Tekjur duga ekki fyrir vöxtum

Ríkisstjórnin skođar nú ţá leiđ ađ hćkka tryggingagjald (hér). Í viđtengdri frétt fara sveitarfélögin fram á ađ slík hćkkun auki ekki á útgjöld ţeirra. Árni Páll félagsmálaráđherra talar fyrir auđlindaskatti (hér) en á móti hugmyndum stjórnarinnar um tryggingagjald (hér).

Ţađ síđastnefnda kom fram á ársfundi Vinnumálastofnunar, en ţar sagđi ráđherrann „mér hugnast ekki hugmyndir um eyrnamerkingu framlaga atvinnulífsins". En hverju getur hann ráđiđ um ţađ? Í gćr var lögđ fram álagningarskrá lögađila og er forvitnilegt ađ setja "framlög atvinnulífsins" í samhengi viđ stóru skuldina.

                    Tekjuskattur fyrirtćkja         35,0 milljarđar kr.
                    Vextirnir af IceSave               38,4 milljarđar kr.


Ţetta er stađreynd sem ekki verđur litiđ framhjá, framlög atvinnulífsins eru ţegar eyrnamerkt, ţannig séđ. Allur tekjuskattur allra fyrirtćkja á Íslandi dugir ekki einu sinni fyrir vöxtunum af IceSave. Og Árni Páll vill leggja IceSave klafann á Íslendinga. Og ţótt fjármagnstekjuskatti lögađila sé bćtt viđ ţá dugir hann rétt fyrir kaffi og međđí fyrir handrukkarana.


Skattar sem eru eyrnamerktir
Hinn stóri pósturinn í „framlagi atvinnulífsins" er tryggingagjald. Ţar er hver einasta króna kyrfilega eyrnamerkt. Mest fer beint til Tryggingastofnunar ríkisins og rest til Ábyrgđasjóđs launa, Atvinnuleysistryggingasjóđs og Útflutningsráđs. Útvarpsgjaldiđ rennur til RÚV og búnađargjald fer til búnađarsambandanna.


Ţađ er til einföld lausn
Ţađ sem Árni Páll getur gert til ađ minnka eyrnamerkingu skatta er ađ standa međ ţjóđ sinni og hafna IceSave. Ţađ ćtti ađ vera skylda hans sem ráđherra.

En ţví miđur er Árni Páll í Samfylkingunni og verđur ađ fylgja línu flokksins. Hann má ekki hafna IceSave (hér). Međ dugleysi sínu hefur ríkisstjórnin, sem Árni Páll á sćti í, eyrnamerkt framlag atvinnulífsins, algerlega ađ óţörfu.


Tryggingagjald er ólíkt tekjuskatti ađ ţví leyti ađ sveitarfélögin eru jafnan stćrstu greiđendurnir. Hćkkun ţess kemur ţeim ţví illa. Međ ţví ađ afgreiđa IceSave međ sóma mćtti komast hjá ţví ađ skerđa ţjónustu og auka útgjöld sveitarfélaganna međ ţessum hćtti.

 


mbl.is Hćkkun tryggingagjalds auki ekki útgjöld sveitarfélaga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţarf ESB-undanţágu fyrir slátur?

Ţađ má vissulega hafa lúmskt gaman af regluverki möppudýranna frá Brussel. Ađlögunarreglur úr ESB samningi Möltu eru samt settar fram hér til fróđleiks eingöngu. Til ađ draga fram hvernig ESB býr til reglur um allt sem hugsast getur og meira til. Malta varđ fyrir valinu vegna (furđu)fréttar um 77 undanţágur.


Maltnesk vín samkvćmt ESB-stöđlum
Malta á sér langa hefđ í víngerđ og eru Ġellewża (rautt) og Ghirgentina (hvítt) eins konar ţjóđardrykkir. Um ţetta segja bruggreglur ESB.

Malta may until 31 December 2008 maintain the minimum natural alcoholic strength of wine produced from the indigenous vine varieties Ġellewża and Ghirgentina at 8% vol. with an allowable increase in natural alcoholic strength (enrichment) not exceeding 3% vol.


ESB-búr fyrir varphćnur
Malta fékk tvö ár til ađ tryggja ađ allar varphćnur í landinu verptu í ESB-búrum. Svona er ađlögunarreglan:

Until 31 December 2006, 12 establishments in Malta may maintain in service existing cages not meeting the minimum requirements for minor construction elements (height and floor slope only), provided that the cages are at least 36 cm high over at least 65% of the cage area and not less than 33 cm high at any point and have a floor slope not greater than 16%.


Tollar af metravöru (og drengjaföt)
Malta fékk fimm ár til ađ ađlaga tolla af metravöru ESB reglum í ţremur áföngum. Tiltekiđ er hversu margir fermetrar af ull, denim og öđrum vefnađi fellur ţar undir. Síđan eru ţessi skilyrđi sett:

provided that the goods in question are used in the territory of Malta for the production of men's and boys' outerwear (not knitted or crocheted), and remain under customs supervision pursuant to the relevant Community provisions on end-use ...

Hvers vegna eingöngu karlmanns og drengjaföt, veit ég ekki. Eđa hvers vegna "outerwear" veit ég ekki heldur. En ţađ skal hafa strangt eftirlit međ vörunni, ţetta finnst mér meiriháttar:

The Commission and the competent Maltese authorities shall take whatever measures are needed to ensure that the goods in question are used for the production of men's and boys' outerwear (not knitted or crocheted) in the territory of Malta.


Ţarf Ísland undanţágu fyrir slátur?
Reglur sem Malta undirgengst um vínbruggun, sem byggist á aldalangri hefđ, virka á mig eins og ef Íslandi yrđi gefinn 5 ára ađlögunartími til ađ hćtta ađ borđa sviđ. Reglur um harđfisk gćtu orđiđ spennandi. Síđan fengjum viđ ţrjú ár til ađ lćra ađ sauma sláturkeppi međ ESB-nálum.

Og auđvitađ fylgdu nákvćmar leiđbeiningar (á íslensku?)

Nálin skal vera 5,4 cm ađ lengd og vísa upp um 45° ţegar keppurinn er ţrćddur. Muniđ ađ snúa ávallt í norđur ţegar saumađ er! Óheimilt er ađ taka slátur nema međ nýklipptar neglur. ESB-naglaklippur fást í nćsta apóteki.

Ísland ţarf eina og ađeins eina undanţágu: Undanţágu frá ESB.


PS: Í tilvitnunum eru númer á reglugerđum og tilvísanir í lagagreinar teknar út til ađ gera textann lćsilegri.


VÍK BURT KRATAR

eurovice280
Nćst ţví ađ losna viđ Össur úr ríkisstjórn er íslenskri ţjóđ fátt mikilvćgara en ađ losna viđ Jóhönnu.

Rćđa Jóhönnu eđa bulliđ í Össuri. Ţađ má ekki á milli sjá.

Af tvennu illu er hvorugt skárra. En Össur ţó verri.

Ég vona ađ Jón Bjarnason standi međ íslensku ţjóđinni og gegn ESB-brjálćđinu.

Ţótt baráttumál forseta Tékklands séu af allt öđrum toga en hagsmunamál Íslands má Jón taka sér stađfestu hans til fyrirmyndar, ţegar viđrćđur um sjávarútveginn hefjast.

Ísland ţarf eina og ađeins eina undanţágu: Undanţágu frá ESB.

 


mbl.is ESB fellst á skilyrđi Klaus
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

77 undanţágur, ESB-mjólk og ESB-vín

Okkur var sagt í RÚV-fréttum um daginn ađ Malta hefđi fengiđ 77 undanţágur ţegar ríkiđ gekk í ESB. Sem er langt frá ţví ađ vera rétt. Fréttin um 77 átti líklega ađ gera inngöngu ađeins minna fráhrindandi í augum Íslendinga.

Malta fékk helling af tímabundnum undanţágum til ađ laga sig ađ regluverki ESB, sem er allt annađ mál. Öll ríki verđa ađ passa í sama skófariđ. Ţetta eru ađlögunarreglur en ekki undanţágur.

 

Hér er lítiđ dćmi:

Malta fékk fimm ár til ađ lćra ađ búa til ESB-mjólk
Ţangađ til Malta hefur lćrt ađ gera ESB-mjólk má bara selja hana innanlands eđa flytja út til landa utan ESB.

By way of derogation ... the requirements relating to the minimum fat content of whole milk shall not apply to drinking milk produced in Malta for a period of five years from the date of accession. Drinking milk which does not comply with the requirements relating to fat content may be marketed only in Malta or exported to a third country.


Malta fékk fjögur ár til ađ breyta aldagömlum hefđum og lćra ESB-víngerđ og fimm ár til ađ tryggja réttan fjölda nautgripa og kálfa á hverjum hektara lands, svo dćmi séu nefnd.

Ađlögunarreglur er ađ finna í 11 málaflokkum í samningi Möltu, t.d. um innflutning eldsneytis, merkingar á lyfjum, stćrđ hćnsnabúra, atvinnuleyfi, sölu á frćjum, prófanir á flutningabílum, skatt á drykkjarvatni, lengd vinnutíma og framleiđslu á fatnađi fyrir drengi.

Ekkert af ţessu eru undanţágur. Ekki ein einasta.

Í fljótu bragđi fann ég eina bókun međ undanţágu fyrir Möltu (protocol no 6) um annađ heimili; secondary residences. Ţćr kunna ţó ađ vera fleiri. Sérstök regla gildir um fiskveiđar, sem er ekki undanţága frá sjávarútvegsstefnu ESB.

Ţá eru til tvćr yfirlýsingar sem Malta á ađild ađ, önnur um ađ ekki ţurfi ađ breyta stafsetningar- eđa málfrćđireglum í maltnesku tungumáli ţótt orđiđ "euro" sé skrifađ á seđla og mynt. Ég segi ekki hver hin er.

 


mbl.is Búist viđ átakafundi í Brussel
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jćja Jóhanna, ţetta er komiđ gott

Ísland mun leggja sitt af mörkum til eflingar og varđveislu sameiginlegra hagsmuna Evrópu enda fara ţeir saman viđ sértćka ţjóđarhagsmuni Íslendinga.

Veistu hvađ ţessi setning ţýđir? Nei, ekki ég heldur.

Hún er úr rćđu Jóhönnu Sigurđardóttur á Norđurlandaţinginu. Ţetta er sérstök rćđa. Fjórđungur hennar er um hernađarmál sem fá meira vćgi međ Lissabon stjórnarskránni. En Jóhanna talar líka um Ísland og segir m.a.:

Sjálfbćrar fiskveiđar og nýting endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi á ótvírćtt erindi viđ ESB.

Og hvađa erindi, nákvćmlega? Ţađ er hćgt ađ flytja út ţekkingu og reynslu án ţess ađ ganga í Evrópusambandiđ, hér eftir sem hingađ til. Enda er kaupendur ađ finna víđa um heim en ekki ađeins bakviđ tollamúra ESB.

Og Jóhanna heldur áfram ađ tala, fyrir hönd ţjóđar sinnar:

Auđvitađ verđur sjálfbćr sjávarútvegur, endurnýjanlegir orkugjafar og norđlćgur landbúnađur alltaf ofarlega í hugum Íslendinga og ţetta eru málaflokkar sem falla vel ađ áherslum ESB í umhverfismálum og ađ ađgerđum til ađ hamla gegn loftslagsbreytingum.

Loftslagsbreytingum? Brilljant. Annars er hćgt ađ sjá rćđuna í heild á Eyjunni (hér). Blađsíđa fimm er morandi í gullkornum.

Forsćtisráđherrann flutti rćđu sína í umrćđum um hlutverk Norđurlandanna innan ESB. Jóhanna talađi eins og Ísland sé nú ţegar í ESB. Ţjóđin fékk ekki ađ kjósa um umsókn og ítrekađ sýna kannanir ađ meirihlutinn er á móti. Enn fleiri telja umsóknina ótímabćra.

Ţessi rćđa er samfelldur skandall, ekki bara blađsíđa fimm.

 


mbl.is Aukiđ samstarf smćrri ađildarríkja mikilvćgt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stöđugleikasáttmálinn er svoddan djók

Á vormánuđum beiđ ráđvillt ţjóđ í kreppu eftir vegvísi. Nýkjörnir valdhafar lögđu áherslu á " ađ ná ţjóđarsátt um stöđugleikasáttmála" eins og ţađ var orđađ. Stöđugleikasáttmálinn er 7 atkvćđa orđ, 21 bókstafur ađ lengd, en fćstir vissu hvađ orđiđ ţýddi....

Metnađarlítil blađamennska

Viđtengd "frétt" Mbl.is er ekki frétt heldur ókeypis auglýsing fyrir Íslandsbanka. Ţarna er birtur copy/paste texti úr auglýsingu á vef bankans ţar sem auglýst er kostabođ fyrir skulduga viđskiptavini. Ţađ vekur vonir hjá ţeim sem eiga í erfiđleikum međ...

Nýja Skandinavía

Sćnskur sagnfrćđingur vill sameina öll Norđurlöndin í eitt ríki. Ţađ myndi líklega heita Skandinavía og verđa hiđ eina sanna norrćna velferđarríki međ höfuđborg í Köben. Hann vísar til Kalmarsambandsins og vill ađ danska drottningin verđi ţjóđhöfđingi...

Allir Íslendingar vilja evruna

Pressan.is birtir niđurstöđur úr könnun sem sýnir ađ 24% Íslendinga vill ganga í ESB og taka upp evru. Heldur fleiri (26%) vilja óbreytta skipan og halda í krónuna, rúmur fimmtungur gefur svariđ "veit ekki" og ađrir vilja taka einhliđa upp erlendan...

AGS stuđlar ađ vćndi og mansali

Mansalsmáliđ vindur upp á sig og verđur ljótara eftir ţví sem fleiri fréttist berast. Nú er talađ um skipulagđa glćpahópa međ tengsl erlendis. Fórnarlambiđ, sem fjallađ var um í fréttum, er 19 ára stúlka frá Litháen. Nokkrir hafa stöđu grunađs manns í...

Michael Hudson talar upphátt

Alţjóđa gjaldeyrissjóđurinn sér um ađ handrukka fleiri en Íslendinga. Á föstudaginn var Michael Hudson í viđtali í ţćttinum On The Edge og gefur AGS ekki fallega einkunn. Íslendingar ćttu ađ hlusta á ţetta viđtal, sem innlegg í umrćđuna. Innlegg frá...

IceSave krossapróf

... meginástćđan fyrir ţví ađ ekki var hćgt ađ fara međ máliđ fyrir dóm var sú ađ ekki mátti leika vafi á ađ innistćđur vćru tryggđar. Ef menn féllust á ađ fá úr ţví skoriđ fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um ţađ hvort innistćđutryggingar vćru í...

Hin međvirka Jóka Steingarms

- Hvađ segir mađur viđ konu sem er međ glóđarauga á báđum? - Ekkert! Ţađ er búđ ađ rćđa viđ hana. Ţessi gamli brandari er löđrandi í karlrembu og hallćrislegur eftir ţví. Samt kemur hann upp í hugann ţegar fylgst er međ IceSave. Mr. Brown er búinn ađ...

Flash of Genius (ráđ handa ríkisstjórn)

Nú, ţegar allt stefnir í ađ ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sjái ekki annan kost en ađ gefast upp fyrir yfirgangi Breta, legg ég til ađ ráđherrar haldi vídeó-kvöld í stjórnarráđinu og horfi saman á myndina Flash of Genius . Ţetta er sönn saga af manni...

"Is the ice safe?"

Ţađ er fljótlegt og einfalt ađ ná sátt í IceSave. Bara gefast upp, láta undan öllum kröfum Breta og borga allt sem ţeir heimta. Enda er ţađ í grunninn stefna ríkisstjórnarinnar í málinu, eins og upphaflega IceSave frumvarpiđ ber međ sér....

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband