9.1.2009 | 08:54
Kyngirðu?
Opnaðu munninn og segðu A!
Í skeiðinni er bölvuð ólyfjan, en sætuefni stráð yfir. Rétt eins og Mary Poppins setti sykur á meðalið til að blekkja það ofaní börnin ... in a most delightful way. Til að byrja með virðist mixtúran skaðlaus en þegar frá líður fara einkennin að koma í ljós. Ef þú kyngir.
Okkur er sagt að mixtúran innihaldi nauðsynleg vítamín: Áhrif á stefnumótun, þátttaka í samfélagi þjóðanna, nýr gjaldmiðill, lýðræði, heilbrigðir stjórnarhættir og jafnvel aukið fullveldi. Hún gengur undir nafninu ESB, mixtúran.
En það sem sýnist gull er í reynd gaddavír.
Fjörefnin eru bara sætar Smarties pillur. Áhrif á stefnumótun hverfandi og við erum þegar fullgildir þátttakendur í samfélagi þjóðanna þó við göngum ekki í klúbbinn. Gjaldmiðillinn er tálbeitan til að blekkja okkur inn, villuljós. Lýðræðið á lítið pláss og stjórnað er að hætti stjórnmálastéttarinnar. Fullveldið er framselt í hendur henni.
Stundum þurfa menn að kyngja stoltinu en það á enginn að þurf að kyngja hverju sem er. Ekki þessu. Bara það að hafa mynd af Baroso með frétt um ESB gerir sambandið fráhrindandi.
Mary Poppins er bara ævintýri, það getur enginn flogið á regnhlíf í alvörunni eða reddað málum með því að smella fingri. Það er heldur ekki til alvöru Poppins-taska sem inniheldur allt sem okkur vanhagar um. Það er allt í plati.
![]() |
Kom á óvart hvað framkvæmdastjórnin er lítil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 19:06
Sjáið þið ekki heildarmyndina strákar?
Þessi frétt væri fyndin í Spaugstofunni. Hún væri næstum því sniðug ef það væri 1. apríl. En það er 8. janúar og fréttin er í Mogganum.
Listamaðurinn Ólafur Elíasson fer á kostum í Mogganum. Hann segir að íslensk þjóð hafa lengi saknað tónlistarhúss og nú sé það loksins að verða að veruleika. "... en þá eru allir svo uppteknir af því að leysa fjárhagsvanda þjóðarinnar að þeir hafa glatað sýn á heildarmyndina."
Ótrúlegt hvað við erum einfaldir og lummó alltaf, við Íslendingar. Að burðast við að leysa fjárhagsvanda þjóðarinnar, núna í miðri kreppunni, þegar okkur vantar tónlistarhöll með risavaxinni glerskreytingu eftir Ólaf Elíasson.
![]() |
Reynt að leysa mál Tónlistarhúss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2009 | 12:18
Svo mælir stækkunarkommissar ESB
Olli Rehn er stjórnmálahagfræðingur og starfar sem stækkunarkommissar í ríkisstjórn ESB. Það er fróðlegt að rýna í svör hans í Moggaspjallinu.
Jafnvel þótt ákveðnar aðferðir hafi virkað í einu ríki þá duga þær ekki endilega í öðru.
Rehn er að tala um aðferðir Finna við að glíma við kreppuna á tíunda áratugnum. Þær grundvölluðust á því að verða hluti af "pólitísku samráði ESB" eins og hann orðar það, og að taka upp evru.
Václav Klaus, sem tók við forsæti í Evrópusambandinu núna um áramótin, talar á svipuðum nótum um evruna. Hann dregur stórlega í efa að einn pólitískur gjaldmiðill geti þjónað hlutverki sínu þegar hagsmunir fjölmargra ólíkra hagkerfa togast á.
Síðan segir stækkunarkommissarinn finnski:
En jafnvel Finnland á enn við erfiðleika að glíma og maður skyldi ekki vanmeta þá.
Einum og hálfum áratug eftir að Finnar meðtóku evrópska fagnaðarerindið eiga þeir í umtalsverðum erfiðleikum. En hann Olli Ilmari Rehn nefndi ekki tölur um atvinnuleysi í heimalandi sínu það sem af er þessari öld, enda myndi það spilla myndinni af sæludögum í Evrópuríkinu.
Þessi sami Olli Rehn vill tæla Ísland inn í Evrópuríkið, enda er það vinnan hans. Hann er stækkunarráðherra. Athyglisvert, þegar maður hugsar út í það, að í ríkisstjórn ESB skuli vera sérstakt stækkunarráðuneyti.
![]() |
Getur Ísland dregið lærdóm af finnsku leiðinni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 21:39
Ingibjörg Sólrún til varnar Davíð Oddssyni
Ingibjörg Sólrún mætti í Kastljósið í kvöld. Aðeins einu sinni í viðtalinu hækkaði hún róminn lítillega, hvessti sig smávegis og sagði: Það var ekki hann sem byggði þetta upp!
Hún var að tala um Davíð Oddsson og bankakerfið. Það er að hennar mati ekki hægt að kenna honum um eða fullyrða að tilteknir fulltrúar beri ábyrgð. Það var eins og hún lokaði augunum fyrir því að krafan um mannabreytingarnar snýst um aukinn trúverðugleika en ekki að sakfella embættismenn.
Svo kvartaði hún undan óþreyju almennings í biðinni eftir Nýja Íslandi.
Þetta er sama Ingibjörg Sólrún og sagði í viðtali í New York í október að Davíð Oddsson ætti að gera forsætisráðherra þann greiða að víkja svo hann fengi frið til að vinna þau verk sem nauðsynleg eru. Hún er formaður Samfylkingarinnar sem lýsti því yfir að Davíð Oddsson starfaði ekki í umboði hennar í stjórn Seðlabankans. Hvað skyldi valda þessum viðsnúningi?
Auðvitað áttu stjórnir seðlabanka og fjármálaeftirlits að víkja sæti strax í október, til að endurvekja glatað traust. Einnig fjórir ráðherrar, en það er ekki við slíku að búast ef menn gera ekki greinarmun á sekt og pólitískri eða faglegri ábyrgð.
Undir lok viðtalsins tókst henni að svara bæði í norður og suður, um sama atriðið, á sömu mínútunni.
Þegar spurt var um ábyrgð spurði hún á móti: Eiga þingmenn að standa upp í hópum? Hún lét eins og spurningin væri kjánaleg og bætti við að mönnum sé skipt út í kosningum, sem gerist venjulega á fjögurra ára fresti.
Strax á næstu mínútu svaraði hún í hina áttina: Að það gæti verið rétt að einhverjir standi upp til að auka traust. En auðvitað vildi hún ekki nefna nein nöfn, enda búin að lýsa því yfir fyrr í viðtalinu að hún treysti fjármálaráherra til allra góðra verka.
Einu sinni leit ég á Ingibjörgu Sólrúnu sem nýja von í íslenskri pólitík og hef bæði kosið hana til borgarstjórnar og þings. Í dag finnst mér kominn tími á að hún taki sér frí frá pólitík.
Það bar fleira á góma í þættinum; álit umboðsmanns, átökin í Ísrael, björgunaraðgerðir og Evrópumál. Ég er ekki að hóta einu né neinu" sagði hún um hótanir sínar um stjórnarslit ef samtarfsflokkurinn gerir ekki eins og hún segir. Hún leggur nefnilega mesta áherslu á að ráðast í verk sem hún hefur aldrei fengið umboð til: Að fara í viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands.
Það þarf að kjósa sem allra fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2009 | 13:07
70,3% Íslendinga vilja meira sólskin
Langflestir þeirra sem vilja breyta veðurfarinu á Íslandi, eða 70,3%, vilja meira sólskin. Þá telja 50,6% nauðsynlegt að draga úr úrkomu á láglendi, minnka meðalvind í júlí og ágúst um 5,3 sekúndumetra og hækka meðalhita um 4 gráður, að jafnaði.
OK. Köstum krónunni og tökum upp evru. Hvað svo?
Nú fárast menn yfir auknum þjónustugjöldum, sem tekin eru upp af illri nauðsyn í kreppunni. Vonandi er hægt að aflétta þeim sem fyrst. Og auðvitað eru allir ósáttir við 7% atvinnuleysi, enda er það skaðvaldur hinn mesti.En við viljum kasta krónunni, helst á næstu 6 mánuðum, til að taka upp evru. Hún á að laga meinið og lækna okkur af kreppunni.
En það er því miður ekki hægt að lækna innanmein með því að setja plástur á hnéð.
Fylgifiskarnir yrðu niðurskurður í þjónustu, aukin gjaldtaka til frambúðar og viðvarandi atvinnuleysi. Erum við bættari með það? Hvers vegna ekki að horfast í augu við að það er ekki raunhæfur möguleiki að taka upp evru hér á landi næstu 10 árin og haga vinnunni í samræmi við það. Sér í lagi aðgerðir til að koma í veg fyrir að fjölskyldur tapi eignum sínum. Kreppan fer ekki af sjálfu sér og evran fjarlægir hana ekki heldur.
Svona umræða gerir ekki annað en að beina athyglinni frá pólitísku gjaldþroti.
![]() |
Langflestir þeirra sem vilja skipta velja evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 09:09
En hvað með fæðingarorlofið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 19:42
Já, en hvað verður um FLOKKINN?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2009 | 18:01
Er Landsbankinn þá sekur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2009 | 12:40
Hálfur sannleikurinn, eða hvað?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2009 | 13:55
Nýsköpun hin síðari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2009 | 11:41
Nýsköpun í mótmælum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2009 | 20:50
Er "þjóðin" svartsýn eða bara borgararnir?
Evrópumál | Breytt 5.1.2009 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2009 | 17:50
Hollráð eða "þið eruð ekki þjóðin"
Evrópumál | Breytt 5.1.2009 kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2009 | 16:27
Stundum þarf kjark
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2008 | 12:38
EVRAN ER BYRJUÐ Í SKÓLA
Evrópumál | Breytt 5.1.2009 kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)