Skoða, kanna, athuga ...

Í febrúar 2009 mætti Jóhanna Sigurðardóttir í Kastljós, þá nýorðin forsætisráðherra. Þá notaði hún sama svarið við átján spurningum af tuttugu (já, ég taldi svörin): "Það þarf að skoða það".

Núna, tuttugu mánuðum síðar, en sama svarið enn notað. "... ég tel að skoða þurfi hvort hægt sé að ..."

Er þetta ekki einmitt meinið? Það er endalaust skoðað, kannað, fundað og athugað, en skortir ákvarðanir. Það vantar aðgðerðir. Loksins þegar átta þúsund manns mótmæla við setningarræðu er farið að hlusta á það sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa klifað á í tvö ár samfellt.

Þetta er það sem ég var að mótmæla með því að mæta á Austurvöll á mánudaginn: Skoðunarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er of seint að þykjast rumska núna, það þarf að fá framkvæmdastjórn; alvöru ríkisstjórn.

 


mbl.is Kaupleigurétt á eignir við lokasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jóhanna hætti sjálf í pólitík 2007. Síðan hefur hún haft fólk í vinnu við að skoða hitt og þetta. Þetta er eina skýringin á því hversu margt af verkum ríkisstjórnarinnar kemur henni á óvart...

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.10.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: corvus corax

Ég ætla að kanna hvort ég geti ekki athugað með að skoða þann möguleika að hætta alveg að greiða af lánunum mínum ...og ég veit að margir fleiri eru sama sinnis. HÆTTUM ÖLL AÐ BORGA AF LÁNUM og sjáum til hvort ríkisstjórnin fer ekki að grenja eftir svona eina til tvær vikur.

corvus corax, 6.10.2010 kl. 13:26

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Er líklegt að aðili sem þarf á bráðaaðgerð af halda geti beðið í tvö ár eins og við höfuym gert nú þegar.

Þetta verða engar bráða-aðgerðir verði þær framkvæmdar í vetur heldur einungis krafs í flórnum eins og áður!

Óskar Guðmundsson, 6.10.2010 kl. 14:12

4 Smámynd: Sólveig Bláfeld Agnarsdóttir

Næst þegar að maður þarf að svara rukkurum og þess háttar fólki þá ætla ég að taka bara Johönnu á þetta. "ég þarf bara að skoða hvort ég sé aflögufær um næstu mánaðarmót ég verð bara að skoða það"  þvílíkt bull og vitleysa sem við þurfum að láta bjóða okkur. Svo tók maður þátt í að koma þessu kvikindi á ALþingi...

Sólveig Bláfeld Agnarsdóttir, 6.10.2010 kl. 14:44

5 Smámynd: Elle_

Þau vinna fyrir flokkana og peningaöflin sem þá styðja, ekki alþýðu landsins.  Það ætti að fara að skoða flokkana og skoða aftur og skoða einu sinni enn.  Það eru pólitískir flokkar og völd þeirra sem allt snýst um. 

Elle_, 6.10.2010 kl. 18:40

6 Smámynd: Elle_

Jóhanna alltaf með jafnskýr svör (Forsætisráðherra útilokar ekki lækkun höfuðstóls 01:30): Við munum META það núna þegar við fáum þjóðhagsspá núna í nóvember aftur, HVORT að við þurfum að ENDURSKOÐA ákveðna þætti í fjárlögunum, en það verður bara að KOMA Í LJÓS

Elle_, 6.10.2010 kl. 21:49

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það skiptir ekki máli hvort Jóhanna skoðar geimskutlu árum saman. 

Hún mun aldrei botna neitt í neinu. 

Sama er um landsstjórnina. 

Viggó Jörgensson, 6.10.2010 kl. 23:01

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Fréttin sem Elle bendir á er einmitt dæmigerð. Jóhanna telur ekki útilokað að kannski verði eitthvað gert. En það þarf auðvitað að skoða það!

Haraldur Hansson, 7.10.2010 kl. 00:51

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Já og meðan ég man, bara svona til upplýsingar.

Spurningarnar tvær í Kastljósinu forðum sem Jóhanna gat svarað en þurfti ekki að skoða voru um 1) að koma Davíð úr seðlabankanum og 2) að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Öll önnur svör voru "við munum skoða það" eða "það þarf að skoða það".

Haraldur Hansson, 7.10.2010 kl. 00:54

10 Smámynd: Magnús Ágústsson

Haraldur

það er 1 í viðbót sem þaug náðu að gera

loka hjá Geira goldfinger

Magnús Ágústsson, 7.10.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband