14.10.2009 | 12:38
ESB martröðin
Draumur Samfylkingarinnar er að verða að martröð íslensku þjóðarinnar.
Milljarðar á krossaspurningar í miðri kreppunni. Eftirgjöf í IceSave til að styggja ekki Brussel. Og Össur ennþá utanríkisráðherra.
Bara að Vinstri grænir hefðu nú verið jafn staðfastir og Vaclav Klaus, eins og þessi nýja frétt sýnir. Þá þyrfti ég ekki að sjá eftir að hafa kosið þá.
![]() |
Svör við ESB-spurningum að verða tilbúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.10.2009 | 13:06
EKKERT = kr. 326.530 milljónir
Auðvitað þarf að ljúka þessu Icesave máli, en það er ekki sama hvernig það er gert. Í gær kom frétt um að eignir Landsbankans dygðu fyrir 90% af forgangskröfum og að líklega myndu "aðeins 75 milljarðar" falla á ríkissjóð.
Svona málflutningur er, eins og ágætur maður orðaði það, að setja varalit á svínið til að gera það kyssilegra.
Með sömu röksemdafærslu þarf ríkissjóður ekkert að greiða ef eignir Landsbankans duga fyrir öllum forgangskröfum, 100%. En það er ekki svo.
Ef við þurfum "ekkert" að greiða verður reikningurinn aðeins 326,5 milljarðar. Já, aðeins 326.530 milljónir króna. Lánin, sem Bretar og Hollendingar vilja ríkisábyrgð á, bera 5,5% vexti, sem þessa dagana gerir um 100 milljónir á dag. Þau gufa ekki upp þótt varaliturinn sé dreginn fram.
Þetta gerir 34 til 47 milljarða á ári í átta ár. Það er nú allt núllið. **
Gangi draumaspá ríkisstjórnarinnar eftir, þannig að 90% höfuðstólsins greiðist með eignum Landsbankans, verður reikningurinn ekki minni en 405 milljarðar, sem er býsna mikið meira en 75 milljarðar. Það verður fróðlegt að sjá skýringarnar á nýju mati á eignum Landsbankans, sem nú er óvænt komið í 90% en var 83% í júní.
Það hlýtur að koma - mottóið er jú að allt eigi að vera uppi á borðum.
---------- ---------- ----------
** Í þessum útreikningi er miðað við að eignir mjatlist inn á höfuðstólin á sjö árum, mest í lok tímans. Og að fallist verði á nauðsamningana við Breta og Hollendinga. Einnig er miðað við gengi 5. júní, daginn sem nauðasamningarnir voru undirritaðir. Sé miðað við gengið í dag hækkar reikningurinn um litla 20 milljarða. Ekki er tekinn með annar kostnaður vegna uppgjörs gamla og nýja LÍ.
![]() |
Málin að komast á lokastig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.10.2009 | 20:25
ESB setur nýtt met
Vaclav Klaus reynir enn að spyrna við fótum, en hann hefur aldrei dregið dul á andúð sína á ólýðræðislegum vinnubrögðum innan ESB, þar sem 495 milljónir íbúa í 26 löndum fá ekki einu sinni að kjósa um sjálfa stjórnarskrána. Klaus á hrós skilið fyrir andóf sitt.
Með stjórnarskránni frá Lissabon verður sett nýtt met í valdatilfærslu. Þá mun löggjafarvald í 105 málaflokkum flytjast frá þjóðþingum aðildarríkja ESB til Brussel. Hér er meðal annars um að ræða utanríkismál, öryggismál, viðskipti, varnarmál, dómsmál og efnahagsmál. Aldrei fyrr hefur svo mikil valdatilfærsla átt sér stað í einu, innan ESB eða forvera þess.
Þótt fulltrúar allra þjóðanna eigi sæti í Ráðherraráðinu og líka (ennþá) í Framkvæmdastjórninni er það engan veginn sambærilegt við lagasetningu einstakra þjóðþinga.
Með tilfærslu valds til yfirþjóðlegrar stjórnar rofnar tengingin milli kjósenda og þeirra sem fara með löggjafarvaldið. Tengin sem á að vera grundvöllur lýðræðisins. Það er því um leið verið að skerða sjálft lýðræðið.
Til viðbótar er neitunarvald (veto-ákvæði) fellt niður í mörgum málaflokkum og atkvæðavægi innan Ráðherraráðsins breytt, fámennum ríkjum í óhag. Það er vandséð hvaða áhrif Ísland, með 0,064% vægi, hefði á mótun eigin mála í Nýja ESB. Vonandi að Klaus gangi sem allra best að tala máli lýðræðisins. Því skýrari mynd sem umræðan gefur af ESB, því minni líkur eru á að Ísland villist þarna inn.
![]() |
Vill fyrirvara í Lissabon-sáttmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2009 | 12:58
50.000 blaðsíður
Það er kreppa. Niðurskurður og skattahækkanir. Versnandi lífskjör.
Hvað er þá betra en að eyða 427 milljónum í að þýða 50.000 blaðsíður af lagatexta frá Brussel?
Ef hér væri allt í lukkunnar velstandi væri umsókn Samfylkingarinnar um ESB aðild kannski skaðlaus, jafnvel brosleg. En þetta er löngu hætt að vera fyndið. Er bara sorglegt.
Þetta er umsóknin sem stendur í vegi fyrir réttlátri niðurstöðu í IceSave. Það sjá allir samhengið.
Það er ekki nóg að gagnrýna Brown, eftir að búið er að samja af sér. Það lagar ekkert. Fari Samfylkingunni ekki að batna ESB sóttin fljótlega kæmi mér ekki á óvart að hún eigi eftir að skaða hana alvarlega áður en yfir lýkur.
![]() |
Jóhanna gagnrýnir Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2009 | 22:48
Jóhanna lýsir yfir uppgjöf
Það eru magnaðar yfirlýsingar í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur varðandi IceSave klúðrið. Ítrekað hafa kratar haldið því fram að okkur beri að greiða IceSave, ekki síst þeir sem fara mikinn á blogginu. Enga undankomuleið sé að finna í regluverki möppudýranna í Brussel. En nú kemur leiðtoginn fram með yfirlýsingar sem ganga þvert á þennan margendurtekna "sannleika" kratanna.
Hér er bein tilvitnun í ræðu Jóhönnu:
Það er ekki réttlátt að Íslendingar séu látnir gjalda fyrir gallaða löggjöf Evrópusambandsins. Það er ekki réttlátt að Bretar og Hollendingar hreinsi hendur sínar af því að þeirra eigið fjármálaeftirlit hafi brugðist, ekki síður en okkar, í Icesave málinu og það er afar ósanngjarnt að þeir skuli torvelda samstarf Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Við urðum fórnarlömb þess að allar þjóðir sem við eigum helst samskipti við, bæði austan hafs og vestan, töldu nauðsynlegt að verja gallaðar fjármálareglur til þess að forða áhlaupi á banka víða um heim.
Þetta er skýrt. Ekkert sem þarf að túlka eða útskýra. Jóhanna segir hreint út að löggjöf ESB sé gölluð, að framganga Breta og Hollendinga sé ekki réttlát, að Íslendingar séu fórnarlömb gallaðra reglna í fjármálaheiminum. Að Íslendingar séu órétti beittir og að knúin hafi verið fram ósanngjörn niðurstaða.
Hvað gerir þjóðarleiðtogi þá?
Hann hlýtur að berjast gegn óréttlætinu, standa á rétti sínum og setja fram kröfu um réttláta niðurstöðu. Standa með þjóð sinni. Nei, ekki Jóhanna Sigurðardóttir. Hún lýsti yfir uppgjöf.
Kalt hagsmunamat segir mér að við eigum ekki annarra kosta völ en að gera upp Icesave reikningana.
Þessi uppgjöf er útskýrð með nokkrum klassískum klisjum um AGS, erlent fjármagn, gjaldeyrisvaraforða og ótta við einangrun frá alþjóðsamfélaginu (les: Evrópusambandinu). Stjórnmálamaður sem ekki treystir sér til að standa á rétti þjóðar sinnar á ekki að gegna embætti forsætisráðherra.
Annað sem vekur athygli í ræðunni er að ESB umsóknin er ekki nefnd nema eins og í framhjáhlaupi; þrjár setningar á blaðsíðu þrjú. Það þykir greinilega ekki vænlegt lengur að hafa Evrópusambandið í forgrunni. Og verður það vonandi aldrei aftur.
![]() |
Skattkerfinu breytt óhikað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2009 | 13:04
Drögum ESB umsókn til baka
2.10.2009 | 13:02
Það verður ALDREI kosið aftur
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.10.2009 | 13:01
Elvítis Sokking Bokk
23.9.2009 | 16:36
Barroso á Bessastaði
21.9.2009 | 20:14
Langflottasta lið í heimi vs Liverpool
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.9.2009 | 16:45
ESB fáninn dreginn niður?
17.9.2009 | 17:46
Hvar situr Holta-Þórir?
16.9.2009 | 13:10
Vonbrigði Evu Joly
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.9.2009 | 12:57
Koma svo! Áfram Ísland.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.9.2009 | 12:54