Algjör nauðsyn að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn

Það eina sem er betra fyrir Sjálfstæðisflokkinn en að klofna í tvennt, er að klofna í þrennt. Eða fernt. Því fyrr sem hann klofnar, því betra fyrir flokkinn. Því lengur sem það dregst, því betra fyrir andstæðingana. Gerist það ekki mun hann þurfa að nota allt næsta kjörtímabil til að líta í spegil og skoða á sér naflann.

Flokkshollusta, sem var dyggð í gær, er orðin að fótakefli í dag.

Þeir dyggu Sjálfstæðismenn sem skrifa varnarræður fyrir flokkinn sinn eru að gera honum óleik. Koma í veg fyrir nauðsynlegan klofning. Það að beina sjónum að bandarískum bréfum, græðgi bankamanna og vondum Bretum gerir ekki annað en að hefta umræðu um kjarna málsins: Traust.

Traust almennings til flokkanna er að engu orðið. Það er erfitt að endurvekja það, sér í lagi fyrir stærsta flokkinn sem stjórnað hefur hátt í tvo áratugi. Til þess þarf hann að fara í gegnum uppgjör sem felur í sér klofning, málamiðlanir, mikla endurskoðun og endurnýjun í forystuliði. Þetta verður aldrei gert án átaka. 

Klofningurinn er þegar farið að læðast upp á yfirborðið. Fyrsta dæmið var að flýta landsfundi og setja ESB í nefnd. Núna hefur Friðrik Sophusson blandað sér í þá umræðu og segir það "skyldu flokksins" að bjóða upp á kosti í Evrópumálum. Annað dæmi er Heimdallur, sem tók óvænta afstöðu varðandi stjórn seðlabankans og ráðherraskipan í ríkisstjórninni.

Það er óhugsandi annað en að kosið verði á næsta ári. Stóru kosningamálin verð ESB, gjaldmiðillinn og uppgjör við bankahrunið. Þá skiptir öllu máli hversu ærlegir flokkarnir eru í uppgjöri sínu við fortíðina. Flokksagi af gamla skólanum á ekki við í því uppgjöri því pólitík gærdagsins virkar ekki lengur. Það hefur of mikið breyst og þessa dagana er verið að skrifa merkan kafla í sögu þjóðarinnar.

Fái óánægjan að koma fram strax hefur flokkurinn tíma til að miðla málum og finna leiðir sem flokksmenn geta sameinast um. Verði henni haldið niðri af misskilinni hollustu við flokkinn verður það á endanum of seint. Þá klofnar hann bókstaflega.

Ég kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn síðast og geri það ekki næst. En það skiptir samt alla máli hvernig hann tekur á sínum málum núna því þessi flokkur á eftir að vera afl í íslenskum stjórnmálum um langa framtíð. Mestu skiptir hvernig hann gerir upp við fortíðina sem í augum almennings er lituð af spillingu og klíkuskap. Eins og reyndar gildir um fleiri flokka. Þeir þurfa allir að ávinna sér traust.


Falin framtíðarspá

Hvort er villan í myndatextanum með þessari frétt óvart eða viljandi? Samkvæmt textanum sýnir hún íslenska dollara og bresk pund. Eða er þarna falin framtíðarspá?

ISLdollar

Okkur er óhætt að gleyma þessu með evruna.


mbl.is LÍÚ vill einhliða upptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær verða hattar í matinn?

Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær einhver þarf að éta hattinn sinn og segja "jæja þá, við skulum þá bara kjósa". Í DV viðtali vill formaður Samfylkingar ekki loka á kosningar á nýju ári og er aftur farin að hreyfa við kröfunni um breytingar á stjórn Seðlabankans.

Á hægri vængnum hafa Heimdellingar stigið djarft spor. Þeir vilja greinilega fara í þá naflaskoðun sem öllum er nauðsynleg, en ekki bara sitja hjá og gagnrýna mótmælendur fyrir að mótmæla. Þetta er allt í áttina, það verður kosið í júní.


Er þá Ólafur Ragnar búinn að kvitta?

Næturfundur Alþingis endaði á því að lög voru samþykkt í morgunsárið. Seðlabankinn er nú þegar búinn að gefa út reglur "á grundvelli laga sem samþykkt voru á Alþingi laust fyrir kl. 5 í morgun".

Samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar þarf forseti lýðveldisins að staðfesta samþykkt lagafrumvörp til að veita þeim lagagildi. Var Ólafur Ragnar á bakvakt í nótt? Þetta er sannkölluð hraðafgreiðsla.


mbl.is Nýjar gjaldeyrisreglur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælafundur hægri manna

Mótmæli vegna hrunsins mikla eru ekki einkamál vinstri mann. Eða ættu ekki að vera það. Nú hefur Heimdallur tekið tappann úr og það verður ekki aftur snúið. Ályktun þeirra um breytingar í Seðlabanka, FME og ríkisstjórninni er skýr og blátt áfram. Og djörf! Næsta skref hlýtur að vera að þeir geri sig meira áberandi í málefnalegri umræðu. Ég reikna með að sjá mótmælafund hægri manna auglýstan innan tíðar. Eða borgarafund.

Málflutningur hægri manna eftir hrun hefur aðallega verið þrenns konar: Að gera lítið úr mótmælum með því að tengja þau við skrílslæti og eggjakast. Að gera mótmælin tortryggilegt vegna þess hver talar en ekki hvað er sagt. Að stimpla fundi sem halelújasamkomur í einkaeign Vinstri grænna, femínista og fólks á vinstri vængnum.

Vissulega eru til málefnaleg framlög frá mönnum á bláa kantinum og sumt vel skrifað. Meðal annars umræður um ESB og gjaldmiðilsmál. Eflaust eitthvað fleira gott sem hefur farið fram hjá mér, þó ég lesi mikið og hlusti. Og það er einmitt kjarninn: Farið fram hjá mér.

Mótmælafundir á Austurvelli fara ekki framhjá neinum. Borgarafundur í Háskólabíói ekki heldur. Það á heldur ekki að fara fram hjá neinum hver framtíðarsýn hægri manna er fyrir Nýja Ísland. Fyrir áttavilltan mann eins og mig væri fengur í að skoða allt litrófið. Allar raddir eiga að heyrast og það þarf ekki að bíða eftir að landsfundur gefi línuna.

Það verður kosið og tíminn líður hratt. Ef menn á hægri vængnum einblína á það að gera alla hina tortryggilega falla þeir á tíma. Ná ekki að móta stefnu sína og eiga þá ekki önnur vopn en gamla hræðsluáróðurinn. Ég efast um að það vopn virki lengur svo vakning Heimdellinga gæti verið fyrsta skrefið.

 


Djöfulli ertu í ljótum kjól. Má bjóða yður salat?

Háskólabíó var fullt út úr dyrum. Þangað hafði ráðamönnum verið boðið til að vera viðmælendur svo fólkið gæti talað við þá milliliðalaust. "Fundurinn er til að spyrja og fá svör, til að upplýsa okkur um hvað er að gerast á Íslandi í dag" sagði...

Of margþætt verkefni?

Frumvarpið um rannsóknarnefndina er komið fram og uppskrift að skipun hennar. Þetta verkefni hefði átt að byrja fyrir sex vikum síðan, en betra seint en aldrei. En er ekki verkefnaskráin of margþætt fyrir þriggja manna nefnd? Umboðsamður Alþingis er...

Hvenær er borgarafundur góður fundur?

Fundurinn í Háskólabíói var um margt góður. En það var líka sumt sem var ekki nógu gott. Ráðherrarnir komu mér á óvart að mæta svona margir en aðsókn almennings kom mér ekki á óvart. Smekkfullt út úr dyrum. Bókstaflega. Það var augljóst að ráðherrum leið...

Og svo, þegar varnirnar bresta ...

Það er enn hægt að koma í veg fyrir upplausn og óeirðir, en tíminn er ekki endalaus. Ekki frekar en tíminn sem menn höfðu til að breyta IceSave í dótturfélög, hann rann út. Á sama hátt mun tími stjórnarinnar renna út og allt fara í bál og brand ef ekki...

"Við Hlemmtorg rís gasstöðin gamla eins og forðum"

Það mátti búast við því að ólgan brytist út með einhverjum hætti. Á Austurvelli fannst flestum þetta sniðug mótmæli þegar "litli fánamaðurinn" dró Bónusgrísinn að húni um síðustu helgi. Og með öllu meinlaus. Handtakan, mótmælin og atburðirnir í dag sýna...

Þess vegna mæti ég

Enn heyri ég of marga finna sér ástæðu til að mæta ekki á Austurvöll. Eða búa hana til. Sumir segja að mótmælin snúist bara um einn seðlabankastjóra, það er rangt. Aðrir að þetta séu sellufundir fyrir vinstriflokka, sem er líka rangt. Enn aðrir blogga um...

Við reddum þessu bara og gerum okrið snarlega löglegt

Námsmaður keypti sér rauðvín. Honum fannst það dýrt og kvartaði. Ekki til Neytendasamtakanna heldur til Umboðsmanns Alþingis. Og Umboðsmaður skrifaði bréf til dýralæknisins í fjármálaráðuneytinu og benti á stjórnarskrárbrot. Aðstoðarmaður hans lofar að...

Tillaga um aukið traust - en ekki vantraust

Nú er komin fram tillaga um vantraust. Hún verður vitanlega felld, enda bara táknræn. Má ég frekar biðja um tillögu um aukið traust. Ekki bara táknræna, heldur alvöru. Tillaga í þremur liðum: 1) Gefin út yfirlýsing um að þing verði rofið í vor og kosið...

Bardaginn er hafinn: Geir vs Davíð - 1. lota

Eftir sjö vikna upphitun er hann loksins hafinn, bardaginn. Í aðdragandanum sýndu báðir keppendur íþróttamannslega framkomu: Það á ekki að reka neinn. Hver segir það? Við skulum ekki persónugera vandann. Ætlar þú að hætta? Í gær var svo slegið í bjölluna...

"Aðgerðir í þágu heimilanna" og upplýsingar sem enn vantar

Á föstudaginn voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar kynntar og auglýstar í blöðum daginn eftir. Sú kynning er í hálfgerðum símskeytastíl, enda takmörk fyrir því hve ítarlega er hægt að kynna slíkt efni í blaðaauglýsingu. Síðan þá hefur gengið á með IceSave...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband