En hvað með fæðingarorlofið?

 

Fæðingarorlofssjóður hefur sérstakan tilgang. Í í lögum þeim sem hann vinnur eftir eru markmiðin skilgreind:

2. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja barni samvistir við báða foreldra.
Þá er lögum þessum ætlað að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.

Einu sinni fór Bjarni Ármannsson í fæðingarorlof. Maður sem hafði bónusgreiðslur sem voru svipaðar og einstaklingur í þokkalega launuðu starfi hefur í laun alla ævina. Þessi Bjarni þáði greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Var það til að "tryggja barni samvistir við báða foreldra"? Þurfti hann styrk frá ríkinu til þess?

"Löglegt er siðlaust" hefði einhver sagt. Ef skoðaðar eru reglur um fjárhæðir á heimasíðu sjóðsins má sjá að nú eru reglur um hámarksupphæðir. Þær voru ekki í byrjun. Þær voru settar eftir að sjóðurinn hafði þurft að greiða milljarðamæringnum Bjarna Ármannssyni svimandi háar fjárhæðir svo hann hefði efni á að fara í fæðingarorlof.

Maður með snefil af sómatilfinningu hefði aldrei sótt um þessar greiðslur í sporum Bjarna. Maður sem hefur lært að skammast sín hefði byrjað á að skila þessum peningum. Samviskulaus sukkari gerir það ekki. Ég gef mér að Bjarni sé drengur góður og hafi skilað þessu til sjóðsins í kyrrþey.

Annars væri lítil reisn yfir syndagjöldunum, sem fyrir hann voru varla upp í nös á ketti.


mbl.is Endurgreiddi 370 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband