Færsluflokkur: Evrópumál
26.10.2010 | 01:07
Írland verður að losna við evruna
Það líklega aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta jaðarríki evrusvæðisins reynir í alvöru að losna úr handjárnum evrunnar. Írland gæti riðið á vaðið. Í grein í Irish Independent á sunnudaginn er fjallað um stöðu Írlands og þá erfiðu kosti sem standa til boða.
Í fréttum RÚV um helgina var löng og ítarleg frétt um ástandið á Írlandi, sem fer hratt versnandi og er orðið talsvert verra en hér á landi. Irish Independent bendir á þann mikla ókost að hafa ekki eigin mynt sem lagar sig að breyttum aðstæðum írska hagkerfisins. Síðan segir:
Unfortunately our membership of the euro deprives us of this safety valve. Instead, we are condemned to a decade or more of deflation and depression. While this might win us kudos in Brussels and Frankfurt, Irish voters are likely to prove less tolerant.
Verðhjöðnun og kreppa í meira en áratug er það sem blasir við. En það yrði hvorki auðvelt né ódýrt fyrir Íra að taka aftur upp írska pundið, langt frá því. En það er samt nokkuð örugglega "minnst vondi" kosturinn sem í boði er.
Greinina má lesa hér.
Hér fór bankakerfið á hausinn, á Írlandi fengu skattgreiðendur bankana í hausinn. Hér skall á kreppa á nokkrum dögum, þar var hún einhver misseri að gerjast. Hér eru góðir möguleikar á að komst út úr kreppunni, en á Írlandi ekki.
Samfylkingin vill bjóða Íslendingum írsk/evrópskt ástand til frambúðar.
24.10.2010 | 13:16
Álfheiður, Styrmir og áróðurstæknin
Það er þekkt aðferð úr áróðursfræðum að nota "merkimiða" til að gera málstað andstæðingsins fráhrindandi. Þetta er gjarnan notað þegar menn geta ekki með góðu móti fært rök fyrir sínum eigin skoðunum og er merki um málefnafátækt, slæma samvisku eða vondan málstað. Stundum allt í senn.
Álfheiður Ingadóttir notar einmitt "merkimiða" í ESB málinu, þegar hún segir að ekki megi láta Björn Bjarnason og Styrmi Gunnarsson stjórna umræðunni. Þar velur hún tvö nöfn sem ekki njóta fylgis innan raða VG og gerir þá að tákni fyrir mál þeirra flokksmanna VG sem eru á annarri skoðun en hún sjálf.
Með þessari aðferð beinir hún athyglinni frá því að það var Vinstrihreyfingin grænt framboð sem samdi sína eigin stefnuskrá, skilgreindi sig sem andstæðing ESB-aðildar, gaf kosningaloforð, fékk stuðning vegna þeirra, sveik þau og brást kjósendum sínum illilega. Það er Birni og Styrmi óviðkomandi.
Það væri hægt að skrifa heila bók um allan þann pólitískan spuna og áróður sem notaður hefur verið í íslenskum stjórnmálum síðustu misserin. Líklega er enginn saklaus í þeim efnum. Viðbrögð Álfheiðar eru dæmi um þá stjórnmálalegu ómenningu sem Páll Skúlason lýsti í mjög góður viðtali í þættinum Návígi á RÚV.
![]() |
Fullt umboð til að halda áfram viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2010 | 01:43
"Enginn er krati nema hann kunni að betla"
Getur þú bætt hag heimilisins með því að betla styrk frá sjálfum þér? Sá galdur er einmitt hluti af þeirri "lausn" sem íslenskir kratar predika ákaft. Þeir slá ekki hendinn á móti evrum frá Brussel til að fjármagna trúboðið.
Anna Margrét Guðjónsdóttir heitir varaþingmaður krata. Síðustu vikuna áður en hún vék af þingi fyrir hinum seinheppna Björgvini G, var hún á útopnu við að dásama brusselska styrki.
Í Speglinum á RÚV mælti Anna Margrét með ylrækt á Reykjanesi, að sjálfsögðu með tómatastyrkjum frá Brussel. Nema hvað? Enginn er krati nema hann kunni að betla, eins og segir í alkunnu máltæki.
Á opnum fundi á Kaffi Sólon útskýrði hún hvað það er miklu betra að fá evrópska styrki afgreidda af 344 manna héraðanefnd ESB, heldur en íslensk framlög gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
En svo kom mótsögnin!
Á Útvarpi Sögu, í þættinum "ESB, nei eða já", upplýsti hún að framlög Íslands til Evrópusambandsins yrðu alltaf hærri en það sem við fengjum þaðan (nema kannski fyrsta kortérið). Enda er það reynsla hinna Norðurlandanna. Við borgum sem sagt "styrkina" sjálf.
Ef kostnaður okkar yrði sá sami og hinna Norðurlandanna er árgjaldið/tapið um 7.400 milljónir nettó, fyrir að fá að vera með í klúbbnum. Samt eru "styrkirnir" æðislegir, af því að við sendum peningana til útlanda fyrst.
Styrkirnir sem koma frá Brussel - en við borgum sjálf.
Áskorun á þingflokk VG
Það er aumt að afla málstaðnum fylgis með því að veifa "styrkjum" framan í kjósendur á krepputímum. Það er hins vegar reisn yfir félögum og stuðningsmönnum VG sem skora á þingflokkinn að fylgja stefnunni og láta af kosningasvikum. Stöðva aðlögunina sem kostuð er með milljarða fjáraustri frá Brussel.
Sérstaklega tek ég undir þessa setningu: "Slíkar greiðslur frá Evrópusambandinu gera að engu þær vonir að hér fari fram lýðræðisleg og hlutlæg umræða um kosti og galla aðildar." Þetta er einmitt málið. Evrurnar frá Brussel munu gera leikinn ójafnan, eins og raunin varð í Svíþjóð, skekkja umfjöllunina og skaða lýðræðislega afgreiðslu.
![]() |
Skorað á þingflokk VG að fylgja ESB-stefnu flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2010 | 17:25
ESB vill meiri spillingu (og græða á henni)
Það kemur ekki á óvart að ESB vilji taka upp "sérstakan virðisaukaskatt" sem rennur beint til Brusselvaldsins. Það er búið að vera lengi í farvatninu og líklega er þetta bara byrjunin. En hinar tekjuleiðirnar sem nefndar eru í fréttinni eru ekki síður áhugaverðar, en þær eru:
- Gjald á flugferðir
- Uppboð á losunarheimildum
Nýlega ritað Magnús Jónsson, fyrrum veðurstofustjóri, ítarlega grein þar sem hann fjallar um umhverfisskatta. Þetta er vönduð úttekt þar sem farið er yfir aðdraganda og sögu umhverfisskatta, stöðu og horfur.
Þar er meðal annars greint frá því kerfi sem tekið var upp í ESB árið 2005. Það er svokallað ETS kerfi (Emission Trading Scheme), sem byggist á því að úthluta losunarheimildum á koltvísýringi til fyrirtækja, án endurgjalds, sem síðan geta verslað með þessar heimildir sín á milli óháð landamærum. Síðan segir:
Í desember sl. kom út skýrsla frá EUROPOL, Glæpa- rannsóknastofnun Evrópu, sem dregur upp dökka mynd af ETS-kerfinu í ESB eftir fjögurra ára reynslu af því. Þar er því haldið fram að 90% af öllum viðskiptum með losunarheimildir fari fram á forsendum skattsvika sem nemi um 1.000 milljörðum ÍSK á ári. Kerfið virki eins og segull á stórfelld virðisaukaskattsvik og sé draumakerfi fyrir peningaþvætti. Loks er því haldið fram að það dragi ekki úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Að óbreyttu sé þetta kerfi því paradís fjársvikara og sé fyrst og fremst gróðatækifæri fyrir mestu mengunarfyrirtækin og fyrir verðbréfasala og fjárfesta. Þetta er skuggaleg lýsing á kerfi sem ESB hefur talið að gæti orðið fyrirmynd fyrir allan heiminn í baráttunni við hlýnun jarðar.
Feitletranir eru mínar. Greinina í heild má sjá hér, á bls. 14-17.
Samkvæmt viðtengdri frétt er það hugmynd ESB að afla tekna með uppboði á losunarheimildum, sem áður var úthlutað án endurgjalds. Stefnan er sett á að festa í sessi það kerfi sem Glæparannsóknarstofnun Evrópu hefur gefið húrrandi falleinkunn.
Eina breytingin er að nú vill Brussel græða á kerfinu líka, sem er í raun bara enn meiri spilling. Brusselskur spillingarauki í fallegum umbúðum.
![]() |
Tillögur um evrópskan virðisaukaskatt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2010 | 16:29
Dásamlega Joly
Eva Joly var himnasending. Hún gefur rannsóknum á meintum fjársvikamálum bankamanna trúverðugleika, enda virtur sérfræðingur á því sviði, sama hvað Ingvi Hrafn segir. Svo hefur hún verið góður talsmaður íslenskra hagsmuna í deilunni um Icesave.
Nú er hún hætt sem ráðgjafi sérstaks saksóknara og er þá frjálsari með að tjá sig um önnur mál en hún var ráðin til, ef hún kýs svo. Daginn sem hún hætti hjá Sérstökum talaði hún á blaðamannafundi með Björk um Magma málið. Rök hennar gegn sölunni virka sannfærandi.
Í Silfrinu í dag lýsti hún þeirri skoðun sinni að Ísland ætti að ganga í ESB. Rökin sem hún færði fyrir því voru hins vegar ekki sterk. Hún sagði að ef Ísland gengi í sambandið vonaði hún að Noregur fylgdi á eftir. Það er nöturlegt að heyra fólk tala um að nota Ísland sem verkfæri til að draga aðra þjóð i klúbbinn, sem þó er búin að hafna honum tvisvar.
Það voru þó villurnar í máli hennar sem voru verri. Það er rangt að Ísland taki upp allt regluverk ESB, ellefu málaflokkar eru alfarið á forræði Íslands, sem við myndum missa við inngöngu. Það er líka rangt að Ísland hafi ekkert um löggjöfina að segja. Á vettvangi EFTA og sameiginlegu EES nefndarinnar er hægt að koma að málum áður en þau verða að lögum. Auk þess verða reglugerðir ekki sjálfkrafa að lögum hér eins og í aðildarríkjum, heldur þarf lög frá Alþingi til.
Það má gagnrýna stjórnvöld, bæði norsk og íslensk, fyrir að nýta ekki þessi verkfæri sem skyldi, en þau eru til staðar.
Eva Joly er sérfærðingur á sviði efnahagsglæpa og nýtur verðskuldaðrar virðingar sem slík. En það gerir hana ekki að óskeikulum spámanni sem getur upplýst okkur um Sannleikann í öllum málum, eins og sást í Silfrinu í dag.
Að lokum tek ég undir þessa athugasemd Kolbrúnar.
![]() |
Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2010 | 08:45
Er harmónikkutónlist landbúnaður?
Getur billjard talist fullgild landbúnaðargrein? En harmónikkutónlist? Eftir margra ára vinnu er loksins hugsanlegt að skrifræðisbatteríið í Brussel geti svarað þessum spurningum í júlí á næsta ári. Það væri móðgun við snigla að segja að hlutirnir breytist á hraða snigilsins í Evrópuríkinu.
Pólverjar gerðu Brussel ljótan grikk.
Þeir lögðu fram tillögur um að breyta styrkjakerfinu í landbúnaði þannig að það verði réttlátt og sanngjarnt. Þjóðverjar og Frakkar vilja engar breytingar og hafa tryggt sér meirihlutastuðning. Það verður engu breytt.
Bændur í gömlu ríkjunum (EU15) fá styrki eftir gömlu flóknu kerfi sem tók mið af framleiðslu, en í nýju ríkjunum er miðað við stærð jarðanna. Þetta þýðir að bændur í Grikklandi geta fengið 500 í styrki á hvern hektara á meðan bændur í Eystrasaltsríkjunum fá minna en 100 á hektrarann. Þessu héldu Pólverjar að hægt væri að breyta. (Í hvoru kerfinu myndi Ísland lenda?)
Leggja þarf fram tillögur um breytingar á landbúnaðarstefnunni (CAP) í júlí á næsta ári. Þær eiga gilda fyrir tímabilið 2014-2020. Já, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þetta er dæmi um hversu óskilvirkt og svifaseint allt kerfið er. Svo halda menn á Íslandi að hægt sé að ganga í ESB og breyta sjávarútvegsstefnunni! Hún er búin að vera í endurskoðun síðan 1983 en breytist aldrei.
Billjard og harmónikkur
Þótt grunni hins spillta styrkjakerfis verði ekki breytt mun uppistand Pólverja líklega hafa tvær breytingar í för með sér. Annars vegar að sett verði 155 milljóna króna þak á styrki til einstakra bænda. Hins vegar að skilgreint verði betur hvað telst "virkur landbúnaður".
Meðal þess sem er til skoðunar er 59.585 landbúnaðarstyrkur til harmónikkufélags í Svíþjóð og 31.515 styrkur til billjardklúbbs í Danmörku. Nefndin þarf að taka afstöðu til þess, fyrir júlí 2011, hvort billjard og harmónikkutónlist teljist virkur landbúnaður. Ekki er með öllu útilokað að hún komist að niðurstöðu á tilsettum tíma. Annars verður málið tekið upp aftur þegar endurskoðun hefst fyrir árið 2021.
11.10.2010 | 01:07
Ef við hefðum bara ...
Íslenskt samfélag logar. Mótmæli eru haldin víða um land vegna mikils niðurskurðar í heilbrigðisþjónustu, en í fjárlagafrumvarpi fyrir 2011 er gert ráð fyrir niðurskurði upp á alls 30 milljarða króna.
En hvað ef skera þyrfti niður um 54,7 milljarða?
Þá fyrst myndi allt ganga af göflunum. Ástæðurnar fyrir þessari spurningu eru tvær. Annars vegar að Össur utanríkisráðherra fullyrðir að hér væri miklu betra ástand ef við værum í ESB og með evru, og hins vegar fréttir frá Írlandi, sem verða svartari með hverjum deginum. En Írar eru einmitt í draumasporum Össurar.
Í fréttum Irish Independent segir að til að koma fjárlagahalla í ásættanlegt horf fyrir árið 2014 gætu þeir þurft að skera niður um allt að 5 milljarða á árinu 2011. Annars muni ESB og AGS yfirtaka efnahagsstjórn landsins. Sé miðað við höfðatölu jafngildir það um 54,7 milljarða niðurskurði á Íslandi.
Til að bæta gráu ofan á svart búa Írar við meira atvinnuleysi en Íslendingar, meiri samdrátt, reikna með fólksflótta sem er síst minni en hér og eru auk þess pikkfastir í handjárnum evrunnar. Þeir sjá enga raunhæfa möguleika á efnahagsbata næstu árin. Ætli Össur viti af þessu?
Ef við hefðum bara gengið í ESB og tekið upp evruna ... þá værum við á sömu braut og Írar, Portúgalar, Spánverjar, Grikkir, Finnar og öll hin jaðarríkin í Evrulandi. Ekki furða að Þjóverjar leggi nú til kreppulausnarkerfi (crisis resolution mechanism) sem á að koma í staðinn fyrir evrópska fjárhagsstöðugleikaráðið (EFSF).
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2010 | 12:38
Hlýddu litli Íslendingur!
Þegar litlu ríkin náðu ekki að halda skuldum sínum og fjárlagahalla innan marka voru þau beitt sektum. Þegar stóru ríkin lentu í sama vanda var því hætt. Þannig gengur það fyrir sig í Nýja Evrópuríkinu.
Það er ekki furða að menn spyrji: Hvers konar klúbbur er þetta eiginlega?
Hótunarbréfið til Íslendinga er í anda "samvinnu sjálfstæðra lýðræðisríkja" eins og hún birtist ítrekað í brusselskum athöfnum; að tukta til þá litlu og lúffa fyrir þeim stóru.
Við treystum því að þið séuð sammála um að vandinn vegna makrílveiðanna sé víðtækari en svo að einvörðungu sé um að ræða málefni veiðistjórnunar.
Ef ekki tekst þegar að finna lausn getur það haft áhrif á trúverðugleika tvíhliða samskipta okkar.
Til að bæta gráu ofan á svart er tilgerðarlegri setningu hnýtt aftan við: "Vegna mikilvægis málsins vildum við tjá ykkur einlægan vilja okkar til að finna lausn á deilunni um skiptingu veiðiheimildanna."
Undir þetta skrifa þrír úr ríkisstjórn Evrópuríkisins: Maria Damanaki sjávarútvegsráðherra, Stefan Füle útþenslukommissar og Karel De Gucht utanríkisviðskiptaráðherra. Einn vegna makrílsins, annar vegna umsóknarinnar og sá þriðji til að undirstrika að hér sé um alvöru hótun að ræða.
![]() |
Ég lýsi furðu yfir þessu hótunarbréfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2010 | 00:01
GETRAUN: Hvar er Ísland?
Í yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands til ESB frá 27. júlí 2010, segir þetta í 28. lið:
"Ísland hefur skilning á þörfinni fyrir sameiginlega sjávarútvegsstefnu í Evrópu og ekki þarf að líta nema einu sinni á Evrópukortið til að sjá að slík stefna er nauðsynleg."
Verðlaunagetraun:
Á meðfylgjandi Evrópukorti eru aðildarríki ESB eru auðkennd með grænu. Það þarf ekki einu sinni að líta á kortið til að svara eftirtöldum spurningum.
1) Hvar á hnettinum er Ísland?
2) Hvað liggur fiskveiðilögsaga Íslands að lögsögu margra ESB ríkja?
3) Hvaða vitglóra er í að íslensk útgerð falli undir sjávarútvegsstefnu ESB?
Í verðlaun fyrir þrjú rétt svör er flugferð fyrir einn til Brussel. Aðra leiðina. Fararstjóri er Össur lokbrá.
Fleira fróðlegt má sjá um yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands í pistli Jóns Baldurs. Hins vegar er engin skýrnig gefin á því hvers vegna sagt er "í Evrópu" í tilvitnunni hér að ofan. Ætli Norðmenn viti af þessu?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2010 | 12:57
Rumpy-Pumpy sýnir klærnar
Forseti Evrópuríkisins, óþekkti Belginn sem enginn kaus, er farinn að slá um sig í Brussel. Núna vill hann breyta leikreglunum til að geta refsað þeim sem ekki haga sér skikkanlega í efnahagsmálum. Í þessu plaggi segir Van Rompuy m.a.:
Whenever possible, decision-making rules on sanctions should be more automatic and based on a reverse majority rule, implying a Commission proposal is adopted unless rejected by the Council.
Í samningum ESB er ekki að finna neina stoð fyrir "reverse majority rule".
En í augum valdastéttarinnar brusselsku er það tæknilegt smámál sem má leysa, með því að sveigja framhjá gildandi lögum. Á vefnum sér maður Van Rompuy æ oftar kallaðan Rumpy-Pumpy af þegnum Evrópuríkisins, sem lýsir álíka mikilli virðingu og miðlungs þingmaður nýtur á Íslandi.
Á sama tíma tilkynnir Íslandsvinurinn Olli Rehn að neyðarlán til Írlands verði notuð til að þvinga Íra til að breyta stefnu sinni í skattamálum atvinnufyrirtækja. Þessi stefna var einmitt eitt af þremur stóru atriðunum sem urðu til þess að Írar felldu Lissabon samninginn 2008. Þeir fengu "stjórnmálasamþykkt" sem tryggingu fyrir sjálfræði og voru svo látnir kjósa aftur um óbreyttan samninginn 2009.
Það tók ESB aðeins eitt ár að svíkja Írland.
Enn er til fólk á Íslandi sem reynir að telja sjálfu sér og okkur hinum trú um að ESB sé ekki annað en samvinna fullvalda ríkja á afmörkuðum sviðum. Jafnvel umsókn Belgans og barónessunnar um að fá ESB viðurkennt sem sjálfstætt fullvalda ríki dugir ekki til að opna augu þess.