1.7.2009 | 12:57
Það sem er svo gott við IceSave
Það er eitt gott við IceSave samninginn:
Fólk hefur 7 ár til að koma sér úr landi.
Því miður er þetta ekki raunhæfur kostur fyrir alla Íslendinga, heldur aðallega ungt fólk með praktíska menntun. Fyrir þá sem heima sitja verður ástandið svart, IceSave mun leggja íslenskt samfélag á hliðina, sama hvernig ráðherrar reyna að reikna sig framhjá því.
Þjóð með takmarkaðar gjaldeyristekjur (sjá vísbendingu hér) getur ekki staðið undir greiðslubyrði upp á 60-70 milljarða á ári (sjá hér og hér), allt í beinhörðum gjaldeyri. Þá eiga önnur lán eftir að bætast við, þetta er bara IceSave.
Þetta er dæmi sem aldrei getur gengið upp. Það er alveg útilokað. Hvað eru menn að fela? Fyrir hverjum? Jóhanna sagði í gær "að öll gögn, sem kostur er, verði opinber í þessu máli". Hvers vegna ekki öll gögn?
Einhverjir hafa talað um að setja þak á greiðslubyrði við 1% eða 2% af landsframleiðslu. Sú stærð er ekki rétt viðmið. Frekar ætti að miða þak við gjaldeyristekjur af útflutningi. Öll þessi lán þarf að endurgreiða í gjaldeyri.
Skilmálar sambærilegir við það sem tíðkast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þú gefir þessu of langan frest.
Eftir 7 ár tekur engin þjóð við íslendingum.
Eftir 7 ár er ekki hægt að fá gjaldeyri fyrir íslenskar krónur
Eftir 7 ár verður ekki hægt að selja fasteignir
Eftir 7 ár verður of seint að hugsa um að flýja land.
Ég ætla a.m.k. að byrja að pakka sama dag, ef alþingi samþykkir uppgjöfina
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 13:31
Held að Sigurður hafi rétt fyrir sér, þeir sem sleppa ekki úr landi á þessu ári eru í síðum saur.
Við getum huggað okkur við það að skjaldborg ríkisstjórnanna um heimili þeirra stjórnenda sem ákváðu að taka á sig ,,áhættuna" sem fylgir hlutabréfakaupum felst m.a. í því að flytja þessa ,,áhættu" yfir á almenning, sem á tapa fyrir hönd þessa hóps, sá hópur á því mun auðveldara með að flytja.
Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 13:47
Sigurður #1
Ég vona að ferðatöskur verði þá ekki uppseldar í landinu.
Við megum svo sem ekki missa "cool'ið"...leikurinn er ekki tapaðaur...einbeitum okkur að því að sennda pósta á þingmenn allra flokka með hvatningum um að fella Icesave samningin.
Þó bretar hafi verið frekir í samningagerðinni látum við ekki þar við sitja, við skulum bara semja upp á nýtt...þ.e. ef bretar sækja eftir því, ef þeit vilja ekki samja að nýju, þá er það líka niðurstaða. Höldum haus !
Haraldur Baldursson, 1.7.2009 kl. 14:09
Maður þarf kannski að fara að hugsa sér til hreyfings ef Alþingi fellir samninginn. Það er þó enn þá von ef hann verður samþykktur. Við sjáum hvernig fór fyrir Argentínu þegar þeir ákváðu að borga ekki, í byrjun árs 2002. Eftir tvö ár voru þeir búnir að gefast upp og komu skríðandi til alþjóðasamfélagsins og hófu að semja um skuldirnar árið 2004. Og nota bene skuldirnar hurfu ekki eins og sumir þingmenn framsóknar virðast halda að gerist ef við neitum að borga.
Kristinn (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 14:48
Eftir 7 ár verður ekki hægt að fá kaffi og sykur nema að sérpanta það frá útlöndum. Eða fara í sérstakar auðkýfingabúðir sem Bjarni Ármanns og fleiri hafa komið á laggirnar þegar þeir hafa snúið til baka og keypt upp fyrirtækin á brunaútsölum.
Þeir koma þá til með að halda því fram að þeir séu að bjarga Íslandi og Jóhanna og Steingrímur Joð verða sammála þeim.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.7.2009 kl. 15:23
Ps. styjast við lögfræðiálit til þess að sanna mál sitt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.7.2009 kl. 15:24
Ósköp virðist lítið hafa breyst frá því að gráðugir Landsbankamenn sáu sér færi á að veðsetja íslensku þjóðina með Icesave trikkinu. Núna vaða menn uppi og tala um að fara úr landi og skilja þá veikustu eftir til að taka við veðsetningunni. Sama þrönga sjálfsverndarsjónarmiðið og hjá Landsbankamönnunum.
Er ekki nær að staksetja brjóstmyndir af þeim sem hlaupast á brott og skilja skuldirnar eftir hjá öryrkjum og gamalmennum?
Jóhannes Þorsteinsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 16:38
Takk öll fyrir innlitið og athugsemdirnar.
Þetta með 7 árin var aðeins vísun í "skjóltímann" sem ráðherrum er svo tíðrætt um að við fáum með IceSave samningnum.
Sigurður #1: Eftir 7 ár mun hvaða þjóð sem er "taka við" hæfum flugmönnum, læknum, verkfræðingum o.s.frv., jafnvel þó þeir hafi íslenskt vegabréf.
Að öðru leyti get ég tekið undir með öllum hér að ofan .... nema kannski einum:
Haraldur Hansson, 1.7.2009 kl. 16:46
Kristinn: Það að hafna ríkisábyrgð á þeim samningi sem nú liggur fyrir er ekki það sama og að neita að borga. Sjá síðustu færslu.
Það er aðeins krafa um að farið verði að lögum, að réttaróvissu verði eytt, að gætt verði sanngirni og að tekið sé tillit til greiðslugetu þjóðarinnar. Það er tilgangslaust að semja um eitthvað sem ekki er hægt að standa við nema með því að færa óbærilegar fórnir og setja samfélagið á hliðina.
Haraldur Hansson, 1.7.2009 kl. 16:49
Góður
Dúa, 1.7.2009 kl. 17:32
Jóhannes Þorsteinsson
Frakkar hafa lýst því yfir að innistæðutryggingasjóðurinn þar í landi njóti EKKI ríkisábyrgðar.
En útiloka svosem ekki að þeir kunni að styðja hann, ef á það reynir.
En það er ekki sjálfgefið.
Það er fjarstæða að ætla að innistæðutryggingakerfið geti einhverntíman dekkað alla reikninga, í öllum bönkum í heilu landi.
bretar létu sér aldrei detta í hug, ef allir þeirra bankar færu á hausinn í einu að bæta allar inneignir með skattfé almennings.
Enda ekki hægt, algerlega ógerlegt.
Og það er nákvæmlega sama sagan hér, það er ekki hægt að borga þetta.
Ég á aðeins eitt líf, og börnin mín eru að byrja sitt.
Ég ætla ekki að eyða restinni af mínu lífi í sárafátækt í að reyna að borga eitthvað sem er ekki hægt að borga, og mér dettur svo sannarlega ekki í hug að bjóða börnunum mínum upp á það.
Ég hef talað gegn þessu við alla sem ég þekki frá því í haust.
Ég hef gert allt sem ég get til að koma í veg fyrir þetta.
Það eina sem er eftir, er að grípa til ofbeldis, eða vopnaðrar uppreisnar eins og sumir leggja til.
Það dytti mér aldrei í hug.
Ég yfirgef skerið, bæði fyrir mig, og börnin mín.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 17:32
Icesave. Iceslave. Nú snýst allt um þetta óheillamál. Ein spurning: Hve mikið af þessum Icesave peningum fór beinlínis í umferð hér innanlands? Hve há prósenta af þessu gríðarlega fjármagni er bundin í íslenskum húsum, bílum, fyrirtækjum og ýmsu öðru? Ef einhver getur uppfrætt bloggara um það væri sú vitneskja vel þegin.
Björn Birgisson, 1.7.2009 kl. 20:05
Miðað við nýjustu fréttir (nýjar fyrir mig) að Frakkar ætli ekki að ríkistryggja sína innistæðutryggingasjóði.... hvers vegna í and*$%& eigum við að sætta okkur við þetta ?
Haraldur Baldursson, 1.7.2009 kl. 20:10
Í gamla sovétt t.d. Búlgaríu hétu búðirnar "Dollarabúðir" en hér á Íslandi koma þær til með að heita "Evrubúðir" og þá verður gaman að búa á Íslandi með vita ónýta krónu.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:42
Viðbót við innleggið mitt (nr 2)
Svo fólk átti sig á skjaldborginni.
Ríkið er að spara og hækka skatta fyrir um 40 milljarða á ári. Það má segja að fyrstu 2 árin fara þessar hækkanir ekki í neitt annað en að greiða lánin sem stjórnendur KB og Glitnis fengu að afskrifa (um 70 milljarðar) en eins og allir vita rýrir það verulega eignir bankanna og eykur þ.a.l. við skuld ríkisins. (veit ekki töluna frá LÍ).
Gleður það ekki hjörtu manna að fólkið sem tók þessi lán skuli enn geta keyrt um að fallegum BMW bílunum sínum, búið áfram í fallegu einbýlishúsunum sínum, farið í kampavínsferðir til norður afríku á milli þess sem það eyðir helgunum í fallegu sumarbústöðunum sínum. Það er enn í vinnu, sumir á alþingi meira að segja.
Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:56
Rétt Árni (bloggfélagi minn)- þetta Landsbankalið var allt "innmúrað inn í FL-okkinn" - þetta var RÉTTA liðið - liðið sem fær allt upp í hendurnar, kvóta & banka og svo þegar þessir óreiðumenn (RÁNFUGLINN) fer ILLA með FRELSIÐ þá "kannast þessir siðblindu karakterar ekki við eitt eða neytt!" Stjórn og eigendum Landsbankans urðu ekki á TÆKNILEG mistök eins og félagi Árni J - heldur var þetta allt gert VÍSVITANDI og ekki líður sá dagur að ég "bölvi þeim & spiltum íslenskum stjórnmálamönnum okkar NORÐUR & NIÐUR" - þetta lið verður að draga ALLT fyrir DÓM - innmúraðir SJÁLFSTÆÐISMENN frömdu LANDRÁÐ og fengu FRÍTT spil frá "ekki meir Geir & Sollu stirðu" - sköm alls þessa liðs er & verður ÆVARNDI - skítapakk með skítlegt eðli.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 2.7.2009 kl. 02:11
Furðulegt að fólk sé enn í skotgröfum pólitískra flokka löngu eftir að öllu husandi fólki varð ljóst að ALLIR flokkar vinna nánast fyrir SAMA ÞRÖNGA hópinn, gegn almennum mannréttindum, gegn lögum, gegn réttlæti og gegn heimilunum í landinu.
Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 03:29
Dæmi Jóns Jósefs um fólkið með afskrifuðu lánin (milljónirnar/milljarðana) sem enn ekur um í fallegu bílunum etc. og skattgreiðendur borga fyrir, er sturlandi. Við getum ekki borgað okurskatta og skuldir fyrir svikara og þjófa. Geta yfirvöld ekki fellt ákvörðun banka um að fella niður ábyrgðir með neyðarlögum? Fyrir almannaheill? Þeir gátu sett neyðarlög í október. Við getum heldur ekkert borgað Icesave fyrir óreiðumenn og svikara. Og það er alveg eðlilegt að fólk fari burt úr svona skatta- og svika-landi og engin svik við hina sem ekki fara. Fólk kýs hvar það býr. Það er líka viss neitun fólgin í fólksflutningum.
Elle_, 2.7.2009 kl. 10:17
Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.
Sigurður #1 upplýsir um afstöðu Frakka til innistæðutrygginga og ég tek undir skoðun/undrun nafna míns Haraldar Baldurssonar: Hvers vegna við?
Björn spyr: Hve mikið af þessum IceSave peningum fór beinlínis í umferð hér innanlands? Þetta er góð spurning sem vert væri að leita svara við. Talsverðir fjármunir hljóta að hafa farið í að kaupa upp Köben og Oxford Steet og annað föndur. En svarið veit ég ekki.
Haraldur Hansson, 2.7.2009 kl. 12:55
Jón Jósef: Tvö góð innlegg til viðbótar. Þetta með skotgrafirnar er auðvitað bara sorglegt. Upplýsingarnar í fyrri athugasemdinni er nokkuð sem mætti koma oftar fram. Ég er jafn fúll og hissa og EE elle yfir þeim.
Kjartan Brjánn: Mér sýnist þú hafa hlustað aðeins of mikið á Þórólf Matthíasson. Eigum við ekki að ganga út frá því að siðmenntuð, vestræn, réttarríki leiti réttlætis en ekki hefndar?
Jakob Þór ræðir málin við Árna, sem er ekki hér. En innleggið fullgilt samt.
Haraldur Hansson, 2.7.2009 kl. 13:03
Sæll Haraldur Hansson og takk fyrir gott blogg. Ég ætla að svara Sigurði #1 hér að ofan, enda fell ég sjálfur undir það að vera ungur, með ákjósanlega menntun (MS í tölfræði og vélaverkfræði) og lítt skuldsettur. Ég er allur á varðbergi varðandi framtíðina. Óvissan er verst.
Eftir 7 ár tekur engin þjóð við íslendingum. Rangt. Á vinnumarkaði er hæfasti maðurinn (kk/kvk) ráðinn. Sé hann Íslendingur þá er jafnvel líklegra að hann sýni vinnuveitenda sínum "húsbóndafestu" þar sem hann á erfiðara með að finna sér nýtt starf. Ef landið er gjaldþrota er þar að auki útilokað að starfsmaður snúi heim. Þess vegna taka vinnuveitendur jafnvel frekar við íslendingum en mörgum öðrum.
Eftir 7 ár er ekki hægt að fá gjaldeyri fyrir íslenskar krónur Ekki alveg rétt, en samt ekki eins rangt og fyrri fullyrðing. Hér áður fyrr var skammtakerfi í gjaldeyrisviðskiptum landans... menn fengu uppáskrifað hjá ríki upp á einhvern ákveðinn skammt sem dugði fyrir ferðalagi. Allir sem vildu meira fóru á svartan markað og keyptu USD, DKK eða þýsk mörk. Þannig yrði þetta væntanlega áfram; útflytjendur fá alltaf gjaldeyri og þurfa að greiða laun í ISK.
Eftir 7 ár verður ekki hægt að selja fasteignir Víst. Það verður bara að dúndra verðinu niður á "eðlileg level". Íslenskar fasteignir hækkuðu gríðarlega í alþjóðlegum samanburði á árunum 1995-2008, sú hækkun gengur bara of hægt/treglega til baka (m.a. vegna laga/inngripa stjórnvalda). Því hraðar sem þetta gengi til baka, því betra fyrir alla.... en verið er að vonast til þess að menn missi ekki vonina. Flestar nágrannaþjóðir hafa lent í fasteignakreppu, en ekki við. Við tökum allar kreppur á sama tíma, lausafjár-, banka-, fasteigna-... neim it.
Eftir 7 ár verður of seint að hugsa um að flýja land. Rangt, sjá að ofan.
Ég ætla a.m.k. að byrja að pakka sama dag, ef alþingi samþykkir uppgjöfina Þú ert verulega taugaveiklaður og ég vona að þú semjir ekki af þér í einhverju bríaríinu.
Að lokum þá held ég að við séum bara á undan öðrum þjóðum í allsherjar naflaskoðun. Bretland, Bandaríkin, Ítalía þurfa að gera eitthvað róttækt fyrir framtíðina.... (auk þekktari dæma; Úkraína, Lettland, Ungverjaland.).
Höfundur ókunnur, 12.7.2009 kl. 00:19
Aftur viðbót við Sigurð #1
bretar létu sér aldrei detta í hug, ef allir þeirra bankar færu á hausinn í einu að bæta allar inneignir með skattfé almennings. Rétt, enda er þetta veikleikinn við að hafa London sem evrópska miðstöð fjármála. Líklega verður Frankfurt fyrir valinu.
Enda ekki hægt, algerlega ógerlegt. En hverjar eru líkur á þessu? Þetta var gert við Northern Rock ef ég man rétt og RBS er að koma undir fald ríkisins.
Stærsti munur á öðrum löndum og Íslandi er að í öðrum löndum starfar fjármálaeftirlit. Ekki klappstýrulið örfárra yfirskuldsettra bankamanna. Eftirlit.
Að lokum þá væri fróðlegt að heyra hvert þú ætlar að fara....því miður sýnist mér sem þetta Icesave rusl verði samþykkt.
Höfundur ókunnur, 12.7.2009 kl. 00:26
Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar Höfundur ókunnur.
Ég skildi fyrri færslu Sigurðar #1 þannig að hann væri aðeins að færa í stílinn. Þannig held ég að þegar hann segir "ekki hægt að selja fasteignir" þýði það ekki að það seljist bókstaflega ekkert, heldur að það fáist lítið fyrir eignir í samanburði við markaðsverð síðustu ára. Það rímar við svar þitt svo kannski eru þið nokkuð sammála um suma punktana.
Haraldur Hansson, 13.7.2009 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.