Bannað að gagnrýna ESB

Þessi upptaka er með hreinum ólíkindum.

Hún er frá Evrópuþinginu í Strasbourg í gær, miðvikudaginn 25. nóvember. Og þar sem tengslin milli IceSave og ESB verða ljósari með hverjum deginum (hér) ættu menn að velta fyrir sér orðum Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag með hliðsjón af þessari ræðu.

Ræða Farage er um 5 mínútur og mjög áhugaverð, hann ræðir m.a. um "kjör" tveggja lítt þekktra einstaklinga í stór embætti hjá Evrópuríkinu. Viðbrögð forseta þingsins og orðaskipti þeirra tveggja sem á eftir fylgja eru athyglisverð og aðfinnslur forseta vægast sagt sérstakar.

 

Farage uppskar ávítur fyrir ræðuna. Rifjuðu menn upp mál sem rekið var fyrir European Court Of Justice (C 274/99) af því tilefni, en samkvæmt úrskurði telst það vera móðgandi og ósæmileg hegðun að gagnrýn Evrópusambandið. Já, það er bannað að gagnrýna ESB!

Það er alveg klárt að Samfylkingin er ekki að hugsa um IceSave (hér) heldur að komast inn í Evrópuríkið. Ríkið sem vill banna gagnrýni, sniðganga lýðræðið og afnema atkvæðisrétt fámennustu aðildarhéraðanna (hér).

 


mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband