Of margþætt verkefni?

Frumvarpið um rannsóknarnefndina er komið fram og uppskrift að skipun hennar. Þetta verkefni hefði átt að byrja fyrir sex vikum síðan, en betra seint en aldrei. En er ekki verkefnaskráin of margþætt fyrir þriggja manna nefnd?

Umboðsamður Alþingis er væntanlega fulltrúi almennings í nefndinni, einn dómari úr Hæstarétti auk sérfræðings sem ekki kemur fram hvernig verður valinn. Það sem ég hnýt um eru fyrstu tveir töluliðirnir á "verkefnaskránni", sér í lagi þessi númer 2.

Það að gera úttekt á reglum íslenskra laga er tímafrekt nostur. Ef svo á að bera þetta saman við reglur annarra landa er hætt við að það taki mikinn tíma sem maður hefði haldið að væri betur varið í beinar rannsóknir. Úttekt og stöðuskýrslu er hægt að fela tveimur lögfræðingum að skila til nefndarinnar.

Fær nefndin kannski að ráða starfsmenn? Það kemur ekki fram, en hún má óska alls kyns gagna. Ef þrír menn eiga að vinna öll verkefnin sem talin eru upp er hætta á að athyglin dreifist á of marga þætti. Fókusinn þarf að vera á því sem skiptir máli.

Það er mikil tortryggni í garð fjármálafyrirtækja og ekki minnkaði hún í vikunni þegar starfsmaður hjá Virðingu (sem enginn hafði heyrt minnst á) náði að skolað út 250 milljónum. Þá er eðlilegt að menn gruni stærri félög um eitthvað misjafnt, félög sem hafa margfalt meiri veltu til að fela það sem er á svig við lagabókstafinn.

Það sem er sérlega gott við frumvarpið er að nefndinni eru gefnar mjög rúmar rannsóknarheimildir og leyfi til að skoða allt, þingið og ríkisstjórnina líka. Bankaleynd og önnur þagnarskylda gildir ekki um rannsóknarnefndina.


mbl.is Rannsóknarfrumvarpi dreift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband