Sorrý, EVRAN er dauð!

Hætta er á að evran veikist mikið og jafnvel hrynji, segir danskur bankasérfræðingur í viðtengdri frétt. Auðvitað eru ekki allir á einu máli. Og þrátt fyrir fyrirsögnina ætla ég ekki að spá meiriháttar harkförum evrunnar, hvað þá dauða.

EurotrashÞað sem hins vegar er athyglisvert er að stóra slagorð Samfylkingarinnar er týnt: Krónan er dauð - við verðum að taka upp evru. Þessu var klifað var á í 200 daga samfellt fyrir kosningar en heyrist ekki lengur. Enda var þetta gert til að búa til gulrót og veiða atkvæði.

Í stjórnarsáttmálanum er kaflinn um gjaldmiðilinn rýr, þrátt fyrir efnismesta (mælt í orðafjölda) sáttmála síðari ára. Þetta stóra mál varð að nánast engu í sáttmálanum. 

Annað sem vert er að benda á eru lokaorð fréttarinnar: "Áhættan fyrir evruna sé fólgin í þeirri veiku stöðu sem sum lönd í Mið- og Austu-Evrópu búi við." Hver yrði staða Íslands á Evrusvæðinu? Eða réttara sagt, hversu veik yrði hún?

Í ljósi nýrrar fréttar RÚV, um að það tæki Ísland 30 ár að uppfylla skuldaskilyrði Maastricht sáttmálans hlýtur að vera orðið tímabært að hætta öllum evru pælingum og nýta kraftana til þarfari verka.

 

 


mbl.is Hugsanlegt hrun evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vek athygli á nokkuð ítarlegri frétt Amx.is um málið:

http://www.amx.is/efnahagsmal/7061/

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.5.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er athyglisvert að Sossarnir sofa ennþá. Venjulega rjúka þeir til ef Evrunni er hallmælt. Þú segir Haraldur að Evran sé dauð og varla er hægt að hallmæla henni meira.

Kveðja frá fullveldissinna.

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.5.2009 kl. 15:06

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það hafa verið öfl og aðilar sem að hafa verið að koma fram með ótímabærar fregnir af andláti evrunnar allt frá því að fari var af stað með hana sem gjaldmiðil. Allan þann tíma hefur hún verið að styrkjast í sessi. Í raun tel ég að hvorugur gjaldmiðillinn hrynji dollar eða evra. Tengsl þessara efnahagskerfa eru það mikil að mikil sveifla í öðrum hefur veruleg áhrif á hinn. Hinsvegarer það óbreytt staðreynd að vart má anda á krónuna svo hún fari ekki að rugga. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.5.2009 kl. 15:07

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gunnlaugur, þegar menn tala um dauða Evrunnar, þá eru menn ekki að tala um að gengi hennar falli gagnvart USD. Ég tel ekki miklar líkur til að hún muni hrynja á þann hátt.

Það sem hins vegar er ekki ólíklegt, er að hún verði hreinlega lögð niður. Ég ráðlegg mönnum að lesa bloggið hans Hjörts J. Guðmundssonar:

Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?   http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/875623/

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.5.2009 kl. 15:32

5 identicon

Jón Frímann, þú skrifar;

""Þau lönd sem eru á þessu svæði og með evru eru með traustan efnahag og styrkar stoðir, þar sem þau þurftu að uppfylla upptökuskilyrðin fyrir evrunni"

Áttu við traustan efnahag eins og Írland eða traustan efnahag eins og Spánn?

ég skil þig ekki alveg, en hvað áttu við með traustum efnahag?

kv.

Jón Þór

jonthor (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 08:57

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk allir fyrir innlitið, athugasemdir og ábendingar.

Gunnlaugur segir að ekki megi anda á krónuna okkar. Í október hrundi ofaná hana eitt stykki bankakerfi, en hún tikkar samt enn. Gjaldþrot Kaupþings er þriðja stærsta bankagjaldþrot heims og ef Glitni er bætt við er sprengingin stærri en Enron. Enn tikkar krónan, sem ekki má blása á. Hún er hægt og bítandi að hleypa bankalofti brjálæðinganna úr gjaldmiðlinum og leiðrétta uppblásið fasteignaverð. Það hefði evran ekki gert fyrir okkur, svo krónan er ekki alslæm.

Jón Frímann er viss um að evran verji Íra og Spánverja. Á Írlandi er nú hópur hagfræðinga að krefjast ríkisvæðingar á stóru bönkunum til að bjarga þeim. Af því að evran getur það ekki. Bankarnir eru nú þegar búnir að þurrausa ríkissjóðinn írska og eru að blóðmjólka lífeyrissjóðina að auki. Írska þingið er að undirbúa enn ein fjárlögin (breytingar) til að bregðast við neyðinni, þrátt fyrir evruna góðu.

Það er snúið mál að finna hina einu réttu lausn en ekkert bendir til að hún heiti evra.  

Haraldur Hansson, 13.5.2009 kl. 13:19

7 identicon

Jón Frímann

Sparisjóðirnir á Spáni standa illa og rúlla flestir. Þeir voru ekki settir í spennitreyju bindiskyldunar eins og stóru alþjóðlegu bankarnir.

Hefði Pesetin verið við líði á spáni hefði hann styrkst, útfluttingstekjur dregist saman og samdráttur hafist fyrr á Spáni.  þeir hefðu hækkað vextina og því hefðu þeir hugsanlega fengið svipaðan skell og íslendingar þar sem ísl bankar voru ekki settir á bindiskyldu eins og gert var 1999.

 Fyrirgefðu, hvaða hluti efnahagslífs spánar stendur traustum fótum með 17% atvinnuleysi? Heldur þú virkilega að þegar atvinnuleysið sé svo mikið að störf í einkageiranum séu örugg?  Er það traustleikamerki að atvinnuleysið sé að fara í 20%? 

 Irland, ég minni á að útfluttingstekjur íra eru að minnka og þeir geta ekkert að gert. Landið skuldar núna 100% af landsframleiðslu, og þurfa núna að skera gríðarlega mikið í opinbera geiranum til að láta ríkið vera rekið hallalaust.  Ekki hjálpar til að Evran mun ekki veikjast til að auka hvetja til útfluttings.... ég bendi líka á skrif Haraldar hér fyrir ofan.

 þú segir að flest lönd Evrópu verði kominn útúr þessari kreppu eftir 3-5 ár ef vel gengur.

 Fjármálaráðuneytið spáir að við verðum kominn með 4% hagvöxt eftir TVÖ ár.. er það ekki betri árangur en flest Evrópulöndinn.

 Síðan skal ég útskýra af hverju húsnæðisbólan varð til á Spáni.

Fasteignaverð á Spáni var lágt enda er landið fátækt. Aðal atvinnuvegur Spánverja er ferðaþjónusta.  Við að fara í EU fengu þeir gríðarlega styrki til uppbyggingar sem jók landsframleiðslu þeirra verulega.  Þeir eru i dag í raun háðir styrkjunum því að eftir að þeir tóku upp EUR hætti myndinn að hjálpa atvinnulífinu þegar illa áraði.

 Við að taka upp EUR var myntinn stöðug og Evrópubúar gátu farið að fjárfesta í íbúðarhúsum á Spáni sem voru ódýr.  Ástæðan fyrir því að þau voru ódýr var að laun voru svo lág. Odýrt að byggja, ódýrt land og því ódýrar eignir. Ofan á þetta bættust síðan við áhættusæknir bankar og lágir vextir.  Verðbólga var hærri en í öðrum Evrulöndum en það hafði svo lítill áhrif á heildar verðbólgu EU að það skipti engu máli. Það hefur alltaf verið lítill verðbólga í Þýskalandi, enda 50% þjóðarinnar yfir 55 ára aldir og hafa littla neysluþörf andstætt löndum sem eru í hraðri uppbyggingu. 

Síðan Evran kom hefur verið gríðarleg uppbygging á spáni. Þegar þessi kreppa hófst var til 1 milljón á eignum á spáni sem standa auðar. Sem er dáltið mikið fyrir þjóð sem er bara 60 milljónir. Það væri svipað og það stæðu 5000 íbúðir í Reykjavík. það eru bara 1200 tilbúnar hér og aðrar 900 í smiðum.

 En núna er spilaborginn hruninn. Tekjur af ferðamönnum aukast ekki þar sem Evran er á stóru myntsvæði og eignir standa auðar. Sem leiðir af sér gríðarlegt atvinnuleysi.  Ekki er Evran verðmeiri sem greidd er af Þjóðverjum en spánverjum.

 Ef þú villt sjá ísl dæmi um afleiðingar af atvinnuleysi vegna offjárfestingar á fasteignum skaltu fara á Vestfirði. Gríðarleg uppbygging á íbúðarhúsnæði var þar þegar Sighvatur Björgvínsson var að kaupa sér atkvæði.  þetta gerðist árið 1990. Enn í dag standa eignir þarna auðar. Þarna voru búinn til störf sem áttu að dreifast á 15 ár.  Afleiðinginn er að þjónustuiðnaður á Vestfjörðum hrundi og störfum fækkaði enn meira. bara af því að Sighvatur var að kaupa sér atkvæði.

ég óska eftir aftur hvað þú átt við með traustum grunni atvinnulífs.

Eins skal ég veðja við þig að Evran verði ekki til eftir 2 ár, Írland, Spánn og jafnvel Ítalía, verða gjaldþrota ef þau losa sig ekki við Evruna fyrir þann tíma.

 kv.

Jón Þór

jonthor (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband