Nýja Skandinavía

Sænskur sagnfræðingur vill sameina öll Norðurlöndin í eitt ríki. Það myndi líklega heita Skandinavía og verða hið eina sanna norræna velferðarríki með höfuðborg í Köben. Hann vísar til Kalmarsambandsins og vill að danska drottningin verði þjóðhöfðingi Nýju Skandinavíu.

Fyrsti þjóðhöfðingi Kalmarsambandsins var settur í embætti 1397 og fór athöfnin fram 17. júní,  svo líklega er þjóðhátíðardagur nýju Skandinavíu sjálfgefinn. Sagnfræðingurinn sænski, sem heitir Wetterberg, telur það til helstu kosta að Skandinavía yrði 10. stærsta hagkerfi heims og fengi aukið vægi innan Evrópusambandsins. Hann reiknar því trúlega með að bæði Ísland og Noregur gangi í þann félagsskap.

 Kannast einhver við þessa uppskrift?

Nordic flagsWetterberg telur að ekki sé hægt að steypa öllum ríkjunum saman í eitt strax. Til að byrja með yrði þetta ríkjasamband. Þar þarf að lágmarka áhættuna á að ríki geti orðið undir og einnig koma í veg fyrir að eitt ríki geti (stærðar sinnar vegna?) stöðvað framgang mála. Lykillinn er einróma samþykki. Þetta yrði síðan þróað áfram í eitt ríki með sameiginlega ríkisstjórn og þing, þar sem íbúafjöldinn einn ræður ekki fjölda þingmanna.

Er þetta ekki sama uppskrift og notuð er í ESB? Byrja á efnahagsbandalagi, sem síðan verður pólitískt samband sjálfstæðra ríkja og þróast loks í eitt sjálfstætt sambandsríki. Höfuðborg og forseti. Þing og ríkisstjórn. Í kjölfarið fylgja dómstólar. Allur pakkinn.

Hugmynd Svíans er ekki annað en bergmál af stórveldishugmyndinni á bakvið ESB og jafn galin. Norræn samvinna er af hinu góða en yfirþjóðlegt ríkisvald er dæmt til að verða fjarlægt og breytast í bákn. Við höfum fyrirmyndina í Brussel.  

Líklega taka fáir Wetterberg alvarlega. Menn ættu ekki að taka fyrirmyndina alvarlega heldur.

 

 


mbl.is Vill stofna norrænt ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eiga Norðurlöndin eitthvað sameiginlegt í dag fyrir utan Söguna?  Ég held ekki.  Við ættum frekar að mynda Bandalag með Færeyjum og Grænlandi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.10.2009 kl. 14:10

2 Smámynd: Natan Kolbeinsson

stór góðhugmynd að mynda þetts dsmband væri til í að sjá ríkið koma fram eftir um 30 ár að fullu sem sameinað ríki

Natan Kolbeinsson, 27.10.2009 kl. 15:09

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ekki svo galin hugmynd. Ég sting upp á Kong Olav Ragnar.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.10.2009 kl. 15:58

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mun þá steikarpönnulögregla Svíþjóðar fá lögsögu á Íslandi? Það var nefnilega gömul hjartveik kona í Svíþjóð sem varð á sú hryllilega yfirsjón að henda gamalli steikarpönnu í ruslið. Hún var þefuð uppi af rúsllögreglunni, dregin í réttin og dæmd. Dómskerfið er svona svakalega fullkomið í Svíííþjóð; Åtalad för sin stekpanna | Nyheter | Aftonbladet

En hann slapp þjófurinn sem stal kexpakkanum í COOP versluninni, Hann át sönnunargagnið. Dómskerfið gafst upp fyrir þessu snjallræði kexpakkaglæpamannsins.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.10.2009 kl. 16:28

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk allir fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Jóhannes: Sá sænski nefnir ekki Færeyjar og Grænland. En við skulum ekki gera lítið úr vægi sögunnar. Sagan, tungan og menningin er jú efniviður í sterkari vináttubönd en peningar.

Þó ég sé ekki sömu skoðunar og Natan, þarf hún ekki að vera röng. En það er búið að slá þessa hugmynd út af borðinu svo snjallræði Emils verður ekki að veruleika.

Haraldur Hansson, 27.10.2009 kl. 17:40

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Gunnar: Sagan af kexpakkaglæpamanninum er bara snilld. Ég hló dátt. Þurfti svo að kíkja á Aftonbladet til að fullvissa mig um að þetta með steikarpönnuna væri satt.

Það var ein svona frétt í Útvarp Matthildi um árið. Hún var um menn sem fluttu inn smyglvarning í kassavís. Glæponarnir voru "svo harðsvíraðir að þeir villtu um fyrir lögreglunni með því að rita orðið Gráfíkjur á kassana". Ég hélt að svona fréttir væru bara til í grínþáttum. En þær eru líka til í Svíþjóð.

Haraldur Hansson, 27.10.2009 kl. 17:45

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

He he, ho ho fliss ;)

Já það er nóg til af svona fáránleika Haraldur.

Matthildur var góð. Mikið góð.  

Gunnar Rögnvaldsson, 27.10.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband