Færsluflokkur: Evrópumál

Já, meira svona - minna ESB

Það eina sem vantar í frétt Mbl.is er að taka fram að þessi nýi samningur fellur sjálfkrafa úr gildi, hvað Ísland varðar,  ef landið gengur í Evrópusambandið.

KanadaSamningurinn við Kanada tekur gildi eftir 44 daga. Þá verða felldir niður tollar af iðnaðarvörum sem Ísland flytur til Kanada. Auk fríverslunarsamnings var gerður tvíhliða samningur um landbúnað.

Það er hægt að leita sóknarfæra víða um heim. Viðskiptin við Kanada hafa ekki verið mikil hingað til en nýr samningur veitir ný tækifæri. Þeirra á að leita þar sem von er um vöxt og uppgang, eins og í Kanada. Ekki með því að einangra Ísland í Evrópusambandinu, þar sem fá merki er að finna um uppgang næsta áratuginn.

Ef Ísland leggur inn umsókn um aðild í júní, eins og stefnt er að, verður viðræðum við Kína hætt um leið. Þar hyrfi möguleiki á öðru vænlegu sóknarfæri.  

 


mbl.is Tollar á útfluttar iðnaðarvörur falla niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö lönd í stafrófsröð

Útþenslukommissarinn Olli Rehn er fastagestur í íslenskum fjölmiðlum.

Hann flytur okkur reglulega fréttir af því að Ísland sé velkomið í ESB. Stundum talar hann um "engar undanþágur" og stundum lýsir hann þessu sem keppni við Króatíu um að verða 28. ríkið í Evrópusambandinu.

Gordon BrownÍ þessari frétt upplýsir hann að báðum löndunum í biðröðinni verði raðað í stafrófsröð. Íslandi og Króatíu. Af því að Króatía sé Croatia á ensku muni það "komast fyrr inn" og sigra í keppninni um 28. sætið eftirsóknarverða. Croatia mun komast í mark árið 2011.

Til að halda okkur nú volgum segir hann að það sé "fræðilegur möguleiki" að bæði ríkin fái aðild sama dag. Olli Rehn er orðinn fyrirliði í víkingasveit hinnar nýju útrásar Íslendinga.

Gordon Brown, formaður bresku Samfylkingarinnar, er líka örugglega tilbúinn að hjálpa.

 


mbl.is Króatía á undan Íslandi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásarvíkingarnir - Part Two

Útrásin mikla var mærð, víkingarnir voru hetjurnar og fréttirnar voru vandaðar glansmyndir sem við trúðum. Flest okkar. Á endanum kom hið sanna í ljós. Gróðinn var bara plat og bankakerfið sprakk. Ævintýrið um Útrásarvíkingana endaði með ósköpum.


Útrásarvíkingarnir - Part Two


Nú er hafið nýtt ævintýri um aðra útrásarvíkinga.

Best beitanÍ gömlu útrásinni var stefnt á Oxford Street og Köben. Í dag er stefnt á Brussel.

Í gömlu útrásinni var söluvaran loftbólugróði. Í dag er fullveldið falboðið.

Í gömlu útrásinni létum við blekkjast af glansmyndum bankadólganna. Í dag er agnið galdramynt sem lætur skuldirnar hverfa.

Eins og í gömlu útrásinni ráða víkingarnir fjölmiðlunum nú. Rauðsól ehf var stofnuð strax í október til að tryggja Baugsmiðlana, sem nú agitera fyrir nýrri útrás. Nýir eigendur tóku við Mogganum, eftir milljarða afskriftir og ritstjórinn flaggar (bókstaflega) stuðningi sínum við hina nýju útrás.

Erum við tilbúin að falla fyrir sama bragðinu aftur?

Hin nýja glansmynd er engu sannari en bankaglansmyndin. Ef við látum blekkjast mun hin sanna mynd koma í ljós fyrir rest. Sprengingin verður ekki eins hávær og í október en skaðinn mun vara miklu lengur.


mbl.is Tillaga að fyrstu aðildarskrefunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi krata-lýðræði

Hvers vegna standa ESB-sinnar svona fast gegn lýðræðinu?

Já, hvers vegna? Er það skoðun Samfylkingarinnar að Íslendingar séu upp til hópa svo illa upplýstir og miklir kjánar að þeim sé ekki treystandi? Að þeir skilji ekki málið eins og "á" að skilja það og kunni ekki að kjósa "rétt"?

Það sem hin nýja ríkisstjórn ætlar að bjóða uppá á er krata-lýðræði; að leyfa almenningi að kjósa þegar Samfylkingunni hentar. Bara í lokin, þegar búið er að pakka málinu inn í evrópskar og pólitískar umbúðir. 

Og kalla það svo lýðræði. Oj bara!

Heilög JóhannaÞetta er lýðskrum af síðustu sort.

Kjósendur eiga heimtingu á að fá að vita um leikreglur Evrópusambandsins. Hvað innganga í sambandið þýðir - pólitískt. Hvaða vald yrði framselt, hver fengi það í hendur og hvernig væri farið með það. Nákvæma útlistun á því hvað breytingar á stjórnarskrá Íslands þýða og hvers vegna þær eru nauðsynlegar.

Fólk á fullan rétt á að fá upplýsingar sem ekki eru byggðar á upphrópunum og pólitískum hanaslag. Stefna eins flokks getur aldrei innihaldið stórasannleik. Borgarahreyfingin lagði til að hlutlaus nefnd tæki þær saman, setti í góðan, hlutlausan búning og dreifði til allra landsmanna. Það er prýðileg hugmynd hjá þeim.
 

Íslendingar eru bæði læsir og skrifandi.

Samfylkingin má koma í veg fyrir eðlilega umfjöllun um Evrópumálin með pólitískum þjösnagangi í krafti 29,8% fylgis. Treystum fólki til að meta þessar upplýsingar og kjósa svo í framhaldinu. Að hinn almenni kjósandi geti tekið upplýsta afstöðu til umsóknar um aðild að ESB. Kjósendur verða að fá að hafa áhrif á þetta stærsta mál í sögu lýðveldisins. Ekki bara með krata-lýðræði í lokin, heldur alveg frá byrjun.

EvrutogEf öruggur meirihluti segir JÁ hafa stjórnvöld fullt og óskorað umboð til að senda umsókn til Brussel og hefja aðildarviðræður og samningagerð af fullum krafti. Annars ekki. Það er alvöru lýðræði.

Burt með sýndarmennsku og lýðskrum.

Burt með krata-lýðræðið.

 

Það sem stjórnvöld ættu að gera í staðinn:

  • Hætta að koma fram við kjósendur eins og þeir séu kjánar sem ekki er treystandi.
  • Hætta að tala um inngöngu í ESB sem "hjálp" í efnahagsþrengingum.
  • Hætta að segja "sjá-hvað-er-í-boði" eins og umsókn sé að máta buxur.
  • Hætta að tala um ESB sem efnahagsbandalag og um inngöngu sem verslunarsamning.
  • Hætta hræðsluáróðri um að "við-missum-annars-af-lestinni"
  • Útskýra hvað aðildarviðræður eru; þ.e. hluti af umsóknarferli en ekki létt kaffispjall án skuldbindinga.
  • Útskýra hvaða siðferðilegar og pólitískar skuldbindingar fylgja því að sækja um.
  • Útskýra t.d. hvaða áhrif umsókn hefði á viðræðurnar við Kína og nýja samninginn við Kanada.
  • Útskýra þann pólitíska samruna sem boðaður er í Lissabon samningnum.
  • Treysta fólki til að kjósa um eigin velferð og framtíð. 

Alvöru lýðræði takk fyrir - en ekki þetta skrum!

 

 


mbl.is Trúnaður ríkir um þingsályktunartillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J greindur ESB-jákvæður

Íslandsvinurinn Olli Rehn, útþenslukommissar ESB, birtist orðið reglulega í íslenskum fjölmiðlum. Ýmist til að hvetja Ísland til inngöngu eða til að útskýra að "engin frávik verði leyfð" frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins Nú segir hann að innganga okkar virkaði örvandi fyrir Norðmenn.

Eftir fréttum að dæma þarf ekki lengur að örva Steingrím Joð.

"Að sjálfsögðu geri ég það" sagði VG-formaðurinn, aðspurður um hvort hann greiddi atkvæði með tillögu um að Ísland sæki um aðild að ESB.

Katrín menntamálaráðherra upplýsti að "nokkrir liðsmenn Vinstri-grænna hefðu greinst ESB-jákvæðir", segir í frétt á amx.is. Formaðurinn er greinilega í hópi hinna sýktu. Dæmin sýna að þeir sem einu sinni sýkjast af ESB-veirunni læknast ekki svo glatt.

LýðræðiTil hvers er lýðræðið?

VG fékk fjölmörg atkvæði út á andstöðu sína við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þó svo að "þjóðin eigi að fá að ráða" jafngildir það engan veginn því að VG greiði götu þeirra sem vilja byggja velferðarbrú til Brussel. Formaðurinn talaði skýrt á móti aðild fyrir kosningar. Hann talaði líka skýrt á móti í kosningasjónvarpinu. Núna segist hann "að sjálfsögðu" greiða atkvæði með umsókn um aðild Íslands að ESB.

Þó að mælskir menn og pennafærir geti pakkað vondum málstað í fallegar umbúðir breytist innihaldið ekki. Þetta eru svik við kjósendur flokksins. Hrein og klár. Þetta er afbökun á lýðræðinu.

Það minnsta sem VG getur gert er að ná því fram að kynna ESB almennilega hér á landi og leyfa fólki að sýna hug sinn í þjóðaratkvæði. Kjósa um hvort Íslendingar vilji að sótt sé um aðild. Viðhafa alvöru lýðræði, ekki þetta krata-lýðræðið að kjósa þegar Samfylkingunni hentar.

Get ég fengið að taka atkvæðið mitt til baka?

 

 
Leiðrétting:
Fréttin um ESB-sýkingu formanns Vinstri grænna, sem færslan var byggð á, reyndist á misskiningi byggð eins og fram kemur í athugasemdum hér að neðan.

Steingrímur J Sigfússon mun vera við hestaheilsu. Þeim flokksfélögum hans, sem glíma við Evrópusýkina, óska ég góðs bata.

 


mbl.is Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorrý, EVRAN er dauð!

Hætta er á að evran veikist mikið og jafnvel hrynji, segir danskur bankasérfræðingur í viðtengdri frétt. Auðvitað eru ekki allir á einu máli. Og þrátt fyrir fyrirsögnina ætla ég ekki að spá meiriháttar harkförum evrunnar, hvað þá dauða.

EurotrashÞað sem hins vegar er athyglisvert er að stóra slagorð Samfylkingarinnar er týnt: Krónan er dauð - við verðum að taka upp evru. Þessu var klifað var á í 200 daga samfellt fyrir kosningar en heyrist ekki lengur. Enda var þetta gert til að búa til gulrót og veiða atkvæði.

Í stjórnarsáttmálanum er kaflinn um gjaldmiðilinn rýr, þrátt fyrir efnismesta (mælt í orðafjölda) sáttmála síðari ára. Þetta stóra mál varð að nánast engu í sáttmálanum. 

Annað sem vert er að benda á eru lokaorð fréttarinnar: "Áhættan fyrir evruna sé fólgin í þeirri veiku stöðu sem sum lönd í Mið- og Austu-Evrópu búi við." Hver yrði staða Íslands á Evrusvæðinu? Eða réttara sagt, hversu veik yrði hún?

Í ljósi nýrrar fréttar RÚV, um að það tæki Ísland 30 ár að uppfylla skuldaskilyrði Maastricht sáttmálans hlýtur að vera orðið tímabært að hætta öllum evru pælingum og nýta kraftana til þarfari verka.

 

 


mbl.is Hugsanlegt hrun evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskur er framandi auðlind í ESB

Berlusconi er leiðtogi eins af þeim 27 ríkjum sem Ísland þyrfti að semja við um inngöngu í Evrópusambandið. Hann er óneitanlega nokkuð sérstakur. Í Silfri Egils í gær var m.a. fjallað um aðildarumsókn og ferlið sem henni fylgir.

Það er of seint að byrja á heimavinnunni þegar sest er niður við samningaborðið.

Þetta sagði Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur m.a. í Silfrinu, en hann telur að „mesta hættan" varðandi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé að ekki náist niðurstaða í sjávarútvegi sem Íslendingar geti sætt sig við.

negotiationsÞetta skýrði Auðunn með því að það sé „framandi hugmynd fyrir flestum Evrópuþjóðum að það sé litið á fisk sem þjóðarauðlind." Sérstaða okkar hafi ekki verið kynnt og þar sem hún sé framandi sé ekki að vænta skilnings hinna 27 þjóða sambandsins. Afstaða þeirra geti orðið „ósveigjanleg" og erfitt að ná niðurstöðu.

Að venju var margt fróðlegt í Silfrinu. Andrés Jónsson, ráðgjafi og Samfylkingarmaður, sagði meðal annars: Menn hafa alltaf vitað og gengið útfrá, bæði í Evrópusambandinu og á Íslandi, að við myndum borga meira til sambandsins en við fengjum. En vegna stöðunnar núna myndum við e.t.v. "fá einhverjar góðgerðir" og þess vegna kannski ekki vitlaust að ganga inn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki það síðasta sem ölmusur eru notaðar sem rök fyrir inngöngu. Það er í takt við uppgjafarstefnu Samfylkingarinnar.


mbl.is Berlusconi Evrópu til skammar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímasprengja í farangrinum

Jóhanna boðaði "þjóðarsátt um stöðugleikasáttmála" þegar hún kynnti nýju ríkisstjórnina sína í Norræna húsinu. En hvað er stöðugleikasáttmáli? Orðið segir flestum ekkert, sem er í anda Samfylkingarinnar. Hún vill fá leyfi til að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að kynna fyrir kjósendum hvað það er. Hún lofar "stöðugleikasáttmála" án þess að skýra hvað það þýðir.

Stöðugleikasáttmáli finnst ekki í Íslensku orðabókinni. Þar er orðið stöðugleiki skýrt það að vera stöðugur og orðið stöðugur þýðir samfelldur, óumbreytanlegur, sem varir lengi. Orðið sáttmáli er samningur, samkomulag, sætt.

Þjóðarsátt um stöðugleikasáttmála ætti því að þýða að þjóðin geri sátt um sætta sig við eitthvað sem varir lengi. Er óumbreytanlegt. Það á þó greinilega ekki við um fullveldi Íslands og forræði í eigin málum. Það á að flytja það úr landi með hraði. Uppgjafarstefna Samfylkingarinnar varð greinilega ofaná í glímunni í Norræna húsinu.

VG byrjar leikinn á því að skora sjálfsmark. Svíkja kjósendur sína á fyrsta degi. Láta samstarfsflokknum það eftir að sækja um aðild að Evrópusambandinu undir sjá-hvað-er-í-boði söngnum. Ekki kynna vandlega hvað ESB er og sækja lýðræðislegt umboð til kjósenda til þess að leggja inn umsókn. Tala um "bara viðræður" eins og aðildarviðræður séu kaffispjall án skuldbindinga og um inngöngu eins og hún sé ekki meira mál en fríverslunarsamningur.

ESB er stærsta málið sem Íslendingar hafa þurft að taka afstöðu til síðan lýðveldið var stofnað. Stjórnarflokkarnir eru ósammála um það svo það gæti hæglega sprengt stjórnina áður en kjörtímabilið er hálfnað. Þetta er tímasprengja í farangrinu.

Að afgreiða málið með hraði er út í hött. Fullkomið ábyrgðarleysi. Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur sagði í Silfri Egils að það væri of seint að byrja heimavinnuna eftir að menn eru sestir að samningaborðinu. Daniel Gross hamraði á því í haust að umsókn í miðri kreppu margfaldaði líkurnar á að stjórnmálamenn semdu af sér. Samt á Samfylkingin sér þann draum stærstan að taka hraðlest til Brussel í miðri kreppu.

Það verður eitthvað að gera til að stoppa þetta fólk.

Hefur stjórnarandstaðan burði til þess?

 


mbl.is Ætla að treysta á andstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju! Með hvað???

Í dag er 9. maí, þjóðhátíðardagur Íslendinga.

Þessi dagur verður hinni nýi þjóðhátíðardagur okkar ef Samfylkingunni tekst að tæla VG til að sækja um aðilda að ESB og fullkomna svo fólskuverkið með inngöngu í Evrópusambandið.

BládulanÍ dag er sem sagt Evrópudagurinn.

Ég ætlaði ekki að hafa orð á þessum degi, en á ferð um Reykjavík í kvöld sá ég hinn bláa fána ESB dreginn að húni. Það vakti ónotatilfinningu að sjá þessa bláa dulu blakta við hún við íslenskt heimili. Að fólk skuli vera farið að halda upp á þennan dag nú þegar.

Eigandi dulunnar, sem á sök á þessum hallærislega gjörningi, tilheyrir elítunni sem sett hefur Evrópu-slagsíðu á íslenska fjölmiðla.

Einn varaþingmanna Samfylkingarinnar skrifaði bloggfærslu í fyrradag þar sem hann lýsir þeim draumi sínum að ganga í Evrópusambandið 17. júní 2011. Og ekki bara það. Hann vill gera það "við hátíðlega athöfn á Hrafnseyri við Arnarfjörð á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar". 

Getur smekkleysan orðið nöturlegri. Að afsala sér fullveldinu og "halda upp á það" á fæðingarafmæli og fæðingarstað frelsishetjunnar! Sumir kunna ekki að skammast sín.

Sjálfur vann ég á Hrafnseyri fyrir tæpum 20 árum, þar sem unnið var að opnun safns Jóns Sigurðssonar. Glæsilegt framtak sem Hallgrímur Sveinsson, staðarhaldari á Hrafnseyri, átti mestan heiður að. Það væri hrein og klár svívirða og ætti að varða við lög að draga Evrópufánann að húni á þeim merka stað. 


mbl.is Ný ríkisstjórn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers að kjósa?

Það sem er sorglegt við þessa frétt er sannleikurinn sem hún lýsir. Fólk sem býr í Evrópusambandinu sér ekki tilganginn í því að mæta á kjörstað. Þannig yrði þetta líka hér á landi ef Íslands slysaðist inn í Evrópusambandið, þar sem lýðræðið er bara upp á punt.

Í síðustu viku brýndu sænsk dagblöð það fyrir almenningi að kjósa til Evrópuþings, af því að stjórnvöld í Brussel ráði miklu meiru en sænska þingið um lagasetningu, almenna velferð og daglegt líf Svía. Nú er minna mánuður til kosninga og áhugi meðal almennings hverfandi.

Kjörsókn fór niður í 45% árið 2004 og er talið að kjörsókn fari niður í 34% núna. Svona kjörsókn myndi ekki einu sinni duga í bindandi úrslit í prófkjöri í litlum framsóknarflokki á Íslandi. Hér er verið að tala um löggjafa 27 Evrópuríkja. 

Barátta okkar snýst fyrst og fremst um það að afstýra því að fólkið sitji heima.  

Þetta sagði kommissar landbúnaðarmála hjá ESB. Að hugsa sér að valdhafar í "lýðræðisríki" þurfi að berjast fyrir því að fá fólk til að kjósa.

Svona gerist þegar menn búa við fjarlægt vald í áratugi. Á endanum verða þeir dofnir fyrir því og upplifa það sem eðlilegt ástand að borgararnir geti ekki haft nein áhrif. Það fer enginn út til að berja potta og pönnur. Þeir vita að atkvæði þeirra breyta engu. Það er vond og lúmsk þróun sem læðist aftan að mönnum á mörgum árum, deyfir framtakið og skaðar samfélagið.

 


mbl.is Hægrimönnum spáð sigri í kosningum í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband