28.7.2011 | 16:44
Rotin, spillt eða skemmd
Nú er bannað að halda kökubasar nema bakkelsið sé framleitt í viðurkenndu eldhúsi". Húsmæður, sem af myndarskap hafa bakað í þágu góðra mála, mega ekki lengur baka heima hjá sér. Eldhúsin þeirra eru ekki "viðurkennd".
Það er eitthvað bogið við þetta.
Konur (og stöku karlar), sem baka til að gefa, framleiða góðgætið í eldhúsinu heima, sem er reglulega þrifið með Cillit Bang. Þar er rennandi vatn, kæliskápur, hrærivél og bakaraofn. Hráefnin eru þau sömu og notuð yrðu þótt taka þyrfti viðurkennt eldhús" á leigu fyrir baksturinn.
Lög um matvæli eiga að tryggja gæði, öryggi og hollustu matvæla. Þar segir að óheimilt sé að markaðssetja matvæli" sem eru heilsuspillandi eða óhæf til neyslu vegna mengunar eða vegna þess að þau eru rotin, spillt eða skemmd."
Ég nennti ekki að lesa lögin staf fyrir staf til að finna forsendur fyrir banninu, en þær eru eflaust þar.
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir eiga að annast eftirlit. Lögin eru yfirgripsmikil og miðast við fyrirtæki í matvælaframleiðslu á öllum stigum. Ekki kemur á óvart að vísað er í fjölmargar gerðir Evrópusambandsins í lögunum. Stór lagabreyting sem tók gildi 1. mars 2010 er samkvæmt bandormi frá Brussel.
Er það ekki einmitt vandamálið?
Heildarlöggjöf sem á að passa upp á alla sölu og framleiðslu matvæla í fjölmörgum löndum leiðir af sér bann við bakkelsi í heimahúsum. Klukkutíma kökubasar er settur undir sama hatt og fjölþjóðleg verslunarkeðja. Lítil fjáröflun í góðgerðarskyni lýtur sömu reglum og atvinnurekstur í hagnaðarskyni.
Mig grunar að bannið sé bjánaleg hliðarverkun. Risavaxið skrifræðisbatterí stígur á lággróðurinn án þess að taka eftir því.
Múffu-mömmurnar á Akureyri geta komist framhjá lögunum með því að bjóða bakkelsið gefins og hafa söfnunarkassa á staðnum. Þeir sem fá gefins múffur setja örugglega nokkra hundraðkalla í kassann til að styrkja gott málefni.
![]() |
Múffurnar lutu í lægra haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2011 | 01:05
Hrói Höttur: „Hættið allri skattheimtu“
Hrói snýr heim ásamt þjóni sínum eftir áralanga fjarveru í Landinu helga þar sem þeir börðust fyrir konung. Það hefur mikið breyst í Skírisskógi og allt til hins verra.
Fólk lifir í ótta við nýja fógetann, sem innheimtir skatta af hörku. Sá fyrsti sem gefur sig á tal við þá við komuna heim til Locksley segir við erum skattpínd til að standa straum af stríðsrekstrinum í Landinu helga".
Hróa blöskrar óttinn og örbirgðin og heldur rakleitt til Nottingham. Þar blasir við sár fátækt og markaðurinn er ekki skugginn af sjálfum sér.
Hrói fer á fund fógeta, sem ræðir við rukkara sína um þörf konungs fyrir auknar skatttekjur og krefst enn harðari innheimtu.
Orðaskipti Hróa og fógetans byrja þannig:
Hrói: Hættið allri skattheimtu. Í dag.Fógeti (glottandi): Skemmtilegt.
Hrói: Ég er ekki að spauga. Það er markaðsdagur í dag og þó er enginn markaður.
Fógeti: Og hvað áttu við með því?
Hrói: Ef maður framleiðir meira en hann þarf til að framfleyta sér og fjölskyldunni fer hann með afganginn á markaðinn. Hann skiptir á varningi og skírið tekur sinn skerf.
En þar til svo er, verðum við að hjálpa öllum að sjá fyrir fjölskyldum sínum. Koma viðskiptunum á að nýju.Fógeti: Sá sem sér fyrir fjölskyldu sinni verður værukær og latur. Hann vill ekki vinna. Við þurfum soltna menn.
Okkar göfugi vinur virðist gleyma því að soltnir menn eru dyggðugir.
Samtalið er úr þættinum Will you tollerate this? sem er sá fyrsti í þáttaröð BBC um Robin frá Locksley, jarlinn af Huntington. Í framhaldi af deilum sínum við fógetann var hann gerður útlægur og varð þekktur sem Robin Hood, eða Hrói Höttur leiðtogi útlaganna og bjargvættur alþýðunnar.
Þetta var árið 1192. Skyldi Hrói eiga sér skoðanasystkin nú, 819 árum síðar?
![]() |
Hærri skattar skila sér lítið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2011 | 08:32
Glansmyndir og grámygla
Það er hægt að láta allt líta vel út á glansmynd, jafnvel peningamarkaðsbréf Landsbankans. En svo bankaði sannleikurinn uppá. Í grámyglu hversdagsins rýrnaði 100% öruggur sparnaður" um þriðjung á einni nóttu.
Meðan grunnur var lagður að Efnahags- og myntbandalaginu, leit nýja evru-myntin vel út. Á glansmynd. En svo kom hún og í grámyglu hversdagsins breyttist hún í myllustein um háls skapara síns.
Rifjum upp hvað Horst Köhler sagði 1992. Þá var hann fjármálaráherra og síðar forseti Þýskalands:
It will not be the case that the south will get the so-called wealthy states to pay. Because then Europe would fall apart. There is a no bail out rule', which means that if one state by its own making increases its deficits, then neither the community nor any member states is obliged to help this state.
- Horst Köhler, apríl 1992.
Fullyrðingin um enga björgunarpakka" reyndist röng. Fullyrðingin um að stöndugri ríkin greiði ekki fyrir suðrið reyndist röng. Samkvæmt Köhler mun Evrópusambandið nú leysast upp. ESB verður að halda í vonina um að hann hafi rangt fyrir sér um það líka.
Það tók Grikki aðeins 10 evru-ár að keyra sig í þrot. Nú tekur við 30 ára fjölþjóðlegt átak til að reyna að vinda ofan af ruglinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2011 | 00:04
Áskorun: FÓRNUM FULLVELDINU
Emma Bonino var orðin hálfgerður Íslandsvinur á sínum tíma. Misserum saman var hún reglulega í fréttum íslenskra fjölmiðla meðan EES samningurinn var aðal málið. Gott ef Jón Baldvin drakk ekki þrjá bolla að café latte með henni á fundi í Brussel ´93.
Emma á sæti á ítalska þinginu, en var áður í æðstu stjórn ESB sem kommissar neytenda- og sjávarútvegsmála. Nú hefur hún ritað grein sem er áskorun til þegna Evrópuríkisins. Um leið er hún kröftug aðvörun til okkar hinna, sem blessunarlega erum utan hættusvæðisins. Greinin birtist víða, m.a. í Mogganum og hér (á ensku).
Greinina ritar hún í félagi við Marco De Andreis, sem er fyrrum embættismaður ESB. Hún hefst á orðunum Ítalía hefur nú smitast af evrusjúkdómnum" sem þau kalla faraldur". Meðal áhugaverðra atriða er þetta:
- Samstarf fullvalda ríkja hefur augljóslega brugðist.
- Skuldakrísan er tækifæri fyrir frekari samruna.
- Ekkert myntbandalag hefur heppnast án pólitískrar sameiningar.
- Ríki í vexti greiði hærri gjöld en hin.
- Verði aðildarríkin fullvalda er úti um evruna.
- Endurheimti ríkin völd sín er tilvist Evrópusambandsins í hættu.
- Ríkin gangi lengra í að afsala sér fullveldi.
- Stofna fjármálaráðuneyti Evrópu.
- Evrópskur fastaher yrði sá næststærsti í heimi.
- Fleiri valdsvið verði færð til Brussel.
Þau vilja stíga Lissabon-skrefið til fulls og breyta ESB formlega úr sambandi sjálfstæðra ríkja í eitt sjálfstætt sambandsríki. Angela Merkel, Nicolas Sarkozy, Jean Claude Trichet og fleiri hafa talað á svipuðum nótum.
Emma og Marco leggja til að slagorð á latínu, um að af mörgum verði einn" skuli standa á öllum evruseðlum til að undirstrika að pólitísk sameining Evrópu er nauðsynleg til að tryggja að evran haldi velli."
Skýrara verður það tæpast: Fórnum fullveldinu og björgum evrunni. Svo þar höfum við það frá Íslandsvininum Emmu. Hefur einhver áhuga? Virkilega?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2011 | 08:32
Förum í stríð! Það eru 133 krónur í húfi
Ef 133 krónur er ekki ástæða til að fara í stríð, hvað þarf þá til? Eftir að Stöð 2 birti hræsnisfréttina sína tók samfylkingarvefurinn Eyjan við undir fyrirsögn í binga stíl. Athugasemdirnar eru í samræmi við það.
Það skal ráðist á bændur og lumbrað á þeim. Þeir geta ekki farið í verkfall eins og launamenn til að sækja kjarabætur. Leið þeirra er að fá afurðaverð hækkað þegar nauðsyn krefur. Það er notað sem tylliástæða fyrir árásunum.
Bændur eru sagðir skerða kjör landans með frekjulegum hækkunum. Ef rýnt er í tölur Hagstofunnar um neysluútgjöld og dæmið reiknað til enda, kemur í ljós að hin frekjulega hækkun" kostar meðal Íslending 133 krónur á mánuði.
Einn hópur manna þarf enga tylliástæðu.
Síðustu daga hafa komið þrjár árásir úr þeirri átt. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vill sniðganga lambakjöt, Þorsteinn Pálsson fulltrúi í ESB samninganefndinni fór langt út fyrir mörk skynseminnar í Fréttablaðsgrein og Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri sama blaðs leggur leiðara undir hnútukast í garð bænda.
Lykilatrið í þessu sambandi er þetta:
Þeir Gylfi, Þorsteinn og Ólafur eru allir samfylkingarmenn sem dreymir um inngöngu í Evrópusambandið. Tveir þeirra eru reyndar flokkavilltir felukratar sem eiga skírteini í öðrum flokki, en kratar samt.
Aðildarsinnar ráðast reglulega á bændur til að lækka varnir þeirra, enda líta þeir á þá sem hindrun á leiðinni til Brussel. Það er hin raunverulega ástæða fyrir stóra lambakjötsmálinu. Þeir "gleyma" smáatriðum eins og að við inngöngu myndu íslenskir skattgreiðendur borga 100 milljónir á mánuði í niðurgreiðslu á evrópskum landbúnaði.
Ólafur ritstjóri endar leiðara sinn á þessum orðum:
Búnaðarþing virðist vilja setja íslenzkan landbúnað í einhvers konar tímahylki og varðveita hann þar. Viljum við hin vera með í þessu hylki?
Hvar hefur maðurinn verið? Fáar stéttir, ef nokkur, taka bændum fram í hagræðingu, nýbreytni og góðu framtaki síðustu tvo áratugina eða meira. Þeir hafa tekið upp nýjungar í búskap og aukið framleiðni stórkostlega. Kornrækt, gróðurhús, orkuframleiðsla, skógrækt, ferðaþjónusta og nýjungin Beint frá býli eru dæmi um kraftinn í bændum.
Hugmyndir Ólafs um bændur eru hins vegar pikkfastar í tímahylki. Eða þá að það hentar ekki málstaðnum að opna augun. Það sem ég hef að segja um íslenska bændur má sjá með því að smella hér.
Nýjasti þátturinn í stóra lambakjötsmálinu er að ráðast gegn ráðherra fyrir að leyfa ekki innflutning. Er ekki best að hann sæki sér fyrirmynd til Evrópuríkisins? Það er jú fyrirheitna land uppgjafarsinna.
Þar er innflutningur á matvælum hressilega tollaður eða beinlínis bannaður frá löndum utan sambandsins. Styrkir og tollvernd eru nefnilega ekki íslensk fyrirbæri, aldeilis ekki. En það hentar tilgangi árásanna best að "gleyma" aukaatriðum eins og sannleikanum.
Þetta 133 króna stríð er orðið átakanleg della.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.7.2011 | 21:40
Hræsni að flytja ekki inn lambakjöt?
19.7.2011 | 00:27
Banna skal bændum að hafa það gott
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.7.2011 | 20:21
Þorsteinn Pálsson er vanhæfur og á að víkja
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.7.2011 kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.7.2011 | 01:29
Eyjan sem minnkar og minnkar
15.7.2011 | 00:08
Safnvörðurinn Hemmi Gunn
14.7.2011 | 08:35
Hættuleg fyrirsögn og teiknaðir fiskar
13.7.2011 | 08:31
Hún kom, sá og hvellsprakk
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.7.2011 | 08:29
McDonalds aðferðin - börn og heilaþvottur
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.7.2011 | 16:20
Aulahrollur andskotans
8.7.2011 | 12:48