Pólitísk sjónskekkja

Fólk mótmælir. Hver á fætur öðrum segja sérfróðir menn, innlendir sem erlendir, að fyrsta skrefið út úr kreppunni sé að endurvekja traust. Það sé ekki hægt nema með því að víkja þeim til hliðar sem stóðu vaktina þegar skútan sigldi í strand.

Geir og Þorgerður biðja um "vinnufrið" og Össur segist ekki geta séð að kröfurnar séu skýrar. Stjórnin hvorki heyrir rökin né sér þörfina.

See me, feel me, touch me, heal me.

Tommy kom upp í hugann þegar stórpopparinn Gunnar Þórðarson birtist á skjánum og tjáði sig. Reiður út í ríkisvaldið en ánægður með rythmann í fólkinu.

Taktleysi og pólitísk sjónskekkja þjaka fjölskylduna á stjórnarheimilinu. Ég legg til að Gunni Þórðar telji í og svo spili menn útgöngumarsinn hátt og snjallt meðan stjórnin gengur burt.

 


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Þessir óráðamenn fara ekki í þessu lífi

Hörður B Hjartarson, 20.1.2009 kl. 20:38

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæll vinur.  Þetta er rétt hjá þér. Ríkisstjórnin verður að þekkja sinn vitjunartíma og víkja, segja af sér.

Við hér á Seyðisfirði komum nokkrir saman á Kaffi Láru í kvöld og horfðum á Manchester eiga við Derby.

Jón Halldór Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Já Jón Halldór, ég sem betur fer "missti af" leiknum. Það styttist í að alvöru leik, Kaffi Lára hlýtur að bjóða upp á stórleikinn 9. febrúar. Ríkisstjórnin verður vonandi farin frá þá.

Haraldur Hansson, 20.1.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband