"Við Hlemmtorg rís gasstöðin gamla eins og forðum"

Það mátti búast við því að ólgan brytist út með einhverjum hætti. Á Austurvelli fannst flestum þetta  sniðug mótmæli þegar "litli fánamaðurinn" dró Bónusgrísinn að húni um síðustu helgi. Og með öllu meinlaus. Handtakan, mótmælin og atburðirnir í dag sýna að það er mikil ólga undirliggjandi. Fréttin af gasinu á lögreglustöðinni við Hlemm kallaði fram í hugann eitt af gömlu snilldarverkum Megasar:

Við Hlemmtorg rís gasstöðin gamla eins og forðum
ég get ekki tjáð það né túlkað með orðum
hve allt þetta gaman er grátt
hvað það grátlega er allt marklaust og smátt.
En við Hlemmtorgið gnæfir gasstöðin þeirra svo hátt.

Birt án formlegs leyfis höfundar en í góðri trú um að það væri auðsótt (og með fyrirvara um fjórðu línu, heimildum ber ekki saman um hana svo ég treysti á eyrað).

Úr laginu Gamla gasstöðin við Hlemm.
Af plötunni Fram og aftur blindgötuna (1976)
Höfundur: Megas (Magnús Þór Jónsson)

 


mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband