10.6.2009 | 19:07
Gullverðlaun fyrir kreppuklám!
Þessi frétt er víst ekki í gríni. Evrópusamtökin hafa útnefnt "Evrópumann ársins fyrir árið 2009". Sá sem hlaut gullverðlaunin vann það afrek á árinu að setja nýtt og glæsilegt Íslandsmet í kreppuklámi. Margir fjölmiðlar gleyptu við krassandi greininni, sem var ætlað að hvetja menn til að styðja málstað þeirra sem vilja gera Ísland að hluta af Evrópuríkinu.
Hér er smá færsla frá því í apríl, um Íslandsmetið góða.
![]() |
Benedikt útnefndur Evrópumaður ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 12:42
"Völd litlu ríkjanna fara minnkandi"
Ef marka má viðtengda frétt lítur SVÞ á Evrópusambandið sem gjaldmiðil. Það er í takt við margtuggin slagorð Evrópusinna. Framsal á löggjafarvaldi í fjölmörgum málaflokkum er aukaatriði. Varanleg breyting á forræði yfir eigin velferð, sem komandi kynslóðir þurfa að búa við. Bara að fá evruna (þessa sömu og er að sliga Íraland, Grikkland, Spán o.s.frv.).
Fyrirsögnin bloggfærslunnar er fengin úr blaðaauglýsingu Heimssýnar, sem er hreyfing fólks sem er andvígt því að Íslendingar gefist upp á að stjórna eigin málum og framselji þau völd til Brussel.
Því miður er fullyrðingin rétt.
Ef gluggað er í síðustu fjóra sáttmálana sem varða réttargrunn ESB, kemur í ljós að þeir eiga eitt sameiginlegt. Þetta eru Einingarlögin (1986), Maastricht sáttmálinn (1992), Amsterdam sáttmálinn (1999) og Nice sáttmálinn (2002). Í þeim öllum er fjölgað þeim ákvörðunum þar sem ekki er krafist einróma samþykkis en hægt að afgreiða með auknum meirihluta í staðinn.
Þessar breytingar eru fámennum aðildarríkjum ekki í hag.
Með Lissbon samningnum, sem fljótlega verður lögtekinn (gegn lýðræðisreglum sambandsins) heldur þessi þróun áfram. Þá verða afnumin veto-ákvæði í 54 málaflokkum. Auk þess verður reglum um atkvæðavægi breytt þannig að íbúafjöldi vegur þar þyngra en hingað til. Þær breytingar koma til framkvæmda á næsta kjörtímabili.
Með auknum pólitískum samruna, sem breytir Evrópusambandinu í Evrópuríkið, munu fjölmennu einingarnar verða alls ráðandi. Þýskaland verður í þungavigt, Bretland, Ítalía og Frakkland í millivigt, en Spánn og Pólland í veltivigt. Flest hin ríkin verða í fjaðurvigt, nema þau allra smæstu, þau lenda í mýfluguvigt. Ísland myndi lenda þar ef landið villist inn í Evrópuríkið, en vigt þess mælist nú 0,064%.
![]() |
SVÞ vilja aðildarumsókn að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 08:52
"Bretar frömdu glæp"
Bretar frömdu glæp þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Til þess að koma í veg fyrir að þeir þyrftu að svara til saka fyrir þennan glæp og hugsanlega borga fyrir hann með hárri skaðabótagreiðslu, þá tóku þeir höndum saman við nokkra aðila og neyddu Ísland að samningaborðinu. Þetta tókst með því að koma í veg fyrir allar fyrirgreiðslur til landsins. Bretar, Hollendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og líklega yfirstjórn Evrópusambandsins stilltu landinu þannig upp við vegg.
Þannig hefst grein eftir Jóhannes Björn sem hann birti á vef sínum í gær. Síðar segir hann m.a.:
Við eðlilegar aðstæður hefðu íslenskir skattgreiðendur farið í mál við Breta ... en það var mjög mikilvægt fyrir Evrópusambandið að ekki yrði látið reyna á lögin með þessum hætti. Hugsanlegur sigur Íslands hefði þýtt töluverða röskun á evrópskri bankastarfsemi.
Það er athyglisvert fyrir okkur Íslendinga að Evrópusambandið er þátttakandi í glæpnum, sé mat Jóhannesar rétt. Það eru ekki síst hagsmunir þess sem valda því að þjóð sem var komin á hnén var kúguð með þessum hætti.
Líkurnar á alvarlegum andmælum eða aðgerðum að hálfu Íslands eru hverfandi á meðan Samfylkingin er í stjórn, enda er það hennar helst markmið að leggja niður Ísland í núverandi mynd og gera það að hluta af Evrópuríkinu; ríkinu sem Evrópusambandið er nú með í smíðum og verður tilbúið á næsta ári.
![]() |
Vaxtakjör Icesave-samkomulags misskilin" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |