Er Landsbankinn þá sekur?

Það var beiting laga um varnir gegn hryðjuverkum, sem menn hrópuðu sig hása yfir. En samt á ekki að reyna að fá þeim hnekkt. Þetta hljómar eins og Landsbankinn hafi vondan málstað að verja, sé jafnvel sekur! Hvað skýrir þetta?

Kaupþing getur líklega ekki annað en höfðað mál vegna greiðslustöðvunar og er sjálfsagt að ríkið styðji það. En hvers vegna fer Landsbankinn bara hálfa leið? Skilanefnd bankans verður að útskýra það fyrir almenningi.


Og forsætisráðherra þarf líka að skýra hvers vegna íslensk stjórnvöld fara ekki í mál við þau bresku. Er einhver þvingun í gangi? Úr því að búið er að vinna "gríðarlegt starf" vegna málsins hljóta skýringarnar að liggja fyrir.


mbl.is Ríkið styður málshöfðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Spyr sá sem ekki skilur eða veit. Kaupþing var talið hafa [eigið fé] burði til bjargast á eigin spýtur á sínum tíma.

Júlíus Björnsson, 5.1.2009 kl. 19:19

2 identicon

Sagðist Davíð ekki vita hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett á Landsbankann? Brown sagði frá því í fréttum (daginn efir að lögin voru sett á)að það væri verið að rannsaka fjármagnsflutninga úr Landsbankanum rétt fyrir yfirtöku.

Ályktun; hryðjuverkalögin voru sett á Landsbankann vegna fjármagnsflutninga úr bankanum rétt fyrir hrun og því fer ríkisstjórnin (eða skilanefnd Landsbankans)varla í mál við Bretana nema að hún sé viss um að þessir fjármagnsflutningar hafi ekki átt sér stað.

Eftir stendur spurningin; voru fjármagnsflutningar í gangi hjá Landsbankanum rétt fyrir yfirtöku ríkissins á bankanum? Og var það kannski hluti af Icesave innistæðunum sem almenningur á að fá lán fyrir og endurgreiða breskum innistæðueigendum?

Þórdís (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband