Hvað kostar að gera ekkert?

Þau eru orðin ansi mörg viðtölin og fréttirnar þar sem útlistað er hvað kostar að leiðrétta lán þar sem orðið hefur forsendubrestur. Menn tala um 200 milljarða og skipta "tapinu" niður á stofnanir. Samt er aðeins verið að leiðrétta "skuldir" sem urðu til í verðbólguskoti; við forsendubrest.

En hvað kostar að leiðrétta þau ekki? Hefur það verið vandlega reiknað? 

Mun það leiða af sér fjöldagjaldþrot og fólksflótta? Vonleysi og uppgjöf ungs fjölskyldufólks? Þá verður það dýrara fyrir samfélagið þegar upp er staðið. Lánveitendur sitja þá uppi með fjölmargar íbúðir, sem standa ekki undir kröfunum og taka á sig raunverulegt tap með öðrum hætti. Þá tapa allir.

Eitt skal yfir alla ganga. Sami forsendubrestur, sama leiðrétting. 

Ungur maður gekk berserksgang hjá umboðsmanni skuldara í dag. Með hverri vikunni sem líður án úrbóta þyngist róurinn og líkur á berserksgangi aukast. Vandinn hefur blasað við í tvö ár. Ríkisstjórn sem vaknar ekki fyrr en átta þúsund manns mæta á Austurvöll og berja tunnur er ekki sérlega trúverðug, því miður.


mbl.is Líst illa á almenna niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Svona skuldamál hafa verið leist í USA, skýtið, ekki hægt hér,

það verður að finnast góð lausn.

Íslendingar verða líka að fá mannréttindi sín tafarlaust,

réttinn að róa til fiskjar og fénýta aflann.

Aðalsteinn Agnarsson, 14.10.2010 kl. 00:36

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nákvæmlega Haraldur, þetta er það sem öskuraparnir með skerðing lífeyrisgreiðslna - Íbúðalánasjóður á hausinn - sönginn skilja ekki. Málið snýst um að lágmarka tapið, heildartap þjóðfélagsins. Sem verður auðvitað tap allra lífeyrisþega og skattgreiðenda á endanum, auk þess sem flestir þeirra eru líka lántakar.

Ef ÍLS fer á hausinn og skerða verður lífeyrisgreiðslur verður ástæðan ekki smánarleg eftirgjöf á glæpsamlegum okurvaxtalánum.

Ástæðan verður það sem flestir vita, en fáir þora að tala um, að báðir þessir aðilar töpuðu tugum og hundruðum milljarða í áhættufjárfestingum á hluta- og skuldabréfamarkaði.

Theódór Norðkvist, 14.10.2010 kl. 00:36

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þú segir það alveg satt Haraldur, en ég er farin að halda að Ríkisstjórnin hafi bara rumskað og ekki meira... Þvílík vanvirðing við sinn LAUNAGREIÐANDA segi ég bara...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.10.2010 kl. 00:50

4 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Leiðrétta hvað? Um hvaða forsendubrest ertu að tala?

Ólafur Guðmundsson, 14.10.2010 kl. 01:27

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Ólafur; ég er að tala um forsendubrestinn sem efnahags- og vipskiptaráðherra fjallaði um í maí og sem rakinn er í úrskurði héraðsdóms frá því í júlí.

Haraldur Hansson, 14.10.2010 kl. 01:40

6 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Í hverju fólst forsendubresturinn hjá Gylfa Magnússyni? Ertu með link á hans orð?

Ólafur Guðmundsson, 14.10.2010 kl. 09:50

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað kostar að gera ekkert?

Svarið er: Miklu meira!

Guðmundur Ásgeirsson, 14.10.2010 kl. 19:29

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Nei Ólafur ég er ekki með tengla á takteinum en þú finnur þá eflaust með aðstoð Google.

Annars þarf ekki að vísa í aðra til að sjá hið augljósa. Þegar fólk sækir um lán fer það í greiðslumat. Það er byggt á ákveðnum forsendum. Efri vikmörk í verðbólguviðmiðum seðlabankans voru 4%.

Hér varð allsherjar hrun og mikið verðbólguskot því samfara. Verðbólga fór langt yfir þau mörk sem nokkur maður gat ímyndað sér. Þar með voru forsendur fyrir greiðslumatinu brostnar og fjöldi manns átti ekki lengur möguleika á að standa undir afborgunum. Forsendubresturinn getur varla orðið almennari eða verri.

Ég held að svar Guðmundar hér að ofan sé rétt. Ef ekkert er gert verður kostnaðurinn miklu meiri. Það er öllum í hag að bregðast við af skynsemi og réttlæti.

Haraldur Hansson, 15.10.2010 kl. 01:24

9 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Haraldur, ég vil aðeins segja eitt/tvennt.

Greiðslumat er ferli sem leggur mat á greiðslugetu einstaklings. Verðbólga (sem og verðbólgumarkmið Seðlabankans) kemur málinu nákvæmlega ekkert við. Mitt lán og nær allra annarra var verðtryggt lán (tengt neysluvísitölu) með (föstum)vöxtum. Þ.e.a.s. ég tók lán tengt verðbólgu (óháð verðbólgu, ef svo má segja). Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað þú eða einhver annar gerir ráð fyrir að verðbólgan verði.

Nú er ég burðarþolsfræðingur og forsendubrestur var aldrei kenndur í burðarþolsfræðinni.

Ólafur Guðmundsson, 15.10.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband