Drögum ESB umsókn til baka

Lýðræði: Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga og hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.

Þannig er orðið lýðræði skýrt í Orðabók Menningarsjóðs. Viljum við búa við lýðræði á Íslandi?

Með Lissabon samningnum er lagður grunnur að "Nýja ESB" þar sem Evrópusambandinu verður breytt í eitt sjálfstætt sambandsríki; með forseta, utanríkisráðherra, ríkisstjórn, dómstólum, eigin gjaldmiðli o.s.frv., og nú einnig eigin stjórnarskrá. Eins og verkin sýna er það síður en svo ætlun valdamanna í Brussel að leyfa þegnum nýja Evrópuríkisins að kjósa framvegis um neitt sem skiptir máli.

Hingað til hefur "einróma samþykki" verið meginreglan í starfi Ráðherraráðs ESB. Það var gerlegt meðan ríkin voru 15 en nú þegar stefnir í að þau verði 30 innan fárra ára er það óraunhæft. Við þessu er brugðist í Lissabon stjórnarskránni, með ýmsum breytingum. Kröfu um einróma samþykki er vikið til hliðar, neitunarvald fellt niður í 54 málaflokkum og í stað einfalds meirihluta þarf framvegis 55% atkvæða og 65% íbúafjölda til að ná fram málum innan ráðsins.

Með þessum breytingum minnkar vægið sem Ísland hefði innan ráðsins niður í nánast ekki neitt (0,064%). Það þýðir að almenningur á Íslandi á engin tök á að "láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni". Með öðrum orðum, með inngöngu í ESB erum við að kjósa frá okkur lýðræðið.

Ef við viljum áfram eiga möguleika á að búa við lýðræðislegt stjórnarfar væri það stórt gæfuspor inn í framtíðina að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Nýja ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvernig má það vera að ESB verði með eigin mynnt þegar margar þjóðir innan ESB eru ekki með evru. Eins hefur jú hingað til verið bæði talsmenn í utanríkismálum sem og framkvæmdarstjóri sem hafa verið talsmenn ESB út á við. Og þess gætt að allar þjóðir ESB hafa komið að þessum embættum sem og verður áfram þó embættin breytist.

Eins væri gaman að vita hvort þú í alvör heldur því fram að allar  helstu þjóðir hins Vestræna heims væru að taka þátt í þessu samstarfi ef þær væru sviptar nær öllu sjálfstæði eins og þið haldið fram?

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.10.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ísland var lengi harðbýlt land. Forfeður okkar þurftu að hafa talsvert fyrir lífsbjörginni. Nú erum við, afkomendur þeirra, komin í talsvert betri mál. Húshitun, virkjun vatnsfalla, samgöngumannvirku, vélvædd matvælaframleiðsli,...
Og einmitt núna þegar við höfum það orðið svona dæamlaust vel, flest hver, vaknar spurningin hvort við eigum ekki að skríða í faðm "góðviljaðra konunga á meginlandinu. Einmitt núna, þegar við erum stödd í þessari velmegun sem forfeður okkar þurftu að hafa talsvert fyrir að koma okkur í, viljum við gefa þetta eftir, af því að það sé eftir svo miklu að sækja.
Lissabon sáttmálin er framtíðartrygging lénsherra Evrópu +a völdum og ríkidæmi sínu. Íslandi verður tekið með opnum örmum. Það er synd að það skuli svona margir trúa því að okkur eigi eftir að vegna betur í þessum faðmi, því orðið faðmur mun fljótlega fá aðra merkingu...merkingu hrammsins.

Haraldur Baldursson, 5.10.2009 kl. 13:54

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.


Magnús Helgi, fyrst um evruna:
Aðeins Bretland og Danmörk (og Svíþjóð tímabundið) hafa rétt á að standa utan Evrunnar. Önnur ríki verða að taka hana upp. Ný umsóknarríki eiga ekki völ á öðru.

Nýju embættin:
Það er verið að sameina tvö embætti í eitt nýtt embætti utanríkisráðherra, með mun víðtækara verk- og valdsvið. Forsetaembættið sem ég nefni er líka nýtt og ekki sambærilegt við það embætti sem nú færist á milli aðildarríkja á hálfs árs fresti. Ef þú átt við forseta Framkvæmdastjórnar þá bendi ég á að Borroso var endurkjörinn og mun sitja í embætti í 10 ár. Það gætu því liðið hátt í 300 ár áður en Íslendingur fengi það embætti. 

Um seinni spurningu þín væri hægt að skrifa heila ritgerð, en ég læt nokkra punkta duga að sinni:

  • Þegar Danir og Bretar bættust í hópinn í byrjun áttunda áratugarins var þetta efnahagsbandalag. Síðan hefur sambandið breyst mjög mikið og þessar þjóðir hafa aldrei kosið um þátttöku í ESB eins og það er núna.
  • Undanfarinn aldarfjórðung hefur ekkert ríkið gengið í ESB öðruvísi en í kreppu. Segir það okkur eitthvað?
  • Ríki sem ekki ræður eigin málum í fjölmörgum stórum málaflokkum býr hvorki við fullveldi né óskert sjálfstæði.  
  • Með Lissabon stjórnarskránni er verið að gera miklar breytingar sem 26 þjóðir fengu ekki að kjósa um. Það er ekki hægt að segja að íbúarnir hafi "valið" það sem þeir voru aldrei spurðir um (reyndar sögðu Frakkar og Hollendingar nei 2005 og Írar 2008, en það var ekki tekið mark á því).
  • Kjörsókn, þegar kosið var til Evrópuþings í sumar, var 43% vegna þess að fólki finnst Brusselvaldið fjarlægt og að atkvæði þess skipti engu máli. Það eru ekki meðmæli.
  • Barroso og fleiri embættismenn ESB hafa viðurkennt að ef Lissabon hefði farið í almenna atkvæðagreiðslu hefði hann víða verið felldur, m.a. í Bretlandi. Þess vegna ákvað Gordon Brown að svíkja gefið loforð um þjóðaratkvæði. Hversu lýðræðislegt er það?
  • 490 milljónum íbúa Evrópuríkisins var ekki gefinn kostur á að kjósa um sjálfa stjórnarskrána. Það er afbökun á lýðræði, hvernig sem á það er litið.

ESB getur e.t.v. hentað fjölmennum mið-evrópskum iðnríkjum eins og Frakklandi og Þýskalandi. Vægi þeirra í ráðherraráðinu mun aukast umtalsvert við Lissabon. Í færslunni er ég með Ísland í huga og hvort sem okkur líkar það vel eða illa, þá hentar ESB Íslandi engan veginn.

Haraldur Hansson, 5.10.2009 kl. 17:37

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Nafni, ég tek undir pælingar þínar. Það er óttalega aumt að nota tímabundna efnahagserfiðleika til að draga þjóðina yfir velferðarbrú til Brussel með tilheyrandi afsali á völdum yfir eigin velferð. Ég lít á það sem skemmdarverk á afrekum genginn kynslóða.

Haraldur Hansson, 5.10.2009 kl. 17:40

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, Haraldur, hafðu heilar þakkir fyrir hann og þessi viðbótarsvör sem eru mjög upplýsandi um heildarmyndina.

"Í stað einfalds meirihluta þarf framvegis 55% atkvæða og 65% íbúafjölda til að ná fram málum innan [ráðherra]ráðsins," segirðu. Það gefur stórþjóðunum betra færi á að stjórna þar að sinni vild. Smáþjóðir með 65–70% atkvæða þar gætu ekki ráðið stefnunni, ef stórþjóðir með 35,5 til 40% heildar-íbúafjöldans leggjast gegn því.

Tek alfarið undir orð þín og líka þetta frá Haraldi Baldurssyni.

Jón Valur Jensson, 5.10.2009 kl. 18:25

6 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Frábær færsla Haraldur, sammála hverju atriði og niðurstöðunni.

DRÖGUM UMSÓKNINA TIL BAKA!

Frosti Sigurjónsson, 5.10.2009 kl. 21:00

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.

Það getur orðið býsna snúið að fá þá til að opna augun sem telja það eðlilegt í djúpri kreppu að eyða nokkur hundruð milljónum í að þýða 50.000 blaðsíður af lagatexta frá Brussel. En við reynum.

Haraldur Hansson, 5.10.2009 kl. 22:53

8 identicon

Sammála þessu, þetta er óþarfa peningaeyðsla-auk þess fengjum við aldrei inngöngu fyrr en seint og síðar meir segja sumir (mörg ár). Hættum að hugsa um svona náið samband einvörðungu við Evrópu-stækkum heimsýn okkar aðeins út fyrir það og gefum samstarf við önnur lönd tækifæri í það minnsta án þess að þurfa innleiða lög, eða ganga í samband sem hefur ekki háleit, mannleg, verðug markmið að baki heldur stýrist aðeins að miklu leiti af græðgi...finnst mér.  Drögum umsókn tilbaka og vil ganga skrefi lengra og hætta þessu EES samstarfi. Takk fyrir þessa grein.

Max Ólafsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 23:37

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Efnahagslögsöguskipting verður aldrei lögð niður eða innbyrðis samkeppni Meðlima-Ríkja. Ríkisborgarréttur í EU verður aldrei ríkisborgarréttur í öllum Meðlima-Ríkjum.

Stjórnsýslugeirinn í hverju Seðlabankaumdæmi mun alltaf geta neitað öðrum en sínum Ríkisborgum um vinnu.

Stjórnað verður í krafti í krafti hæfs meirihluta og yfirburða fjármálageira lykil Meðlima-Ríkja til lánafyrirgreiðslna til annarra Meðlima-Ríkja í samráði við hæfan meirihluta í Seðlabankakerfi EU. 

Þjóðverjar og Frakkar og Bretar og Austurríkismenn m.a. eru ekki fæðingahálfvitar sem njóta verndar hvað varðar þeirra menningararfleið eins og hin Meðlima-Ríkin.

Bretar myndu aldrei leifa t.d Þjóðverjum að fara í alvöru Bankastarfsemi í London.

Heldur eitt þýskt útibú í London á móti einu Bresku í Berlín.

Íslendingar lækka um 30% í ráðstöfunartekjum  og fara niður í Meðaltal EU, við hlið Möltu, Færeyja, Ísrael, Slóveníu og Frakka t.d. Þykir gott fyrir þjóð einhæfrar hráefnis framleiðslu út í Ballarhafi. 

Þetta er samkvæmt hugsunarhætti hæfs meirihluta EU. EU-jafnaðar réttlétti. Sérhver tekur til í sínum garði án þess að íþyngja nágrönunum.

Júlíus Björnsson, 6.10.2009 kl. 02:10

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við skulum ekki gleyma búrókrasíunni, sem þurrkar út alla viðleitni til að kynna málið lýðræðislega. Drekkja því.

Nú á að þýða 50.000 síður af torfi, sem kostar hálfan milljarð. Til þess að lesa 50.000 síður, þá skulum við gera ráð fyrir að maður lesi með góðu móti eina síðu á 3 mínútum að meðaltali. Segjum svo að maður lesi í 4 tíma á dag, sem er nokkuð strembinn lestur undir próf, þá tekur það eitt ár að hamra sig í gegnum textann. Þá er ekki gefið að menn skilji hann. 

Lissabonsáttmálinn var 147 síður af tilvísunum í lagagreinar og aðra sáttmála. Enginn samhangandi, skiljanlegur texti. Menn þurftu að hafa allt regluverkið til  hliðsjónar og rekja sig í gegnum plaggið og leita að tilvísunumum hvippinn og kvappinn.  Enginn náði að lesa plaggið áður en því var sprautað gegnum evrópuþingið, hvað þá að menn næðu samhengi í það, sem þeir voru að lesa.

Þeir ráðamenn hér, sem segjast vita hvað inngangan þýðir fyrir okkur, eru því að ljúga því. Simple as that. Enginn veit, hvað er verið að ganga inn í.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2009 kl. 02:27

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Á heimsíðu Evrópska [þetta er ekki öll Evrópa] Ráðsins má nálgast nýjustu útgáfu Stjórnaskár og Stjórnskipunar Evrópsku Sameiningarinnar á 27 tungumálum. Þar er búið að Bálka efnisraða og samræma um 420 lagagreinar. Ég er búni að þýða um 320 greinar úr Frönsku útgáfunni með hliðsjón af löggiltum Skýrgreinum Frakka  með hliðsjón af Ensku þýðingum og Euro glossary á öllum nýjustu skilgreiningum. Sum orð í samningu er nefnilega skilgreint lagalegum skilning eftir samninga.  Bresk tunga er ekki löggilt og telur um 6.000.000 merkingar, hvert stétt hefur sínar og lagamálið spilar inn í  viðskipta sjónarmið Breska Ljónsins . Allir vita að Franskir dómarar eiga síðast orðið þegar kveða þar úrskurð um lagamerkingar í Evrópu frá um 1715. Breska útgáfan er mikið rýmri í fyrsta skilning en yfirstéttin þar les frönsku og getur forðað sér frá of oftúlkun. 

Þar Stjórnaskráin 420 greinar útilokar arðbærissjónarmið Íslands af formlegri þátttöku  þá er óþarfi að þýða  allar reglugerðir, tilskipanir og lagaákvarðanir sem eiga að vera í samræmi við hana. 

Best væri að leggja EFTA niður og semja tvíhliða nágrannasamning við EU. Allt annað er bara verið að eyða skattpeningum almennings á Íslandi. 

Ísland vantar Íslenskan heimila stjórnunar grunn. Economical foundation

Economy er samsett úr grísku orðum dvalarstaður, heimili [smákonungs með þræla og tilheyrandi ættarsamfélag]  stjórnun.  Þaðan hefur aðall meginlands Evrópu tekið til sín allskonar tengdar merkingar síðustu 2000 árin.

Hag- á Íslandi er persónubundið með miklu víðtækari merkingu. Hagfræði hljómar EU benefitting theory.  Engin von að Íslendingar skilji ekki EU hugsun.

Danir munu hafa heimafært EU hugsum í danska búning. Það skapar misskilning.

Social worker  á Ensku er félagsfræðingur.  Civil servant er opinber starfsmaður.

Íslensku orðin hljóma betur. Nefndir þeim er skömmtuð áheyrn á frönsku og fallast á og hafa skoðanir.

Umboðið, Ráðin og þingið ákvarða og samþykkja. Umboðið virðist geta komið öll sínu að í skjóli mikillar pressu á hina.

Beinar Íslenskar þýðingar er stórhættulegar. Evrópu ráðið veit að í hinum 27 tungumála útgáfum er en verið að leiðrétta villur.

Í EU lætur stjórnsýslan Umboðið um að láta framkvæma. Aðrir, ástunda, inn af hendi,  Þingfulltrúar Framkvæma fjárlög með skoðum og samþykki.

Það fer lítið fyrir áhrifum í stöðuleika samfélögum. 

Júlíus Björnsson, 6.10.2009 kl. 03:31

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvet alla til að horfa á þessa mynd, sem er frá árinu 2003. Þar er sagt frá því hvernig fullveldi Breta er afsalað og lýpðræðinu fórna m.a.

Margt hefur versnað síðan þá og stóra planið kemur betur og betur í ljós. Við yrðum algerlega valdalaust héraðeða lén undir miðstýrðu ofurríki. Missum vald yfir gjaldeyri gullforða, mynt, auðlindum, réttarkerfi og mannréttindum. (takið vel eftir umturnun réttarfarsins).

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2009 kl. 03:35

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Júlíus, er EFTA-aðildin svona kostnaðarsöm fyrir okkur? Borgar hún sig ekki? Var ekki fengur að fríverzlunarsamningi EFTA-ríkjanna og Kanada, til dæmis? Spyr sá, sem ekki veit, en grunar þó, að naumast muni þessi tillaga þín (með fullri virðingu) auka hag okkar.

Góðar ábendingar hjá Jóni Steinari kl. 2:27. Er þetta regluverk Evrópu-yfirráða-bandalagsins ekki paradís pappírs-býrókracíunnar? Þar þurfti ekki Lissabon-sáttmála til, sbr. að einungis í sjávarútvegi myndi eyðublaða- og eftirlitsfarganið verða afar þungur bakki á þeirri atvinnugrein (hver var annars að skrifa um það um daginn, eða var það formaður LÍÚ í blaðaviðtali?), rétt eins og í landbúnaði (skv. sorglegri reynslu Finna).

Ég er sammála eins konar niðurstöðum nafna míns í innlegginu hér á undan og þarf að vinda mér að því að skoða þessa mynd sem hann vísar í, frá 2003.

Jón Valur Jensson, 6.10.2009 kl. 09:34

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

... afar þungur BAGGI ...

Jón Valur Jensson, 6.10.2009 kl. 09:36

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Jón Valur, telur þú að Íslendingar gætu ekki einir sér gert tvíhliða samninga við Kanada? Hvar eru höfuðstöðvar EFTA og hvað kostar að reka þær? 

Júlíus Björnsson, 6.10.2009 kl. 12:26

16 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk allir fyrir umræðuna.

Jón Steinar, var búin að sjá þessa mynd og mæli hiklaust með henni við alla. Ég mæli ekki síður með myndinni sem þú birtir á bloggi þínu. Samantektin sem þú lætur fylgja er góð og bara til bóta.

Haraldur Hansson, 6.10.2009 kl. 13:09

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Júlíus, spyrðu mig ekki um EFTA-kostnaðinn, ég var að spyrja þig. Auðvitað á að vera auðvelt að finna þetta, en þú hefðir þurft að hafa þessar upptækar við höndina, þegar þú skrifaðir hér fyrst um EFTA. Eru ekki höfuðstöðvarnar í Sviss?

Það er rétt, Haraldur, að þessi mynd sem Jón Steinar vísai í, er ganleg, raunar mögnuð.

En um kostnað og pappírsfargan sem leggst á sjávarútveginn við innlimun okkar í Evrópubandalagið má vísa í orð Sigfrieds Hugemann, sem hefur starfað sem ráðgjafi í bönkum í Svíþjóð, Þýskalandi, Englandi, Hollandi og Belgíu, í grein í Morgunblaðinu í gær, 5. október. Með orðum Björns Bjarnasonar:

"Hugemann nálgast viðfangsefnið með þeim rökum, að skref Íslendinga til nánara samstarfs við ESB, umfram það sem er að finna í EES-samningnum eða Schengen-samkomulaginu, feli í sér afsal réttinda í stað þess að styrkja stöðu Íslands.

Hugemann segir Ísland búa að þremur mikilvægum auðlindum: fiski, orku og fólkinu í landinu. Þær séu í hættu gangi Ísland í ESB.

Hugemann segir um fiskinn:

„Ísland er háð fiskiðnaðinum að miklu leyti en hann er a.m.k. 40%-50% af útflutningstekjum landsins. Ef Ísland gerist aðili að ESB, yrðu Íslendingar tilneyddir til að gefa upp á bátinn ríkuleg fiskimið sem varin eru með 200 mílna landhelginni. Þar fyrir utan hefur ESB samþykkt rúmlega 700 lög og reglugerðir um fiskimið og fiskveiðistjórnun. Þetta risastóra regluverk myndi þýða gríðarlega neikvæða og kostnaðarsama formfestu sem Ísland þyrfti að borga fyrir á endanum. Ef Ísland gengur í ESB er hætta á að landið tapi meira en 40% af útflutningstekjum sínum. Ef landið tekur á sig slíka áhættu til lækkunar, þýðir slíkt í raun að borga fyrir að tapa tekjulindinni – sem er tvöföld firra.“

Hér víkur hann að þeirri staðreynd, að EES-samningurinn nær ekki til sjávarútvegs, fiskveiða og fiskvinnslu. Þegar samið var um EES-aðild, var lagt höfuðkapp á að tryggja eignarrétt Íslendinga á útgerð og fískvinnslu. ESB-aðild jafngilti því, að fallið yrði frá þeim skilyrðum öllum einhliða af Íslands hálfu. Sérlausnir dygðu aldrei til að verja íslenskan sjávarútveg undan þeim ESB-regluhrammi, sem Hugemann lýsir." (Tilvitnun í nýjan pistil Björns á bjorn.blog.is lýkur.)

Jón Valur Jensson, 6.10.2009 kl. 14:03

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti að standa í 2. línu: ...þessar upplýsingar tiltækar við höndina ...

Jón Valur Jensson, 6.10.2009 kl. 14:05

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

... þessi mynd sem Jón Steinar vísaði í, er gagnleg, raunar mögnuð.

(Afsakið óyfirlesnar ásláttarvillur!)

Jón Valur Jensson, 6.10.2009 kl. 14:07

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Jón V.

Bein framlög 2008 voru 140 milljónir. Meðlimir er ásamt Íslandi: Sviss, Noregur, Liechtenstein.

Voru Austurríki, Danmörk, Noregur, Portúgal, Svíþjóð, Sviss, Bretland, Finnland, Ísland.  

Ég tel að lítið land nái betri samningum við stóra markaði, vegna þess að stærðhlutfallslega pínulitlar upphæðir hverfa í skuggann fyrir þeim stærri.

Í sambandi við EU er viturlegra að mínu mati að losa okkur við skuldbindingar sem fylgja EFTA aðild: reglugerðarverk, Schengen og fl.

Gera tvíhliða samning við EU vegna sérstöðu sem felst í að við liggjum utan samkeppni dreifinets EU og höfum engan samkeppnihæfan geira í ljósi fámennis heimamarkaðar sem er nauðsynlegur bakhjarl að meti flestra Meðlima-Ríkja EU.

Umsóknin 2009 um EU formlega aðild jafngildir líka uppsögn í EFTA.    

Júlíus Björnsson, 6.10.2009 kl. 16:01

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

En VIÐ ætlum ekki inn í Evrópubandalagið, Júlíus!

Og það er vel sloppið að borga aðeins 140 milljónir árlega til EFTA.

Jón Valur Jensson, 6.10.2009 kl. 17:46

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hversvegna er þá verið að sækja um um aðild?

EFTA mun hafa gert 20 samninga á 60 árum. 420.000.000 á samning og spurning hvort hagsmunir Íslands hafi ekki horfið í skuggann vegna annarra aðila í EFTA.

Júlíus Björnsson, 6.10.2009 kl. 18:30

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú segir nokkuð. Sú var þó tíðin, að þetta borgaði sig örugglega, meðan ýmsar helztu Evrópuþjóðir voru í EFTA. En við getum áreiðanlega dregið úr kostnaði vegna EFTA; margt í þessum tölum er eflaust vegna utanfara og þá kannski með heldur stóru föruneyti, eins og ráðuneytismönnum hættir til!

Jón Valur Jensson, 7.10.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband