Ísland er hvalkjöt (í augum ESB)

Í gær talaði Olli Rehn af sér. Þá sagði þessi finnski stækkunarkommissar ESB að aðild Íslands yrði hvalreki fyrir Evrópuríkið og vill bjóða okkur upp á flýtimeðferð. Í orðabók Menningarsjóðs er orðið hvalreki útskýrt þannig:

hvalreki K 1 það að hval rekur á fjöru. 2 óvænt stórhapp: það er hvalreki fyrir málstaðinn.

Í dag fagna skoskir sjómenn hugsanlegri aðild Íslands.

Skotarnir telja að aðild Íslands myndi hafa áhrif á endurskoðun fiskveiðistefnu ESB og einnig hugsanlega opna aðgang breskra sjómanna að íslenskum fiskimiðum.

Er það hið óvænta stórhapp sem Olli var með í huga? Hvalrekinn!

Jafnvel þó Skotar fengju ekki að veiða hér við land sjá þeir möguleika á endurskoðun á fiskveiðistefnunni.

Þetta er á svipuðum nótum og Robert Wade talaði um á borgarafundi í Háskólabíói, þ.e. að nota Ísland sem múrbrjót eða tilraunadýr fyrir Noreg; að breyta "hinni skaðlegu fiskveiðistefnu ESB" eins og Wade orðaði það, svo að Norðmönnum hugnist þátttaka.

Það á ekki að innlima Ísland í Evrópuríkið til að nota það sem múrbrjót fyrir Norðmenn eða vopn fyrir Skota. Ísland á að gera það sem þjónar hagsmunum Íslendinga best og standa fyrir utan ESB.

Það er sama hversu góðir samningar nást um fiskveiðar eða "hvað er í boði". Framsal á fullveldi mun alltaf leiða til tjóns. Ef ekki strax, þá seinna. Það er einfaldlega ekki hægt að komast hjá því.

Kommissar Rehn vill bjóða Íslandi flýtimeðferð. Hann veit að það hefur aldrei neitt ríki gengið í ESB nema í krísu. Annað hvort pólitískri eða efnahagslegri krísu. Þess vegna vill hann hespa þetta af á meðan við erum í miðri kreppu og þjóðin enn dofin og sár í leit að skjótvirkri lausn.

 

 


mbl.is Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Who the fuck is Sigmundur Davíð?

Nýlega var einhver Sigmundur Davíð kjörinn formaður í klúbbi úti í bæ. Núna er þessi formaður orðinn valdamesti maðurinn við myndun ríkisstjórnar. Hann hefur aldrei verið í pólitík, aldrei boðið sig fram og aldrei verið kosinn. Það hefur enginn valið hann til að gera neitt.

Hann er ekki á þingi fyrir flokk sem ætlar ekki að vera í ríkisstjórn og ekki í stjórnarandstöðu. Samt ræður hann ferðinni. Þessi maður, sem hefur ekki umboð til að gera neitt, getur ráðið miklu um næstu framtíð þjóðarinnar.

Hann ræður hvort mynduð verður rauðgræn stjórn.

Hann ræður hvenær kosið verður í vor.

Hann ræður hvort hvalir verði veiddir.

Hann ræður hvaða leið ný stjórn fer í efnahagsmálum.

Hann ræður hvort samin verði ný stjórnarskrá!

Hvað varð um lýðræðið?


Á Nýja Íslandi skal lýðræðið í hávegum haft. Virðing Alþingis skal endurreist. Stjórnmálamenn eiga að vera heiðarlegir og vinna í þágu þjóðarinnar. Þetta var greinilega óraunhæfur draumur. Í staðinn fáum við gamaldags sukk af sömu tegund og Framsókn bauð upp á í borgarstjórninni. Lýðræðið er afskræmt eina ferðina enn.

Það eru allir tilbúnir að selja sálu sína. Hún kostar einn stól. Meira að segja VG ljáir máls á "að liðka fyrir" því að draga Ísland inn í ESB. Mönnum er greinilega ekkert heilagt þegar pólitík og völd eru annars vegar.

Ég sé eftir að hafa staðið á Austurvelli alla þessa laugardaga.


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaugstofan myndi ríkisstjórn

"Það blasir alveg við", sagði Björgvin G Sigurðsson aftur og aftur þegar hann sagði af sér. Afsögn hans var þúfan sem velti hlassinu og nú er rauðgrænn minnihluti í sjónmáli. Hversu oft sagði Björgvin "það blasir alveg við"?

Hann sagðist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. Öll þjóðin hrópaði á afsögn hans í meira en 100 daga samfellt, en það er enginn þrýstingur. Þrátt fyrir "engan þrýsting" var afsögnin orðin að útspili Samfylkingarinnar seinna sama dag. Útspili sem Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að svara með því að taka til í Seðlabankanum. Það er eitthvað í þessu dæmi sem ekki gengur upp. Þetta var pólitísk flétta og nú er stjórnin fallin.

Skotin sem ganga á milli fráfarandi stjórnarflokka eru hörð. Ingibjörg Sólrún segir að Geir hafi "slegið á útrétta sáttarhönd" með því að hafna tilboði um að gera Jóhönnu að forsætisráðherra. Um hvað átti sú "sátt" að snúast?  Hún sakar líka samstarfsflokkinn um "hrokafulla afstöðu" og að hafa ekki sýnt næga auðmýkt. Þetta er skrýtið orðaval. Jafn skrýtið og að Geir skyldi frekar láta stjórnina falla en að víkja forvera sínum úr seðlabankanum. Þau höfðu bæði tækifæri á að velja aðra leið, það átti að gera strax í október.

Ef hættumerkin blöstu við, hvers vegna fór þá svona illa?

Veikindi Ingibjargar Sólrúnar hafa afhjúpað Samfylkinguna sem eins manns flokk. Án hennar er allt í hers höndum og fylkingin langt frá því að standa undir nafni. Hingað til eru allar vangaveltur litaðar af því hvað er best fyrir flokkinn. Það gildir um alla flokkana. Ekki hvað best er fyrir fólkið.

Kannski er best að Spaugstofan myndi ríkisstjórn. Pólitíkusarnir geta séð um nokkra Spaugstofuþætti á meðan, þeir eru í góðri æfingu.


mbl.is Ekki verið samið um neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk sjónskekkja

Fólk mótmælir. Hver á fætur öðrum segja sérfróðir menn, innlendir sem erlendir, að fyrsta skrefið út úr kreppunni sé að endurvekja traust. Það sé ekki hægt nema með því að víkja þeim til hliðar sem stóðu vaktina þegar skútan sigldi í strand.

Geir og Þorgerður biðja um "vinnufrið" og Össur segist ekki geta séð að kröfurnar séu skýrar. Stjórnin hvorki heyrir rökin né sér þörfina.

See me, feel me, touch me, heal me.

Tommy kom upp í hugann þegar stórpopparinn Gunnar Þórðarson birtist á skjánum og tjáði sig. Reiður út í ríkisvaldið en ánægður með rythmann í fólkinu.

Taktleysi og pólitísk sjónskekkja þjaka fjölskylduna á stjórnarheimilinu. Ég legg til að Gunni Þórðar telji í og svo spili menn útgöngumarsinn hátt og snjallt meðan stjórnin gengur burt.

 


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn svefnfriður á þingi

Kannski sýður uppúr dag, þá þarf enginn aðvera hissa. Það er blásið í lúðra og bílflautur þeyttar til að "vekja þingheimaf þyrnirósarsvefni". Eins og verið sé að raska svefnfriði. Hávaðinn getur skapað stemmingu fyrir meiri hávaða.

Hávaðinn magnast í æsing, læti og átök.

Það er búið að prófa margar tegundir mótmæla. Friðsamir fundir á Austurvelli, borgarfundir í Iðnó og Háskólabíói, fundir stéttarfélaganna, þögul mótmælastaða, málaðar ruslatunnur og skókast í gullkálfinn.

Í nokkur skipti hefur orðið einhver hasar og kostað nokkur egg, tvær rúður og eina rafmangssnúru og brákað kinnbein. Lætin í dag eru bara "næsta stig" í ólgunni.

Það væri svo auðvelt að lægja öldurnar talsvert, bara að sýna fólki þá virðingu að víkja þeim sem þarf að víkja, biðjast afsökunar og boða til kosninga. Ef ríkisstjórnin situr bara áfram á valdastólum eins og hún eigi valdið mun ástandið bara versna.

 

 


mbl.is Svæði við þinghúsið rýmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að búa til nýja Framsókn

Ég hef aldrei kosið Framsókn og get ekki hugsað mér að kjósa flokk sem vill stefna til Brussel, en það er samt þrennt sem ég vil gefa flokknum hrós fyrir. Þegar Guðni og Bjarni fóru komu tvær konur í staðinn, sem báðar virðast efnilegar og önnur þeirra...

Kóngur vill sigla ...

Þá er það á hreinu. Framsókn hefur sett stefnuna á Brussel. Eitt mega Framsókarmenn eiga, þeir setja fram helstu samningsmarkmið: Veiðiréttur, fiskveiðistjórnun, eigin samninga um flökkustofna og óskorað forræði yfir auðlindum. Líka að fæðuöryggi...

Engar ESB-viðræður 2009

Aftur er áherslan í fréttum af Framsóknarþingi á „aðildarviðræður við ESB". Samkvæmt samþykktum ESB verða ekki fleiri ríki tekin í klúbbinn fyrr en búið er að lögfesta Lissabon samninginn. Í færslunni hér á undan leyfði ég mér að fullyrða að það...

ESB: Marklaust plagg í þjóðaratkvæði?

Nú vilja margir Framsóknarmenn knýja á um að flokkurinn setji stefnuna á Brussel og loki augunum fyrir því að vegir fullvalda þjóðar liggja til allra átta. Þetta er eitt stærsta verkefni framsóknarmanna á flokksþinginu, segir Valgerður. Á borgarafundinum...

Stressborg og ESB listaverkið

Átta tonna listaverkið sem David Černý setti upp í Brussel er hvorki stærsti né dýrasti gjörningur Evrópuríkisins. Černý svindlaði og þarf nú að útskýra hvað varð af 65 milljónum króna sem átti að greiða til listamanna. Það þarf hins vegar...

ÖRYGGI

Þetta gæti verið íslensk lýsing nema hvað fjöldinn er meiri. Nokkur hundruð ungmenni stofna til óeirða eftir friðsöm mótmæli 10.000 manna á götum Riga. Þeim fjölmennustu í 19 ár. Mótmælendur krefjast þess að stjórnin segi af sér og fara fram á uppstokkun...

Hvað veit þessi Wade?

Á nokkrum dögum hef ég séð umfjöllun fjögurra hagfræðinga um leið út úr kreppunni. Tveir eru íslenskir og tveir erlendir. Allir hafa þeir eitthvað til málanna að leggja. Athyglisverður er munur á skoðun þeirra í gjaldmiðilsmálum. Útlendingarnir tveir...

Stálhnefinn - aftur!

Kannski eins gott að Guðlaugur Þór var ekki borinn út með valdi í dag, eins og þeir allra heitustu töluðu um í gær. Það var stálhnefinn sem var reiddur til höggs, Ingibjörg Sólrún sem einhver kallaði utan- og innanríkisráðherra, átti "skilaboðin". Hitt...

Grágás, Járnsíða og Jónsbók

Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar voru sakamenn dæmdir til fjársekta, hýðingar eða lífláts. Tvær síðastnefndu refsingarnar eru löngu aflagðar. Þá voru ekki byggð nein fangelsi, heldur menn sendir í útlegð ef þeir áttu ekki samleið með samfélaginu. Fyrir...

Nýársheit og aðrar hótanir

Robert Wade, einn af frummælendum kvöldsins, var líka í Kastljósinu í kvöld. Það sem hann sagði hljómaði eins og skelfileg hrakspá. Ný dýfa væntanleg eftir tvo til fjóra mánuði. Aðrir fræðimenn hafa spáð meiriháttar samdrætti um allan heim, sem mun hafa...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband