Hvar situr Holta-Þórir?

Það er óskandi að bæði Bretar og Hollendingar hafni fyrirvörunum og að það þurfi að semja um IceSave upp á nýtt. Það gæti verið okkar besti möguleiki til að losa Íslendinga framtíðarinnar við þessar dæmalausu drápsklyfjar.

ÁRÓÐUR um einangrun og fjárskort var notaður til að troða IceSave gegnum þingið. Annars færi hér allt til fjandans. Hingað kæmi enginn til að fjárfesta, hingað kæmu engin lán og ekkert erlent fjármagn til framkvæmda. Hér færi allt í kaldakol. Þetta þekkja allir.

Á sama tíma biðu Japanir með 126.000 milljónir eftir svari og nú bíða Kínverjar með töskufylli af dollurum. Þeir vilja fjárfesta á Íslandi en verður trúlega hafnað þar sem þeir eru ESB ekki þóknanlegir. En kanadískur jöfur fékk að kaupa orkufyrirtæki í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð.

Það er til nóg af peningum og nóg af fjárfestum um allan heim. Hræðsluáróður Holta-Þóris og týnda forsætisráðherrans heldur ekki. Það þarf ekki að samþykkja kröfu ESB og AGS um að láta þjóðina borga IceSave til að fá fjárfesta og peninga til landsins, þeir bíða í röðum. Það er ekki hægt að nota það vopn gegn þjóðinni lengur.

 


mbl.is Óska eftir trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tja ætli hann sitji ekki fjærst háborðinu.

Annars ert á svo miklum villigötum í þessu máli að með ólíkindum er.

Icesave snýst um að ísland standi við alþjóðlegarskuldbindingar sínar. Snýst um það og hefur alltaf gert frá byrjun.  Þýðir ekkert að vera með hausinn á kafi ofan í sandi þessu viðvíkjandi og raunar undarlegt þegar margbúið er að bnda þér og öðrum á staðreyndir mála.  Margbúið og það ítarlega.

Og já - fáum endilega kínverja hérna inn.  Einmitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.9.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ómar Bjarki, þetta með Kínverjana er bara eitt dæmi um menn sem vilja leggja fé í fjárfestingar á Íslandi án þess að IceSave sé frágengið, þrátt fyrir hræðsluáróðurinn. Til viðbótar við dæmin þrjú í færslunni má nefna nýjan samning um fjármögnun álvers, sérhæfða skurðstofu á Reykjanesi og stórt gagnaver við Blönduós. Allt framkvæmdir þar sem erlend fjárfesting kemur við sögu. 

Þó að þú sért viss um alþjóðlegar skuldbindingar Íslands eru ekki allir á sama máli. Málsmetandi lögmenn og sérfræðingar í alþjóðarétti, bæði innlendir og erlendir, eru meðal þeirra sem telja þetta orka tvímælis eða vera beinlínis rangt. Það deilir enginn lengur um að samningurinn var mjög slakur og því hið besta mál ef hægt er að byrja á honum upp á nýtt. Með því er ekki verið að hlaupast undan ábyrgð, heldur leita að eðlilegri niðurstöðu.

Hafðu annars bestu þakkir fyrir innlitið og athugasemdina.

Haraldur Hansson, 18.9.2009 kl. 08:28

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Bretar og hollendingar, vanir samningamenn, tóku ekki afstöðu til fyrirvara Alþingis, fyrr en þeir voru frágengnir þaðan. Gerum það sama, tökum ekki afstöðu til krafna breta og hollendinga, fyrr en hún liggur fyrir opinberlega. Það væru mikil mistök að fjalla um kröfur þeirra opinberlega fyrr en þær eru formlega komnar á okkar borð. Sýnum yfirvegun góðra samningamanna.

Reynum að klúðra ekki málum að nýju !

Áfram Ísland ekkert ESB !

Haraldur Baldursson, 18.9.2009 kl. 08:54

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ekki Iceslave....og ekki ESB..... hvað sem þessi hörmulega stjórn segir.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.9.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband