, Haraldur.

Þessir ráðamenn (eða eftirmenn þeirra) yrðu okkkar ráðamenn í ESB! - þ.e.a.s. ef við látum narra okkur þangað inn, á vald þjóða sem hefðu um 1666 sinnum meira atkvæðavægi en við í ráðherraráðinu!

Þú minnist á Atla Húnakonung, en ég vil minna á annað mun nærtækara dæmi um ráðsmennsku annarra yfir fiskimiðum hér á norðurslóðum.

Jonathan Motzfeldt heitinn, leiðtogi grænlenzku heimastjórnarinnar, sagði þetta um möguleikann á því, að Grænland færi aftur í ESB: "Haldið þið að ég ætli að fara að láta eitthvert ítalskt möppudýr segja mér til um það, hvort ég megi fara út á minni trillu að veiða þorsk í soðið?!"

Jón Valur Jensson, 27.8.2011 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband