5.12.2009 | 18:25
Íslendingar vilja gefast upp
Það eru allir búnir að fá hundleið á IceSave, þessu leiðindamáli sem þjóðin fékk í fangið í hruninu. En það er sama hversu leiðinlegt IceSave er, við verðum að nenna því. Vítið til að varast er þegar Svavar Gestsson sagði í vor "ég nennti þessu ekki lengur" og kom heim með "glæsilegan samning", sem Alþing gaf síðan falleinkunn.
Nú hefur verið stofnaður hópur á Facebook sem gengur út á að nenna þessu ekki lengur. Á hádegi höfðu 3.100 þreyttir Íslendingar játað á sig uppgjöf. Í skýringu með áskorun hópsins segir m.a.:
Hversu sárt sem það nú er þá er engin önnur leið fær en að samþykkja Icesave, að Ísland gangist við skuldbindingum sínum og geti þannig staðið hnarreist meðal annarra fullvalda þjóða.
Við þessa einu setningu er a.m.k. tvennt að athuga.
Að gangast við skuldbindingum sínum: Um þetta snýst deilan að stórum hluta. Ekki hefur verið sýnt fram á hverjar skuldbindingar Íslands eru að lögum. Þess vegna er óráð að slaka á þeim fyrirvörum sem Alþingi hefur sett í lög.
Þá er engin önnur leið fær: Svona tala bara kratar. Öll þeirra kosningabarátta gekk út á að það væri "engin önnur leið fær" en að skríða inn í ESB og taka upp evru. Nú á að bakka með lög sem Alþingi hefur sett, af ótt við Breta. Í þessu erfiða máli standa fleiri leiðir til boða. Meðal annars að láta lögin frá því í sumar standa óbreytt og leyfa svo málinu að hafa sinn framgang.
Það kann að kosta erfiðleika, en að gefast upp verður enn dýrara.
Facebook hópurinn sér ekki annan kost en að gefast upp fyrir ESB og Bretum. Hversu hnarreist göngum við þegar búið er að kalla skert lífskjör yfir þjóðina? Jafnvel stefna greiðslugetunni í tvísýnu.
Bara af því að við nenntum þessu ekki lengur!
Samkomulag um afgreiðslu Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frábær Haraldur, sannleikurinn kristalstær.
Jón Valur Jensson, 5.12.2009 kl. 20:51
það er ekkert mál að hafna æseif, síðan setjum við bara gaffalbita-og skinnaiðnaðinn í gang og ökum næstu árin á vöruskipta-lödum , á russabensíni o.s.frv. það gekk bara bærilega hér í denn og er ekki kvíðvænleg framtíð þeim sem tóku ekki þátt í þessu helvítis góðæri, sem var víst bara tekið að láni, m.a. hjá bretum og hollendingum gegn um þá tæru snilld, æseif.......
kv, geir.
Geir Guðjónsson, 5.12.2009 kl. 22:33
Við munum alltaf koma til með að selja fiskinn okkar til UK, nema að Bretinn hætti að borða fisk :)
Mér var boðið í þennan hóp á facebook og það kom mér á óvart hversu margir eru í þessum hóp sem ekki vilja ríkisábyrgð á Icesave, án fyrirvara. Ég held að þetta fólk sé þarna fyrir forvitnisakir og eins eru margir að ,,pönkast" upp á málefnið.
mbk HH
Halldóra Hjaltadóttir, 5.12.2009 kl. 23:37
Sæll ,Haraldur eg hef verið að velta fyrir mer í fjöl mörk ár, innheimtulögfræðinga sem ganga það hart fram að fólki að það fremur sjálfsmorð, finnst ykkur það réttlát að þessir menn gangi þétta langt. þessir menn eru siðlausir morðingjar sem fela sig bak við lög. mer finnst að ætti að birta nöfn þessa lögmanna sem ganga þetta langt. er ekki hægt að auglýsa eftir fólki sem hefur mist sína nánustu eða vini. og nafngreina þessa morðinga eg hef oft hugsað hvort eg ætti ekki að fara og hitta þennan lögmann ( morðinga ) og ganga í skrokk á hönum, eða birta nafn hans og húsnæði í vinnu og heima á netinu og ath hvað margir hafa lent í honum, kanski er þetta skrímsli lög legur fjölda mörðingi. ef enginn þorir að tala um þetta munu fleiri gefast upp, og lög legir morðingar geta haldið gleðileg jól.
kv einn sem hefur mist bróðir sinn vegna innheimtu lögmans fyrir 14 árum, og heyrt nokkrar svipaðar sögur síðan.
Sverrir Sverrisson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 00:19
Sæll Haraldur.Ég er samþykkur því,að það á ekki láta erlendar ríkisstjórnir komast upp með það,að þeir breytt lögum ,sem hafa verið sett á Alþingi.
Þá er einfaldlega verið að gefa fordæmi á því,að hver sem er geta farið fram á breytingu á nýsettum lögum í tíma og ótíma.Hver verður þá skoðun okkar og virðing fyrir hinu háa Alþingi.Ég held að fólk myndi álita að hér væri hringleikjahús,þar sem trúðar leiki aðalhlutverkið.
Ingvi Rúnar Einarsson, 6.12.2009 kl. 01:30
Michael Hudson sagði að þetta yrði aðferð lánadrottnanna. Þeir myndu þrýsta á okkur að semja um greiðslufyrirkomulagið áður en það hefði runnið upp fyrir okkur að við gætum ekki borgað. Sjá hér á mínútu 4:43
Með öðrum orðum íslensk stjórnvöld hljóta að vera uppáhaldsapakettirnir þeirra... og svo þeir sem vilja fyrst og fremst gefast upp án réttlátrar baráttu!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.12.2009 kl. 02:43
Þetta Iceseivaða Evrupakk eru letingjar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2009 kl. 07:18
"Bara af því að við nenntum þessu ekki lengur!"
Leti hefur hvað eftir annað dúkkað upp varðandi Icesave.....
Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 12:14
Það er eins og við verðum að sætta okkur við það, að hyskni og letiallt of margra landsmanna verði sennilega stórir áhrifaþættir þess, að Icesave-rangindin verði samþykkt yfir þessa vesalings þjóð, – til viðbótar við pólitíska ófyrirleitni, tækifærissinnuð svik, þrælslega auðsveipni þingmanna og meðvirkni með glæpnum!
Jón Valur Jensson, 6.12.2009 kl. 13:57
Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.
Það var komið inn á IceSave í Silfrinu í dag. Þar, eins og víðar í umræðunni, var talað eins og frumvarpið sem nú er til afgreiðslu í þinginu snérist um að samþykkja eða hafna IceSava. Það er bara alls ekki rétt.
Alþingi er búið að setja lög um ríkisábyrgð vegna IceSave.
Nýja frumvarpið snýst og eitt og aðeins eitt: Að lækka þær varnir sem settar voru í lögin í sumar. Ekkert annað. Þetta er gert af því að einhver Breti andvarpaði. Varnirnar áttu að koma í veg fyrir að kalla ísöld yfir þjóðina. Ef eitthvað, þá ætti að styrkja þær frekar en að veikja.
Haraldur Hansson, 6.12.2009 kl. 14:10
Þetta er að mörgu leyti rétt hjá þér, Haraldur, en þó ekki !
Baráttan gegn þessum Icesave-samningum alfarið heldur áfram.
Rökin fyrir því, að við eigum ekki að borga (þ.e. að við berum enga lagaskyldu til þess, heldur eigum einmitt stoð í lögum fyrir því að gera það ekki) eru augljósari fleira fólki nú en í sumar – einnig fleiri þingmönnum en í sumar!
Þar að auki hafa bætzt við enn fleiri rök, sem m.a. gera fyrirvarana ekki næga sem slíka, ef menn tækju þá stefnu, að þeir ætli að borga þrátt fyrir framangreint. Þar á ég ekki sízt við upplýsingar dr. Daniels Gros (hollenzks hagfræðings sem á sæti í bankaráði Seðlabanka Íslands) um, að Bretar brjóta á okkur og jafnræðisreglu Evrópska efnahagssvæðisins með því að krefja okkur um 5,55% vexti, meðan sama ríkisstjórn Breta krefur sinn eigin tryggingasjóð innistæðueigenda um einungis 1,5% vexti og býður honum m.a.s. að hafa "þak" á vaxtaupphæðinni sem jafngilda mundi því (flutt yfir á íslenzkan veruleika), að okkar tryggingasjóður (og ríkið, vegna frekju breta og hollendinga og bleyðiskapar vinstristjórnarinnar) mundi borga að hámarki 920 milljónir króna árlega í vexti (í stað um 40-falt hærri fyrirhugaðrar vaxtagreiðslu Ísgríms árlega!). Sjá nánar HÉR: Það skeikar hundruðum milljarða í Icesave-vaxtaútreikningum fjármálaráðherrans! og HÉR: Enn um Icesave-vexti: Í yfirgangi sínum brjóta Bretar lög um jafnræði í EES: snuða okkur um (185 til) 270 milljarða fyrstu sjö árin!
Hitt er rétt hjá þér, Haraldur, að Icesave-sinnar geta ekki borið fyrir sig þá afsökun, að einungis sé um tvo valkosti að ræða fyrir þá. Þeir hafa a.m.k. um alla eftirfarandi siðferðislega valkosti að velja:
1. Að kjósa Icesave2-frumvarpið óbreytt (eins og umboðslausi efnahags- og viðskiptaráðherrann er áfjáður í að gera!) – leið Ísgríms og Jóhönnu.
2. Að hætta við allt saman og lýsa því yfir, að þar sem Bretar og Hollendingar hafi ekki tekið tilboðinu, sem fólst í ágúst-lögunum um Icesave, þá séu þau felld úr gildi. – Þetta er mín leið og margra annarra princípmanna (sbr. og nr. 5).
3. Að benda Bretum og Hollendingum á, að þeirra bezta, færa leið í þessu máli sé að grípa fegins hendi nefnd ágústlög með því að samþykkja formlega og þegar í stað alla fyrirvara þeirra, eins og sérstaklega er gert að skilyrði fyrir því, að fjármálaráðherra okkar megi gefa út ríkisábyrgð með greiðsluskyldu tryggingasjóðsins (TIF).
4. Að krefjast nýrra samninga, þar sem m.a. yrði tekið fullt tillit til ábendinga dr. Daniels Gros, sem og að tryggð yrði fullkomin málssóknarleið fyrir okkur til að fá það viðurkennt, að við berum enga gjaldskyldu fyrir Björgólfa-bankann og TIF, og að sú dómsniðurstaða óvilhalls dómstóls (ekki á vegum Breta né Evrópubandalagsins) verði virt út í æsar.
5. Fjendur okkar geta lögsótt okkur, en þá verða þeir að gera það hér í Reykjavík.
6. Fleiri málamiðlunarleiðir en fyrrtaldar eru eflaust mögulegar í málinu, enda fjölmörg atriði í Icesave-samningunum (bæði í vor og haust) sem eru svo vanvirðandi, að fella verður þau niður. Búast má við ýmsum afbrigðum af slíkum málamiðlunum með breytingatillögum við frumvarpið, sem afgreiddar verði í 3. umræðu, jafnvel strax í lok 2. umræðu.
En umfram allt ber að hafna öllu því, sem svívirðir íslenzka þjóð, stjórnskipun okkar og dómsvald.
Jón Valur Jensson, 6.12.2009 kl. 17:48
Jón Valur er hér með marga góða punkta. Varðandi þessa 3000 villuráfandi sauði er fátt eitt hægt að segja annað en ´þvílíkir kjánar. Blekkingarleikur Steingríms J. og Jóhönnu er fáránlega barnalegur en því miður stór-hættulegur og sennilega bannvænn fyrir Lýðveldið Ísland. 29000 manns hafa skrifað undir áskorun til Forseta Samfylkingarinnar á Bessastöðum um að synja Icesave nauðungarlögunum. Forsetinn mun án efa sanna sitt skítlega eðli og undirrita lögin enda er hann ekki og hefur aldrei verið Forseti Íslensku þjóðarinnar.
Guðfaðir útrásarinnar mun reka síðasta naglann í líkkistu hins frjálsa Íslands.
Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 19:43
Þakka ykkur þessar viðbætur.
Eins og ég nefni í fyrri athugasemd þá ætti að styrkja varnir Íslands við IceSave, ef menn á annað borð ætla að föndra við lögin frá því í sumar.
Ég ætlaði upphaflega að nefna helstu valkosti (aðra en að gefast upp) en JVJ hefur gert það prýðilega. Kostur 1 á að vera útilokaður og verður að stöðva. Kostur 2 gæti reynst brothættur en blanda af 3 og 4 yrði ásættanlegt.
Sammála Þóri í að blekkingaleikurinn er hættulegur en leyfi forsetanum að njóta vafans, í bili. Nú eru komnar yfir 30 þúsund undirskriftir manna sem hafna uppgjöfinni, svo vonandi miðar í rétta átt.
Haraldur Hansson, 7.12.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.