Flash of Genius (ráð handa ríkisstjórn)

Nú, þegar allt stefnir í að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sjái ekki annan kost en að gefast upp fyrir yfirgangi Breta, legg ég til að ráðherrar haldi vídeó-kvöld í stjórnarráðinu og horfi saman á myndina Flash of Genius.

Þetta er sönn saga af manni sem fór í "vonlausa" baráttu fyrir réttlæti. Prófessor Kearns sem fór í mál við Ford Motor Company út af rúðuþurrkum, vopnaður réttlætiskennd. Aftur og aftur var reynt að bregða fyrir hann fæti, kaupa hann út úr "vitleysunni" og fá hann ofan af málaferlum. Enda ætti hann engan séns í þetta volduga risafyrirtæki.

Brown the bullyEn prófessorinn neitaði að láta voldugt fyrirtæki komast upp með að víkja lögum og reglum til hliðar í krafti stærðar sinnar.

Barátta prófessors Kearns gæti kannski blásið íslenskum ráðherrum baráttuanda í brjóst. Þá skortir greinilega kjark og þor til að standa á rétti sínum gegn Bretum og Brown.

Þessi saga gerðist fyrir um hálfri öld. Við skulum ætla að síðan þá hafi hlutir breyst til betri vegar þannig að réttur að lögum sé ekki fótum troðinn. Að sá stóri og sterki geti ekki svínað á þeim minni.


Deilan við Breta snýst því miður eingöngu um hvernig íslenska ríkið eigi að gefast upp og ábyrgjast Tryggingasjóð vegna IceSave. Hún ætti líka að snúast um framgang Breta í málinu, beitingu hryðjuverkalaga og misnotkun á AGS. Hún ætti að snúast um bótagreiðslur Breta til Íslands.

Því miður gerir hún það ekki. Annað hvort skortir ríkisstjórnina kjark, eða þá að Samfylkingin er svo áfjáð í að koma þjóðinni inn í ESB að hún vill ekki styggja Breta (nokkrir íslenskir kratar eru skráðir félagar í bresku Samfylkingunni, undir stjórn Browns!). Hver sem ástæðan er þá er það ófyrirgefanlegt að ríkisstjórn standi ekki á rétti þjóðar sinnar. Treysti hún sér ekki til þess á hún að víkja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Voru þeir Össur og Dagur B., ekki einmitt meðlimir þar ?

Hagmunir hverra eru þeim efst í huga ?

Haraldur Baldursson, 17.10.2009 kl. 09:21

2 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Þetta er skemmtilega framsett hjá þér.  Alveg með ólíkindum hvað sumir eru áfjáðir í að senda reikningin á þessar fáeinu hræður hér á hjaranum.

Þetta er kanski sama hjarðhegðunin eins og verður til staðar í einelti, eða að flestir halda með betra liðinu í fótboltanum....

Það að hafa ekki áhuga á að standa á rétti sínum og allra sinna er alveg með makalausum ólíkindum.

Jón Ásgeir Bjarnason, 17.10.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek heilshugar undir með þér að barátta fyrir réttlæti getur verið löng og ströng. Réttarkerfið gerir mönnum heldur ekki alltaf létt fyrir, en trúi maður á málstað þá er það baráttunnar virði.

Sannleikurinn er sá að hvorki Steingrímur né Jóhanna trúa á getu sína til að takast á við Breta og Hollendinga, fyrir utan að eygja í undirgefni sinni möguleikann á að berja um ókomnar aldir á Sjálfstæðisflokknum vegna Icesave.

Ragnhildur Kolka, 17.10.2009 kl. 17:26

4 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Góður pistill!.  Tek undir hvert orð sem þú skrifar.

Allur þessi tími sem hefur snúist beint og óbeint um inngöngu Íslands í ESB hefði átt að snúast um bótagreiðslur Breta til Íslendinga.

Jón Á Grétarsson, 17.10.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband