Færsluflokkur: Evrópumál

Það sem kjósendur mega ekki vita

Hvort sem það eru rússneskir ólígarkar, amerískir auðjöfrar, kínverskir kommúnistar eða evrópskir embættismenn, alls staðar er spilling sjáanleg. Íslenska stjórnsýslan er því miður engin undantekning frá þessari reglu.

Spilling verður tæplega upprætt nema þar sem til staðar er opin stjórnsýsla, frelsi, jafnrétti og almenn mannréttindi. Hornsteinn alls þessa er lýðræðið sjálft, þar sem allir eiga jafnan rétt til að kjósa og að geta tekið upplýsta ákvörðun, byggða á traustum upplýsingum.

Þess vegna gildir sú góða regla innan Evrópusambandsins að Framkvæmdastjórn ESB er óheimilt að hafa afskipti af afgreiðslu einstakra aðildarríkja á samningum þess. Enda gengi slík íhlutun gegn lýðræðinu.

En það er ekki nóg að setja falleg orð á blað. Því miður varð Framkvæmdastjórn ESB uppvís að spillingu af þessu tagi á Írlandi 26. september þegar hún braut gegn reglum sambandsins og misnotaði almannafé til að dreifa ólöglegum áróðursbæklingi inn á írsk heimili. Þetta var fimm dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon samninginn.

Á þetta var bent í færslu fyrir helgina. Hér er upptalning á nokkrum atriðum sem var vísvitandi gengið framhjá í hinum ólöglega áróðursbæklingi.

  • Ekki eitt orð um veigamestu breytinguna: Atkvæðavægi stóru ríkjanna er aukið verulega en dregið úr vægi þeirra minni. Vægi sex fjölmennustu ríkjanna fer úr 49% upp í rúm 70%. Atkvæðavægi hinna ríkjanna, sem eru 21 talsins, er núna 51% en lækkar niður í tæp 30%.
  • Hvergi er minnst á hvernig völd Brussel stjórnarinnar munu aukast við lögtöku samningsins þegar margir nýir málaflokkar færast frá aðildarríkjunum til ESB.
  • Ekki er sagt frá hinni nýju 290. gr. TFEU, sem gefur Brussel heimild til að auka eigin völd, án þess að sækja til þess lýðræðislegt umboð til kjósenda.
  • Ekki er útskýrt hvernig grein 217.7 TFEU heimilar Framkvæmdastjórn ESB að breyta alþjóðlegum samningum án þess að leita samþykkis kjörinna stjórnvalda í nokkru aðildarríki.
  • Ekki er nefnt að framvegis geta aðildarríki ekki tilnefnt fulltrúa í Framkvæmdastjórnina, aðeins gert tillögur. Breyting sem gerir yfirvaldið enn fjarlægara kjósendum. Í stað þess að valdið sé sótt til grasrótarinnar (bottom-up procedure) mun það koma að ofan (top-down procedure).
  • Ekki er minnst á nýjar klausur í greinum um samkeppni (113. gr. TEFU) og heimild til að leggja á ESB-skatt (311. gr. TEFU). Hins vegar er skrifað með glassúr að samningurinn " ... verndi rétt aðildarríkja, sérstaklega í viðkvæmum málaflokkum eins og um skatta og varnarmál".
  • Ekki er sagt frá nýjum ákvæðum um sameiginlegar varnir eða ákvæðum um að auka herstyrk aðildarríkja (42. gr. TEU).

Öllu þessu er haldið leyndu fyrir írskum kjósendum í bæklingnum vonda. Þegar stjórnvald getur búið til einhliða áróðursefni á kostnað skattgreiðenda eru menn komnir út fyrir öll velsæmismörk í því að lítilsvirða lýðræðið. Það gerði Framkvæmdastjórn ESB á Írlandi í september. Hefur Ísland styrk til að standa gegn pólitísku ofbeldi af þessu tagi?


TFEU = Treaty on the Functioning of the European Union (Rómarsáttmálinn)
TEU = Treaty on European Union (Maastricht samningurinn)
Hinn ólöglega áróðursbækling Framkvæmdastjórnar ESB má sjá hér
Erlenda umfjöllun um þessi makalausu lögbrot ESB er að finna hér

 


mbl.is Meirihlutinn telur spillingu ríkja í stjórnsýslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur og ormagryfjan

... andstæðingar ESB hafa notað Icesave-deiluna til að halda því fram að Evrópusambandið hafi leynt og ljóst grafið undan Íslendingum. Það er hins vegar ómakleg ásökun og hefur margoft komið fram hjá forystu Evrópusambandsins að hún lítur á Icesave-deiluna sem algjörlega ótengda umsókninni um ESB 

Hvar hefur ráðherrann verið?

Ómakleg! Ótengd! ESB tók stöðu í málinu og er beinn gerandi í því. IceSave deilan hefur sýnt okkur aðeins undir grímuna sem Evrópusambandið ber. Tekið lokið af ormagryfjunni. Það sama gildir um tvö önnur ný dæmi.  

Annað þeirra eru viðbrögð Brussel við orðum Steingríms J Sigfússonar. Þau sýna að ESB hefur meiri áhuga á Íslandi vegna legu landsins en á hagsmunum þjóðarinnar sem landið byggir (sjá hér).

Hitt er framganga ESB á Írlandi 26. september, sem sýnir að sambandið vílar ekki fyrir sér að brjóta eigin lög og afbaka lýðræðið til að ná sínu fram (sjá hér).

ESB er ekki efnahagssamvinna heldur pólitískt valdabandalag þar sem lög og leikreglur eru látin víkja ef svo ber undir. Þótt krötum þyki óheppilegt að IceSave deilan afhjúpi sannleikann, þá verður hann að fá að koma fram. Þjóðarinnar vegna. Framtíðarinnar vegna.

 


mbl.is Ekki var við ugg í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Augnabliks geðveiki"

eufishingEr líklegt að Íslendingar gangi í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð? 

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur, hefur verið einn ötulasti talsmaður ESB-aðildar undanfarin ár og gaf nýlega út bók um Evrópusambandið. Aðspurður sagði hann að innganga væri hugsanleg ef efnahagsástandið versnaði.

Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já, en á venjulegum degi munu þeir segja nei.

Þegar dyggasti talsmaður Samfylkingarinnar í Evrópumálum telur það "augnabliks geðveiki" að ganga í ESB þarf varla að hafa um það fleiri orð. Fréttir af nýjum lögbrotum ESB (sjá hér) eru ekki til að bæta það.

Ég treysti á að Íslendingar haldi sönsum.

 


mbl.is Icesave skemmir Evrópuumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögbrot ESB á Írlandi

Sunnudaginn 27. september, fimm dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á Írlandi um Lissabon samninginn, lét Framkvæmdastjórn ESB (EU Commission) dreifa 16 síðna bæklingi með sunnudagsblöðunum írsku inn á írsk heimili: Your Guide To The Lisbon Treaty.

Ekki aðeins eru þessi afskipti brot á reglum Evrópusambandsins, heldur voru sumar upplýsingar rangar, annað var fegrað og enn öðru vísvitandi sleppt. Allt í áróðursskyni.

Hér er grein sem Jens-Peter Bonde skrifaði um málið. Fyrri hluti greinarinnar er um skipan Framkvæmdastjórnar, en rekinn var hræðsluáróður um minnkandi ítök Íra ef þeir segðu ekki "já" í atkvæðagreiðslunni. Þeim hluta er að mestu sleppt hér, en síðari hlutinn, sem á ótvírætt erindi til Íslendinga, er birtur óstyttur.

Upplýsingar um höfundinn eru neðanmáls. Leturbreytingar eru að mestu úr upprunalega textanum.

===== ===== =====

The European Commission acts illegally in Ireland

By Jens-Peter Bonde

jens-peter bondeOn Sunday 27 September the European Commission placed a 16-page propaganda supplement in all Irish newspapers as a paid insert. This is an unlawful use of European taxpayer`s money, since the European Commission has no competence whatever in the ratification of treaties.

The Commission is positively misleading on the single topic it should know best about, the appointment of the Commission itself.

"Contrary to the existing (Nice) Treaty, the Commission will continue to be formed of one Commissioner from every Member State", the first page of the Introduction states.

On the contrary, the Nice Treaty provides in Art. 213.1 TEC: "The Commission must include at least one national of each of the Member States". This is the law today. The European Commission`s statement about the Nice Treaty is simply false.

(Næstu 9 málsgreinum sleppt hér. Þær eru um skipan framkvæmdastjórnar ESB.)

euflags 

It is also worth noting that the non-elected Commission finds no space in its 16 pages to explain how it will increase its powers and its monopoly of initiating EU laws in a wide range of new areas.

It does not explain how the new Art. 290 TFEU gives new implementing powers to itself.

It does not explain how Art. 217.7 TFEU may permit the Commission to change international agreements without the approval of the elected members of any parliament.

It does not mention the most important change regarding the Commission, its own mode of appointment. Under Nice each member state Government "proposes" its "own" Commissioner. Under Lisbon they can only put forward "suggestions".

The decision on who will come from each country will lie with the Commission President and 20 of 27 Prime Ministers representing 65 % of the EU`s population.

This radical and important change will make the Commission even less accountable to voters than it is today. It replaces the present bottom-up procedure by a top-down one post-Lisbon.

There is not a word about this in the Commission`s supplement.

The content is hand-picked for Irish voters. The new clause on "distortion of competition"on taxes in Art. 113 TFEU and the new Art. 311 TFEU providing for new taxes for the EU itself are disguised by the sentence: "...it protects the rights of each Member State, especially in sensitive areas such as taxation and defence".

The supplement entirely ignores the new "solidarity"clause on mutual defence in Art. 42.7 TEU and the clause requiring states "progressively to improve their military capabilities" in Art. 42.3 TEU.

There is not a word on the most important change in the Treaty, the shift of voting power from small to big member states.

Under Lisbon, the six largest member states will increase their share of the vote in the Council from 49% today to over 70%. The 21 smallest countries will reduce their combined share from 51% to less than 30%.

Irelandwill halve its vote from 2.0% today to 0.9%.

This is being kept secret from Irish voters in all public information being issued to them - paid for by their own taxpayer`s money- before their Lisbon referendum re-run on this Friday, 2 October 2009.

===== ===== =====

Höfundurinn, Jens-Peter Bonde, sat á Evrópuþinginu fyrir Danmörku í 29 ár, en lét af þingmennsku í maí á síðasta ári. Hann hefur gefið út Lissabon samninginn, í læsilegri útgáfu fyrir almenning. Hægt er að sækja ritið ókeypis á vef hans: "The Lisbon Treaty: Reader-friendly Edition"

Hinn ólöglega áróðursbækling má finna hér í 20 síðna pdf-útgáfu.

Umfjöllun eftir John Anthony Coughlan er að finna hér og fyrir neðan hana er greinin eftir Jens-Peter Bonde í heild.

 


mbl.is 29% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Malta, Ísland og ESB (3)

„Möltubúar eru sannfærðir um að Íslendingar geti lært af reynslu sinni. Bæði um hvernig hægt er að ná hagstæðum samningum við embættismannaveldið í Brussel og hvernig smáþjóð lætur til sín taka á meðal stórþjóðanna í Evrópusambandinu."

Þannig voru lokaorðin í fréttaskýringu Fréttaauka RÚV um Möltu og Evrópusambandið. Þetta er þriðja og síðasta færslan um þátt Fréttaaukans. Fyrsta færslan er hér og önnur hér.


Viðmælendur Fréttaauka RÚV

Lawrence Gonzi forsætisráðherra staðhæfir að upptaka evrunnar hafi verið besta vörn atvinnulífsins og hún geri mönnum kleift að glíma við óróleika í efnahagslífinu. Þetta telur hann ljóst eftir að hafa verið með evruna í eitt ár og tíu mánuði.

Lawrence GonziHafa verður í huga að þegar Gonzi forsætisráðherra er spurður um ágæti ESB eru svör hans jafn fyrirsjáanleg og ef Hannes Hólmsteinn yrði spurður um hvort Davíð Oddsson hafi staðið sig vel eða illa í embætti. Eða ef Össur Skarphéðinsson spurður um rök með eða á móti ESB aðild Íslands.

Ef Gonzi gæfi ESB eitthvað annað en góða umsögn væri hann um leið að gefa sjálfum sér falleinkunn. Það er of langt mál að rekja þau miklu átök sem að baki eru frá umsókninni 1990 til inngöngu 2004. Átakasagan nær miklu lengra aftur og má lesa hana hér.

Kurt Sansone blaðamaður sagði: „Styrkur Möltu eykst við aðild." Ekki þarf að draga það í efa, enda sterkustu rök Maltverja fyrir inngöngu að marka sér stað meðal þjóðanna og undirstrika að þeir séu evrópskir (sjá hér: Spurning um sjálfsmynd).

Hann sagði líka: "Möltubúar notfæra sér framkvæmdastjórn ESB til að veita stjórnvöldum aðhald." Hvaða tök það eru sem maltverskir kjósendur hafa á Brusselvaldinu er mér hulin ráðgáta. Ef ný reglugerð er samþykkt í Brussel verður hún sjálfkrafa að lögum í öllum aðildarríkjunum, líka Möltu. Það er fjarstýring, ekki aðhald.

Lino Briguglio, hagfræðiprófessor, sagði „þótt þjóðin sé fámenn þarf hún að taka upp jafn margar tilskipanir og Þjóðverjar" og þess vegna starfa margir Möltubúar í Brussel. Hann telur, eins og forsætisráðherrann, að Malta hafi náð góðum samningi, en nefndi ekkert dæmi um ágæti hans.


Getum við lært af reynslu Möltubúa?

„Ef sett eru fram öflug rök, studd tölum og rannsóknum, þá nær maður sínu fram í rökræðum" sagði Lawrence Gonzi forsætisráðherra og lagði áherslu á vandaðan undirbúning. Helstu ráðin sem fram komu voru mikilvægi þess að hafa réttu mennina í framvarðasveitinni. Bæði að hafa gallharða samningamenn og svo öfluga fulltrúa í Brussel að samningaferlinum loknum.

Um þetta þarf enginn að efast. En þetta hefur ekki dugað Möltu.

Malta off seasonHvað sem mönnum kann að finnast um Evrópusambandið þá stendur það sig mjög vel að einu leyti. Það gefur út ógrynni af upplýsingum og á netinu er hægt að sjá reglugerðir, tilskipanir og samninga. Ef rýnt er í samninga Möltu þá er ekkert merkilegt við þá. Ekkert sem gerir þá sérstaka eða góða. Hástemmdar lýsingar á glæsilegum samningi eru jafn innantómar og loftbóla íslenska efnahagsundursins.

Það sem Malta „fékk" er að halda reglum um íbúðarhúsnæði, óbreyttum lögum um fóstureyðingar, reglur um báta og veiðarfæri innan 12 mílna landhelgi og eitthvað annað sem ég man ekki hvað var.

Það er eins og Maltverjar telji það „glæsilegan samning" að hafa smíðað aðlögunarreglur um ýmis atriði. Þau gætu verið 70, ég taldi það ekki. En það eru bara aðlögunarreglur, sem allir fá. Þær eru ekki um hvort heldur hvenær nýtt aðildarríki tekur að fullu upp regluverk ESB. Hvort það taki eitt ár, þrjú ár eða fimm ár.

Það er eitt og aðeins eitt í boði við inngöngu í ESB: Evrópusambandið.


Jörðin er flöt. Af því bara!

Ef Össur og Samfylkingin hefðu gert einn þátt um efnið og félagar í Heimssýn annan hefðu orðið til tveir ólíkir þættir. Þegar RÚV býr til þátt ætti hann að vera einhvers staðar þar á milli. Hlutlaus og áreiðanlegur. RÚV hefur boðað frekari umfjöllun um Evrópusambandið. Þetta er viðkvæmasta utanríkismál í sögu lýðveldisins og mjög umdeilt. Því skiptir miklu máli að RÚV standi vaktina af fagmennsku, njóti trausts og miðli vönduðum hlutlausum upplýsingum.

RUVSú mynd sem Fréttaaukinn dró upp var að Matverjar væru hæst ánægðir og sáttir með lífið eftir inngöngu. Efnahagurinn og evran eru stór þáttur í ESB mynd Maltverja. Samt sýnir könnun sem Ein News Service birti á mánudag að þriðji hver Maltverji hefur ekki orðið var við efnahagsbata (hér, áskrift). Hagtölur sýna ekki batamerki.

Beinharðir peningar streyma til Möltu, var sagt. Það rímar ekki við frétt New Europe um að tvö síðustu ár hafa greiðslur Möltu til ESB verið hærri en mótteknir styrkir (hér). Fréttir sem finna má á maltverkum, breskum og öðrum vefmiðlum flytja ekki sömu tíðindi og Fréttaaukinn.

Þá virðist sem litið sé framhjá atriðum sem ekki teljast jákvæð fyrir ESB aðildina en hamrað á einum pólitíkus sem ekki vildi veita viðtal. Til viðbótar við það sem þegar hefur verið nefnt kom ekki fram að verðbólga hækkaði við upptöku evru, eða að tekjur eru enn aðeins 74,5% af meðaltekjum sambandsins. Skautað framhjá vanda vegna mikillar fjölgunar ólöglegra innflytjenda, sem menn telja erfiða hliðarverkun aðildar (hér) og ekki nefnt að undanfarin þrjú ára hafa 30 þúsund manns á Möltu þurft að treysta á matvælaaðstoð (hér) þrátt fyrir glæsilegan samning, svo dæmi séu nefnd. RÚV féll á prófinu. Big time.

 

Við skulum vona að nýskipuð framvarðasveit Íslands standi sig betur en sú maltverska. Við þekkum af reynslunni að samningur verður ekki góður við það eitt að vera kallaður "glæsilegur samningur". Ekki frekar en að jörðin verði flöt bara af því að einhver segir það. Íslenska nefndin þarf að standa sig virkileg vel.

Síðan þarf íslenska þjóðin að gera enn betur og fella þessa vitleysu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

 


mbl.is Samninganefnd vegna ESB skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Malta, Ísland og ESB (2)

Munu þjóðareinkennin hverfa „inn í gráan skrifræðisheiminn í Brussel"? Þetta er færsla númer tvö í tilefni af umfjöllun Fréttaauka RÚV undir yfirskriftinni: Geta Íslendingar lært af reynslu Möltubúa af Evrópusambandinu?
Fyrsta hlutann má sjá
hér.


Að veifa ölmusum

Fjárhagsleg aðstoð fékk nokkuð pláss í þættinum og „hafa beinharðir peningar streymt til Möltu". Guido Demarco, fyrrverandi forseti, var ánægður með styrkina. Malta mun fá um 215 milljarða króna á árunum 2007-2013. Peningarnir renna í vegaframkvæmdir og ýmsa styrki.

Getum við lært þetta af Möltu? Er hægt að freista Íslendinga með tilboði um tímabundna styrki, bætur og ölmusur? Virða skal Maltverjum til málsbóta að þjóðartekjur á mann voru/eru helmingi lægri á Möltu en á Íslandi.


Sjávarútvegur

Malta_bátar„Samanburður á sjávarútvegi á Íslandi og Möltu er erfiður því fiskveiðar skipta mjög litlu fyrir þjóðarhag Möltu og veiðarnar eru nánast bundnar við litla línuveiðibáta."

Punktur. Þetta var allt sem sagt var um sjávarútveg í þættinum.

Ítrekað hafa menn nefnt Möltu sem dæmi um ríki sem fékk undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB, sem er alls ekki rétt. Þar sem þátturinn átti að vera um lærdóm Íslendinga af reynslu Möltu, hefði mátt nefna þessa staðreynd: Malta er ekki með undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB.

Einungis fiskibátar sem eru innan við 12 metrar að lengd mega veiða innan 12-25 mílna og er það byggt á verndarsjónarmiðum. Ákvæðið felur hvorki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang né undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB.

Heildarafli á Möltu hefur verið 850 til 1.050 tonn á ári, sem er eins og einn íslenskur netabátur með þriggja manna áhöfn. Við getum ekki lært af reynslu Möltubúa af þessum málaflokki.


Gangandi vegfarendur

Í þættinum er rætt við nokkra gangandi vegfarendur sem "virðast hæst ánægðir" að sögn fréttamanns.

"Við erum smá og getum ekki staðið ein" sagði ung kona, svo þessi minnimáttarrök eru ekki aðeins til á Íslandi. Hún var ánægð með vegabætur sem kostaðar voru af ESB.  Annar viðmælandi talaði um þrýsting á stjórnvöld og skarpari reglur.

Malta VallettaEldri maður var sáttur við aðild að innri markaðnum (european market) og að ekki þyrfti að fara í banka og skipta gjaldeyri á ferðalögum erlendis. Það "vandamál" var úr sögunni hjá Íslendingum með upptöku greiðslukorta, sem eru gjaldgeng hvar sem er í heiminum.

Kona á miðjum aldri var ekki eins hæst ánægð og hinir. Hún hafði áhyggjur af efnahagsmálum og óöryggi í atvinnumálum en var viss um að ástandið myndi skána. "Við vissum að þetta yrði erfitt, en fyrir börnin okkar er þetta betra". Ekki kom fram hvað verður betra eða hvernig það batnar.


Muscat og Moggagrein

Joseph Muscat heitir maður og er formaður Verkamannaflokksins á Möltu. Hann ritaði grein í Morgunblaðið 2002 og hvatti Íslendinga til að standa utan ESB. Muscat vildi ekki ræða við Fréttaaukann og „fór undan í flæmingi" þegar haft var uppi á honum.

Muscat talaði fyrir málstað sem varð undir fyrir sex árum. Nú, eftir fimm ár í ESB og tvö ár með evruna veit hann að það verður ekki aftur snúið. Hann þarf að tileinka sér pólitíska æðruleysisbæn og gera það besta úr stöðunni, enda hefur flokkur hans breytt um stefnu. Það var samt slakt hjá honum að veita ekki viðtal.

Og það er óneitanlega sérstakt að maðurinn sem var ekki talað við fékk meiri umfjöllun í þættinum en landbúnaður og sjávarútvegur samanlagt.


Framhald ...

Í þriðju og síðustu færslunni um Möltu, Ísland og ESB verður litið á viðmælendur Fréttaaukans, rýnt í heildarmyndina og reynt að svara spurningunni: Geta Íslendingar lært af reynslu Möltubúa af Evrópusambandinu?

Svo, niðurlag í næsta bloggi ...

 


Malta, Ísland og ESB (1)

 


"Risavaxið skrifræðisbatterí"

"Innan fárra vikna heldur hópur íslenskra embættismanna til Brussel til samninga við Evrópusambandið. Þeirra bíður það verkefni að berjast fyrir hagsmunum smáríkis og kljást við risavaxið skrifræðisbatterí Evrópusambandsins."

Þannig hófst inngangur Fréttaaukans að fréttaskýringu um Möltu og ESB. Yfirskrift hennar var: Geta Íslendingar lært af reynslu Möltubúa af Evrópusambandinu? Ísland og Malta eiga það sammerkt að vera fámenn eyríki í útjaðri Evrópu, sem bæði fengu sjálfstæði á liðinni öld; Ísland 1944 og Matla 1964. Það var margt forvitnilegt  í þessari 11 mínútna fréttaskýringu.

Malta 

Spurning um sjálfsmynd

Það sem helst stendur uppúr eru þau rök sem virtust sterkust fyrir ESB aðild Möltu. Þau snúa að sjálfsmynd þjóðarinnar og stöðu hennar í samfélagi þjóðanna. Fyrrverandi forseti landsins vill tryggja að framtíða maltverskra barna verði evrópsk framtíð.

Möltubúar virðast telja aðild að sambandinu tryggja að enginn telji þá smáríki við strendur Norður Afríku, heldur sé öllum ljóst að þeir séu evrópskir í húð og hár.

Möltubúar vilja tryggja sjálfsmynd sína og stöðu í heiminum með aðild að Evrópusambandinu.

Þessi rök eru bæði sterk og skiljanleg. Maltverjar vilja taka sér stöðu sem evrópsk þjóð til framtíðar. Íslendingar þurfa hins vegar ekki að "sanna" að þeir séu evrópskir. Þeir eiga djúpar evrópskar rætur, hafa tekið þátt í evrópsku samstarfi í fjölda ára og norrænni samvinnu svo lengi sem elstu menn muna.

Þótt þessi ágætu rök kunni að vega þungt á Möltu eru þau ekki veigamikið dæmi um eitthvað sem "Íslendingar geti lært af reynslu Möltubúa" svo vísað sé í yfirskrift fréttaskýringarinnar.


"Landbúnaður hefur átt erfitt uppdráttar"

Landbúnaðurinn fékk ekki nema 22 sekúndur í þættinum. Þó kom fram að veran í ESB hefur bitnað hart á bændum. Margir hafa gefist upp en "þeir framleiðendur sem eftir eru hafa margir hverjir sameinast".

Malta bóndiLandbúnaðarkaflinn er langstærstur í viðaukanum við aðildarsamning Möltu. Tvær aðlögunarreglur skera sig úr og gilda lengur en aðrar. Báðar varða maltneska styrki til landbúnaðar. Þá skal fella niður; annars vegar á 7 árum vegna kjöts og dýraafurða og hins vegar á 11 árum vegna grænmetis, ávaxta og kornræktar.

Ekki var rætt við fulltrúa bænda í þættinum eða reynt að áætla hversu margir bændur verða enn eftir þegar þessum aðlögunartíma lýkur.

Kjöt hefur hækkað í verði en vín og ostar lækkað. Hækkun á kjötverði skýrist af því að nú er bannað að flytja inn kjöt frá Nýja Sjálandi og flutt inn dýrara kjöt frá ESB löndum í staðinn.

Miðað við þá útreið sem maltneskur landbúnaður fær geta Íslendingar lært það af reynslu Möltu að tryggja hag bænda betur en þeim tókst, eða standa utan sambandsins ella.


Umhverfismálin vega þungt

Eftir að Malta gekk í ESB hafa umhverfismál komist á dagskrá. Þetta má glöggt sjá í viðauka (Annex II) við aðildarsamning Möltu. Þar er umhverfiskaflinn næst stærstur, aðeins landbúnaðarkaflinn er stærri. Fram kom að þrýstingur hafi líka verið frá almenningi um að gera umhverfismálum hærra undir höfði.

Á Íslandi hefur verið rekið Umhverfisráðuneyti síðan 1990 og "stórstígar endurbætur verið gerðar á löggjöf og stefnumótun í umhverfismálum". Mengunarvarnir, endurvinnsla og önnur umhverfismál eru því í allt öðrum farvegi hér en var á Möltu árið 2003.  Ísland þarf ekki að ganga í ESB til að taka upp flokkun sorps eða önnur umhverfisúrræði.

Umhverfismál eru sögð eitt helsta dæmið um það sem breyst hefur til hins betra á Möltu, en geta ekki talist dæmi um eitthvað sem "Íslendingar geti lært af reynslu Möltubúa".


Framhald ...

Margt fleira var áhugavert í þættinum, sem verður að bíða næstu færslu. Svo sem um viðhorf almennings, fjárhagslega aðstoð, um svör viðmælenda, manninn sem neitaði viðtali, um evruna og efnahaginn og um sjávarútveg.

Út úr öllu saman kemur svo einhver niðurstaða, sem ætti að innihalda svar við yfirskrift þáttarins: Geta Íslendingar lært af reynslu Möltubúa af Evrópusambandinu?

Svo, framhald í næsta bloggi ...

 


Fá þeir kosningarétt 53 ára?

Ekkert er mikilvægara fyrir stjórnmálastéttina í Brussel en að fá frið fyrir kjósendum. Hún rær nú að því öllum árum að koma í veg fyrir að þegnarnir fái að kjósa um stjórnarskrána. Það yrði meiriháttar áfall fyrir ESB ef það neyddist til að efna til lýðræðislegra kosninga.

Þetta er algjört einsdæmi í veraldarsögunni; að þegnum lýðræðisríkja sé meinað að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá. Það er líka einsdæmi að stjórnarskrá sé vísvitandi gerð almenningi óskiljanleg.

Mesta „hættan" virðist liðin hjá. Embættismenn féllust á skilyrði forseta Tékklands fyrir undirritun Lissabon stjórnarskrárinnar. Nú er þeim mikið í mun að fullgilda hana áður en þingkosningar fara fram í Bretlandi. Annars gæti farið svo að bresku þjóðinni verði leyft að kjósa um hana. Það er "slys" sem Brusselvaldið vill koma í veg fyrir með öllum ráðum.

---------- ---------- ---------- ---------- ----------
"No one under the age of 52 has ever had a say
on this important evolution and it's about time we did."
Lorraine Mullally, framkvæmdastjóri Open Europe
---------- ---------- ---------- ---------- ----------

Bretar gengu í Efnahagsbandalag Evrópu árið 1973 að undangengnum kosningum. Síðan þá hefur mikið breyst. Efnahagsbandalagið (EBE) vék 1992 fyrir Evrópusambandinu (ESB) og pólitískur samruni jókst með tilheyrandi valdaframsali. Nú hefur breska stjórnin samþykkt stjórnarskrá ESB án þess að bera það undir þjóð sína.

Í Bretlandi hefur ekki verið kosið um Evrópumálin síðan 1975. Það þýðir að þeir sem eru yngri en 52 ára hafa aldrei fengið neitt um þau að segja. Ekki fengið að tjá sig um ESB, sem í dag hefur meira vald yfir daglegu lífi þeirra en breska þingið.

Nú eygja breskir kjósendur von um að fá að greiða atkvæði um stjórnarskrána á næsta ári. En það er veik von, mjög veik von. Líklega mun stjórnmálastéttin í Brussel hafa betur og ná að koma í veg fyrir framgang lýðræðisins.

Með Lissabon stjórnarskránni tryggir Brusselvaldið sér endanlega frið fyrir kjósendum og ólíklegt að Bretar, eða aðrir þegnar Evrópuríkisins, fái nokkurn tímann að segja skoðun sína á neinu sem máli skiptir. Kerfiskarlarnir sjá fram á fullnaðarsigur yfir lýðræðinu, því miður.

Það er eðlilegt að almenningur treysti ekki slíku stjórnvaldi.

 


mbl.is Treysta ekki AGS og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ESB-undanþágu fyrir slátur?

Það má vissulega hafa lúmskt gaman af regluverki möppudýranna frá Brussel. Aðlögunarreglur úr ESB samningi Möltu eru samt settar fram hér til fróðleiks eingöngu. Til að draga fram hvernig ESB býr til reglur um allt sem hugsast getur og meira til. Malta varð fyrir valinu vegna (furðu)fréttar um 77 undanþágur.


Maltnesk vín samkvæmt ESB-stöðlum
Malta á sér langa hefð í víngerð og eru Ġellewża (rautt) og Ghirgentina (hvítt) eins konar þjóðardrykkir. Um þetta segja bruggreglur ESB.

Malta may until 31 December 2008 maintain the minimum natural alcoholic strength of wine produced from the indigenous vine varieties Ġellewża and Ghirgentina at 8% vol. with an allowable increase in natural alcoholic strength (enrichment) not exceeding 3% vol.


ESB-búr fyrir varphænur
Malta fékk tvö ár til að tryggja að allar varphænur í landinu verptu í ESB-búrum. Svona er aðlögunarreglan:

Until 31 December 2006, 12 establishments in Malta may maintain in service existing cages not meeting the minimum requirements for minor construction elements (height and floor slope only), provided that the cages are at least 36 cm high over at least 65% of the cage area and not less than 33 cm high at any point and have a floor slope not greater than 16%.


Tollar af metravöru (og drengjaföt)
Malta fékk fimm ár til að aðlaga tolla af metravöru ESB reglum í þremur áföngum. Tiltekið er hversu margir fermetrar af ull, denim og öðrum vefnaði fellur þar undir. Síðan eru þessi skilyrði sett:

provided that the goods in question are used in the territory of Malta for the production of men's and boys' outerwear (not knitted or crocheted), and remain under customs supervision pursuant to the relevant Community provisions on end-use ...

Hvers vegna eingöngu karlmanns og drengjaföt, veit ég ekki. Eða hvers vegna "outerwear" veit ég ekki heldur. En það skal hafa strangt eftirlit með vörunni, þetta finnst mér meiriháttar:

The Commission and the competent Maltese authorities shall take whatever measures are needed to ensure that the goods in question are used for the production of men's and boys' outerwear (not knitted or crocheted) in the territory of Malta.


Þarf Ísland undanþágu fyrir slátur?
Reglur sem Malta undirgengst um vínbruggun, sem byggist á aldalangri hefð, virka á mig eins og ef Íslandi yrði gefinn 5 ára aðlögunartími til að hætta að borða svið. Reglur um harðfisk gætu orðið spennandi. Síðan fengjum við þrjú ár til að læra að sauma sláturkeppi með ESB-nálum.

Og auðvitað fylgdu nákvæmar leiðbeiningar (á íslensku?)

Nálin skal vera 5,4 cm að lengd og vísa upp um 45° þegar keppurinn er þræddur. Munið að snúa ávallt í norður þegar saumað er! Óheimilt er að taka slátur nema með nýklipptar neglur. ESB-naglaklippur fást í næsta apóteki.

Ísland þarf eina og aðeins eina undanþágu: Undanþágu frá ESB.


PS: Í tilvitnunum eru númer á reglugerðum og tilvísanir í lagagreinar teknar út til að gera textann læsilegri.


VÍK BURT KRATAR

eurovice280
Næst því að losna við Össur úr ríkisstjórn er íslenskri þjóð fátt mikilvægara en að losna við Jóhönnu.

Ræða Jóhönnu eða bullið í Össuri. Það má ekki á milli sjá.

Af tvennu illu er hvorugt skárra. En Össur þó verri.

Ég vona að Jón Bjarnason standi með íslensku þjóðinni og gegn ESB-brjálæðinu.

Þótt baráttumál forseta Tékklands séu af allt öðrum toga en hagsmunamál Íslands má Jón taka sér staðfestu hans til fyrirmyndar, þegar viðræður um sjávarútveginn hefjast.

Ísland þarf eina og aðeins eina undanþágu: Undanþágu frá ESB.

 


mbl.is ESB fellst á skilyrði Klaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband