JAFN ATKVÆÐISRÉTTUR sparar milljarða

Jæja, þá rúllar boltinn af stað. Össur búinn að leggja fram tillöguna um velferðarbrú til Brussel. Án þess að sækja til þess umboð til þjóðarinnar. Án þess að far að leikreglum lýðræðisins.

Samt er ítrekað talað um að efla lýðræðið og bæta stjórnsýsluna. Margoft hefur verið bent á að leiðrétta þurfi misvægi atkvæða í þingkosningum, en það er líka kosið til þings í ESB. Það væri ráð ef Össur kæmi með tillögu að lýðræðisumbótum í leiðinni, þær myndu spara milljarða.  

hands_upMeð því einu að fara með kröfuna alla leið og jafna atkvæðaréttinn innan ESB líka má spara Íslandi marga milljarða. Þá ætti Ísland einn mann á Evrópuþinginu annað hvert kjörtímabil.

Evrópuþingið er talið svo valdalítil stofnun að það skiptir ekki máli hvort við eigum þar 5 eða 0,5  þingmenn. Völdin liggja hjá ráðherraráðinu og hjá José M Barroso og ríkisstjórn hans, sem enginn kýs.

Þátttaka í nefndum og vinnuhópum yrði skorin niður til samræmis við atkvæðaréttinn og hægt að fækka um minnst 260* í þeim mikla her starfsmanna sem íslenska ríkið þyrfti að halda í Brussel. Þar sparast miklir peningar.

Einhverjum kann að finnast það galli að innan ESB er ekkert lýðræði, nema upp á punt. Ekki í hinum hefðbundna skilningi að íbúarnir eigi möguleika á að velja eða hafa áhrif á stefnu í tilteknum málaflokkum. Fyrst náum við fram lýðræðisumbótum og kjósum svo frá okkur lýðræðið, endanlega. En við getum a.m.k. gert það á mjög lýðræðislegan hátt. Og sparað peninga.

Höfum bara eitt alveg á hreinu:
Lýðræðisumbætur og innganga í Evrópusambandið eru tveir hlutir sem aldrei geta farið saman.


---------- ---------- ----------
* Miðað er við fjölda starfsmanna sem Malta er nú með í Brussel (285), en ekki hefur tekist að manna allar þær stöður sem Maltverjar telja sig þurfa. Ef vel ætti að vera þyrfti Ísland talsvert stærri hóp í Brussel.

 


mbl.is ESB-tillaga lögð fram á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Haraldur - þú ert nú með málefnalegri ESB andstæðingum (sem segir reyndar mjög lítið því þar er ekki um auðugan garð að gresja), en vertu nú ekki með þetta rugl að það þurfi eitthvað sérstakt umboð frá þjóðinni til að fara í aðildarviðræður.  Þetta er bara hallærislegur málflutningur sem stenst enga skoðun og er þér ekki samboðið.

 Annað sem þú hér segir er ágætis innlegg í umræðunna.  Ég tel þig reyndar ofmeta mannaflaþörf Íslendinga, því ég býst nú við að við munum fyrst og fremst einbeita okkur að okkar brýnustu hagsmunum.  Ég gæti þó auðvitað haft rangt fyrir mér.

Einar Solheim, 25.5.2009 kl. 16:12

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Nei félagi, nú verð ég bara að vera ósammála. Að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu er gjörningur af þeirri stærðargráðu að ríkisstjórn á ekki að geta það án umboðs frá þjóðinni. Það hefur hún ekki. 

Ekkert ríki hefur lagt inn umsókn hingað til nema fyrir hafi legið ótvíræður stuðningur meirihluta þjóðar. Að túlka niðurstöður kosninganna 25. apríl sem leyfi til að sækja um aðild er út í bláinn. Hef skrifað um það áður bæði hér og hér, sem dæmi.

Það er sama hversu oft er hamrað á "bara aðildarviðræður" eða "sjá hvað er í boði" og öðrum slagorðum, eðli umsóknarinnar breytist ekki við það. Hún er áfram jafn stórt mál og alvarlegt.

Hvað mannaflann varðar, þá þori ég að veðja bílnum mínum, að ef Ísland slysast inn í Evrópusambandið, verðum við kominn með 500 manna starfslið í Brussel, áður en tvö kjörtímabil eru liðin.

Haraldur Hansson, 25.5.2009 kl. 16:49

3 Smámynd: Einar Solheim

Þú segir:  "Ekkert ríki hefur lagt inn umsókn hingað til nema fyrir hafi legið ótvíræður stuðningur meirihluta þjóðar"
Ég segi: "Engin þjóð hefur kosið um hvort leggja eigi inn umsókn"
Ákörðunin að ganga til viðræðna þar sem leggja þarf niðurstöður fyrir þjóðinna, er líklega með minni málum sem hægt er að hugsa sér (þó eitt mikilvægasta).  Það er ekkert gert sem þjóðin getur ekki bakkað út úr.  Það felst engin skuldbinding í því sem ekki er mjög auðveldlega afturkræf komi í ljós að meirihluti þjóðar styðji ekki inngöngu.
Ef það ætti að kjósa um þetta mál, þá sé ég ekki það mál sem ekki ætti að kjósa um...

Einar Solheim, 25.5.2009 kl. 17:16

4 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ég held að Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur séu eina Ríkisstjórnarúrræðið í þessari stöðu.

Samfylkingin virðist komin í hlutverk þeirra sem drápu Snorra Sturluson á Sturlungaöld af því að hann vildi ekki selja Ísland í hendur Noregskonungs. Það er ekki hægt fyrir Íslenska fullveldissinna að vinna með slíkum flokk, sama hvar þú stendur á vinstri-hægri skalanum.

Vilhelmina af Ugglas, 25.5.2009 kl. 19:22

5 identicon

                        ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB- RUGL !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband