Stöđugleikasáttmálinn er svoddan djók

Á vormánuđum beiđ ráđvillt ţjóđ í kreppu eftir vegvísi. Nýkjörnir valdhafar lögđu áherslu á "ađ ná ţjóđarsátt um stöđugleikasáttmála" eins og ţađ var orđađ. Stöđugleikasáttmálinn er 7 atkvćđa orđ, 21 bókstafur ađ lengd, en fćstir vissu hvađ orđiđ ţýddi.

Ţetta er eitt af ţessum orđum sem detta inn í máliđ og verđa skyndilega á allra vörum. Eins og kjölfestufjárfestir, vélindabakflćđi, bindiskylda og athyglisbrestur. Í júní fóru línur ađeins ađ skýrast og ţá mátti sjá fyrirsagnir eins og ţessar:

   Stöđugleikasáttmálinn ađ fćđast
   Stöđugleikasáttmálinn undirritađur
   Stöđugleikasáttmálinn í höfn
   Stöđugleikasáttmálinn - vegvísir út úr kreppunni


stodugleikasattmali

Margir liđir sáttmálans eru mjög almennt orđađir. Annađ er hreinna og beinna, t.d. áćtlun um afnám gjaldeyrishafta og ađ vextir skulu komnir niđur fyrir 10% núna 1. nóvember. Auka skal atvinnu og mikil áhersla lögđ á ađ bćta stöđu skuldsettra heimila. Samningurinn var birtur 25. júní (stutt yfirlit hér).

Síđustu vikur hefur orđiđ Stöđugleikasáttmáli veriđ notađ sem eins konar vopn í ţeim orđaskylmingum sem háđar eru í fjölmiđlum. Ţar fer mest fyrir átökum ASÍ, Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar. Villi & Gylfi vilja ráđa en AGS rćđur mestu og ríkisstjórnin smá.

Nćr daglega grípur einhver orđiđ "Stöđugleikasáttmáli" og afgreiđir andstćđinginn međ ţví. Ţetta eru algengar fyrirsagnir síđustu vikna.
 
   Stöđugleikasáttmálinn í hćttu
   Stöđugleikasáttmálinn í algjörri óvissu
   Stöđugleikasáttmálinn hangir á bláţrćđi
   Stöđugleikasáttmálinn í uppnámiOg hvađ setur sáttmálann í uppnám?

   ... ef ekki verđur byggt nýtt álver,
   ... ef ekki verđur skrifađ undir IceSave,
   ... ef raflínur fara í umhverfismat,
   ... ef stýrivextir lćkka ekki,
   ... ef ekki verđur sótt um ađild ađ Evrópusambandinu,
   ... ef endurreisn bankanna tefst,
   ... ef kjarasamningar verđa ekki framlengdir,
   ... ef gjaldeyrisvarnir verđ ekki lagđar niđur,
   ... ef persónuafsláttur verđur ekki hćkkađur,
   ... ef endurskođun AGS tefst,
ţá er viđkvćđiđ ávallt: Stöđugleikasáttmálinn er í hćttu.

Kannski er best ađ rýna í sjálfur í ţetta margumţrćtta plagg (hér) og velta fyrir sér hvađa stöđuleika er leitađ sátta um, fyrir hverja hann er og hvernig til hefur tekist til ţessa.
Er hann kannski bara djók, eftir allt saman? Svo segir ţessi hér. 

 


mbl.is Stađan hefur lagast
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Er ţetta ekki bara StöđugurArđránsSáttmáli ?

Axel Pétur Axelsson, 27.10.2009 kl. 23:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband