Þarf ESB-undanþágu fyrir slátur?

Það má vissulega hafa lúmskt gaman af regluverki möppudýranna frá Brussel. Aðlögunarreglur úr ESB samningi Möltu eru samt settar fram hér til fróðleiks eingöngu. Til að draga fram hvernig ESB býr til reglur um allt sem hugsast getur og meira til. Malta varð fyrir valinu vegna (furðu)fréttar um 77 undanþágur.


Maltnesk vín samkvæmt ESB-stöðlum
Malta á sér langa hefð í víngerð og eru Ġellewża (rautt) og Ghirgentina (hvítt) eins konar þjóðardrykkir. Um þetta segja bruggreglur ESB.

Malta may until 31 December 2008 maintain the minimum natural alcoholic strength of wine produced from the indigenous vine varieties Ġellewża and Ghirgentina at 8% vol. with an allowable increase in natural alcoholic strength (enrichment) not exceeding 3% vol.


ESB-búr fyrir varphænur
Malta fékk tvö ár til að tryggja að allar varphænur í landinu verptu í ESB-búrum. Svona er aðlögunarreglan:

Until 31 December 2006, 12 establishments in Malta may maintain in service existing cages not meeting the minimum requirements for minor construction elements (height and floor slope only), provided that the cages are at least 36 cm high over at least 65% of the cage area and not less than 33 cm high at any point and have a floor slope not greater than 16%.


Tollar af metravöru (og drengjaföt)
Malta fékk fimm ár til að aðlaga tolla af metravöru ESB reglum í þremur áföngum. Tiltekið er hversu margir fermetrar af ull, denim og öðrum vefnaði fellur þar undir. Síðan eru þessi skilyrði sett:

provided that the goods in question are used in the territory of Malta for the production of men's and boys' outerwear (not knitted or crocheted), and remain under customs supervision pursuant to the relevant Community provisions on end-use ...

Hvers vegna eingöngu karlmanns og drengjaföt, veit ég ekki. Eða hvers vegna "outerwear" veit ég ekki heldur. En það skal hafa strangt eftirlit með vörunni, þetta finnst mér meiriháttar:

The Commission and the competent Maltese authorities shall take whatever measures are needed to ensure that the goods in question are used for the production of men's and boys' outerwear (not knitted or crocheted) in the territory of Malta.


Þarf Ísland undanþágu fyrir slátur?
Reglur sem Malta undirgengst um vínbruggun, sem byggist á aldalangri hefð, virka á mig eins og ef Íslandi yrði gefinn 5 ára aðlögunartími til að hætta að borða svið. Reglur um harðfisk gætu orðið spennandi. Síðan fengjum við þrjú ár til að læra að sauma sláturkeppi með ESB-nálum.

Og auðvitað fylgdu nákvæmar leiðbeiningar (á íslensku?)

Nálin skal vera 5,4 cm að lengd og vísa upp um 45° þegar keppurinn er þræddur. Munið að snúa ávallt í norður þegar saumað er! Óheimilt er að taka slátur nema með nýklipptar neglur. ESB-naglaklippur fást í næsta apóteki.

Ísland þarf eina og aðeins eina undanþágu: Undanþágu frá ESB.


PS: Í tilvitnunum eru númer á reglugerðum og tilvísanir í lagagreinar teknar út til að gera textann læsilegri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Axel Þór Kolbeinsson, 30.10.2009 kl. 09:37

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hvert sækjum við um undanþágu frá ESB hehe

Sverrir Einarsson, 30.10.2009 kl. 10:26

3 identicon

Veit ekki hversu kunnugir menn eru regluverki EU, en mér er sagt af kunnugum, að við fengjum ALDREI leyfi til þess að selja slátur í verslunum, nema þá soðið. Súrsun matvæla yrði ALLS EKKI leyfð og svið yrðu sömuleiðis bannvara, bæði soðin og ósoðin.

Raunamæddur (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 10:48

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Axel, þú ættir að lesa allan viðaukann, það er allt morandi í "bröndurum" í landbúnaðarkaflanum. Spaugstofan gæti ekki gert betur.

Sverrir; einfalt mál, draga umsóknina til baka og málið er afgreitt.

Raunamæddur: Ég þekki ekki matvælareglur ESB í smáatriðum en skilst á Íslendingum búsettum í ESB-hluta Skandinavíu að það sé vandkvæðum háð að fá þorramat sendan frá Íslandi.


Eigum við ekki bara að samgleðjast maltverska möppudýrinu sem fékk örugga vinnu í fimm ár hjá UDER, Ullar- og denimeftirliti ríkisins. Hans hlutverk var að tryggja að saumastofur í Valletta fengju ekki hráefni á aðeins lægra verði en fabrikkur í Frans.

Haraldur Hansson, 30.10.2009 kl. 12:30

5 identicon

Takk fyrir að bjarga deginum, þú ert frábær Haraldur  

Esther Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 13:20

6 identicon

Bara þrælfyndið....

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 14:01

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi pistill á fá verðlaun.  Ekki spurning.

Þvílík hundaþúfusýn og þekkingaleysi.  Maður bara:  Vaá ! etc.

þetta með klæðnað - Hint:  CCT ?  Kveikir það á einhverju ? 

Þessi atriði sem þú skilur ekki eiga sér ósköp eðilegar skýringa. Allar. 

Þið andsinnar eruð bara ekki nándar nærri nóg vel að ykkur til að vera babúa um esb.

En varðandi þessi atriði þá er bara um of sértæk mál maltverja að ræða til að það sé séns að útskýra eða ræða við ykkur andsinna - enda takið þið engum rökum eða fræðslu en ltist látlaust við græna risa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.10.2009 kl. 14:47

8 identicon

Heill og sæll Haraldur; sem þið önnur, hér á síðu !

Gott fólk ! 

Þið verðið; að virða Ómari Bjarka Kristjánssyni til vorkunnar, að hann TRÚIR á ESB kerfið; og þó Barrósó væri með snáks höfuð - eða annarra kykvenda, þá héldi hann samt, sinni tilbeiðslu, við Fjórða ríkið - sem skriffinnsku þess.

Ekki; hefir Ómar Bjarki, stækkað mikið, að skynsemi né einurð, síðan ég atti kappi við hann síðast, blessaðan drenginn.

Hins vegar; væri hann afbragðs tjaldbúða stjóri, í sæluríkinu, suður á Brussel völlum.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 15:40

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona upp á grínið þá skilst mér að Skotar séu að nota sambærilegt hráefni í sinn mat þannig að þú ætti kannski að spyrja þá. En mitt álit á slátri er slíkt að ég væri tilbúinn að styðja ESB aðild ef að hún leiddi af sér bann á Slátur!

En gaman að vita af hverju menn eru að gera grín af Möltu og þvi sem þau náðu fram í sínum samningum. 77 undanþágur eru nú ekki lítið. En þetta kom nú fram í fréttum þar sem fulltrúi þeirra var að hvetja okkur til að vera með fyrirfram skýr markmið í samningaviðræðum við ESB. Og með það skýrt hvða við legðum mesta áherslu á.

Held reyndar að þegar samingarnir verða tilbúinir og ljóst hver hagur okkur verður af þeim þá verði hér almenn hugarfarsbreyting hjá fólki. T.d. ef það yrði til að af nema verðtryggingu, tryggja okkur annan gjaldmiðil innan 7 ára. Meiri stöðugleiki og erlendar fjárfestingar og stofnanir eins og bankar og fleira (eitthvað annað en stóriðja)

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.10.2009 kl. 16:59

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Magnús Helgi: Í þessari færslu er alls ekki verið að gera grín að Maltverjum. Síður en svo. Viðbótin um slátrið er athugasemd í léttum dúr við þá forræðishyggju sem má lesa úr regluverki ESB og á sér lítil takmörk.

Ef þú lest innganginn þá sérðu að færslan er um að "undanþágurnar" eru ekki undanþágur, heldur aðlögunarreglur. Þá sérðu að Malta var valin að gefnu tilefni (það mætti skoða hvaða aðildarsamning sem er). Og ef þú kíkir á þessa færslu getur þú sett þetta í samhengi.

Ómar Bjarki: Þetta með vefnaðinn er ekki um CCT heldur um það að Malta fékk ekki undanþágu frá tollareglum ESB, aðeins fimm ára aðlögunartíma til að taka upp tollareglur þess. Hin dæmin eru sams konar.

Haraldur Hansson, 30.10.2009 kl. 19:03

11 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er bara ágætt ef færslan hefur kallað fram bros hjá ykkur Esther og Anna, það sakar ekki að gefa gríninu pláss (þó að þetta ESB dæmi sé alls ekkert grín). Vona að Óskar hafi getað glott útí annað líka.

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.

Haraldur Hansson, 30.10.2009 kl. 19:08

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Annað hint:

"During negotiations, Malta confirmed both its willingness and its capability to apply the EU customs policy. However, there was one issue in particular that needed special attention. Until now, Malta has imported limited amounts (quotas) of four types of fabrics used for the manufacturing of men's outerwear for export to the EU duty free. With the adoption of the CCT, a rate of duty would have had to be introduced. This ranges from 6.3% to 9%. Malta argued that an immediate introduction of duties would have a negative impact on the companies operating under this duty-free regime."

Sko !  Enginn grænn risi !!  Bara ímyndun.  Ekkert annað.

Óspp eðlileg aðlögun sem malta for fram á þessu viðvíkjandi - og fékk !

Svona á allt sýnar eðlilegu skýringar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.10.2009 kl. 19:50

13 Smámynd:

, 30.10.2009 kl. 20:06

14 Smámynd: Haraldur Hansson

Ómar Bjarki: Þetta er nákvæmlega það sem ég er að segja. Aftur og aftur og aftur. Malta fékk fimm ára aðlögunartíma til að taka upp tollareglur ESB, ekki undanþágu frá þeim. Sama gildir um allt hitt í viðaukanum. 

Það er ekkert rangt við það. Ekkert ósanngjarnt.

Það er fréttaflutningur af þessum aðlögunarreglum sem er rangur. Aftur og aftur var stagast á því á RÚV að Malta hafi fengið 77 undanþágur (hér). Sú frétt er röng. Alveg kolröng.

Þessu var stillt upp eins og Malta hafi náð stórkostlegum árangri í samningum sínum. Það átti að sýna að fámenn þjóð eins og Ísland náð einhverju fram. En þetta er ekkert annað en aðlögunartími - eins og allar þjóðir fá - til að þurfa ekki taka upp miklar breytingar í einum hvelli, heldur taka upp sum lög smátt og smátt.

Margir ESB sinnar grípa þessa "frétt" á lofti og nota í málflutningi sínum. Vonandi að þú takir þetta nú loksins gott og gilt úr því að þú ert búinn að finna þetta sjálfur; frá Möltu. Og eins og þú segir "eðlileg aðlögun" en ekki undanþága.

Haraldur Hansson, 30.10.2009 kl. 20:28

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Haraldur, nei þú varst ekki að segja það.  Þú varst að búa til grænu risa sögu sbr: "Hvers vegna eingöngu karlmanns og drengjaföt, veit ég ekki. Eða hvers vegna "outerwear" veit ég ekki heldur. En það skal hafa strangt eftirlit með vörunni"

Eins og eg sýni framá,afar snyrtilega, með hnitmiðuðum kvótum sem greinilega eru valin af mikill þekkingu og yfirsýn varðandi efnið, jarða eg grænu risa sögu þína með einni sveiflu !

Þetta atriði á ósköp eðlilegar skýringar.  Rökrétt og snjallt hjá möltu að fara framá aðlögunartímabil þarna.

Varðandi 77 undanþágur möltu - þá fór eg yfir það í gær.  Ímist er um varanlegar eða tímabundnar undanþágur að ræða.  Punktur basta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.10.2009 kl. 21:04

16 Smámynd: Haraldur Hansson

Ómar Bjarki; eins og ég hef þegar ítrekað er kveikjan að færslunni fréttaflutningur RÚV og fleiri, þar sem aðlögunarreglur (sem öll ríki fá) voru sagðar vera undanþágur. Færslan er, eins og þessi, til að sýna að það er beinlínis rangt.

Það er rétt hjá þér að ég vissi ekki (eins og ég tók skýrt fram) hvers vegna tollareglan náði ekki yfir alla framleiðslu. Hafðu bestu þakkir fyrir upplýsingarnar.

Mér þætti samt meiri fengur af því ef þú upplýstir mig um undanþágurnar. Úr því að þú last þetta allt í gær og hefur séð eitthvað sem fór framhjá mér, þá endilega bentu mér nú á 2-3 undanþágur. Ég er ekkert að grínast með það, mér þætti vænt um að fá þær upplýsingar.

Haraldur Hansson, 30.10.2009 kl. 21:32

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Útvarp Reykjavík, útvarp Reykjavík. Ríkisútvarpið býður góðan dag. Kók er í krönunum í Evrópusambandinu. Þeir sem eru heimilislausir og á götunni með börn sín í Evrópusambandinu fá fitu-eitraða mjólk frá Möltu og 77 sardínur í hertri stáldós frá Krupp vopnaverksmiðjunum einu sinni á ári. Dósaupptakarinn kemur frá Bofors í Svíþjóð. Svíþjóð ER góð. Evrópusambandið ER gott.

Íslendingar eru beðnir um að gefa börnum þessa fólks . . . slátur? . . nei . . svið? . . nei . . hval? . . nei . . sel? . . nei . . skarf? . . nix . . hrútspunga? . . nein . . mjólk . . er hún fitusprengd und korrekt?

Útvarp Reykjavík, útvarp Reykjavík, dagskránni er lokið. Góða nótt. Engar undanþágur. Við sögðum góða nótt. ping!

Gunnar Rögnvaldsson, 30.10.2009 kl. 22:32

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mynd af dósaupptakaranum: Bofors FH 77 

Hvað sagði ég?  

Gunnar Rögnvaldsson, 30.10.2009 kl. 22:42

19 identicon

ElleE (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 01:17

20 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ómar Bjarki er sigri hrósandi yfir öllu nema undanþágunum...sem hann vitaskuld getur ekki fundið, enda ekki til staðar. Jafnvel þó að RÚV tilkynni það í boði xS, þá dugir það ekki til að breyta aðlögunum í undanþágur...í það minnsta aldrei 77 slíkum.
En mikið eru Maltverjar heppnir að mæta skilningi í framleiðslu sinni á drengjanærbuxum.... það hlýtur að merkja að við fáum varanlegar undaþágur á allt okkar sjávarfang... þetta eru álíka stór mál ekki satt ?

Haraldur Baldursson, 31.10.2009 kl. 01:25

21 Smámynd: Haraldur Hansson

RÚV ætlar að fjalla um Möltu í Fréttaaukanum annað kvöld, sunnudag. Vonandi að það verði jafn góð umfjöllun og um Lettland um daginn en ekki copy/paste stíllinn sem fréttastofan viðhafði.

Annars fann ég aðra undanþágu fyrir Möltu: Sérstök nefnd, ICCAT, mun veita vísindalega ráðgjöf um veiðar á "bluefin tuna". Þessi ráðgjöf fer síðan sömu leið í kerfinu og önnur veiðiráðgjöf, þ.e. að Framkvæmdastjórnin tekur við henni og gerir tillögu um kvóta. Ráðherraráðið afgreiðir tillöguna og tekur ákvörðun um kvóta.

ICCAT = International Commission for the Conservation of Atlantic Tunas
Áhugasamir geta fundið þetta í 5. tölulið í viðauka 2 við aðildarsamning Möltu.

Haraldur Hansson, 31.10.2009 kl. 13:10

22 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta með vefnaðarvörur fyrir brennimerkta drengi og stúlkur í ESB. Gæti ekki hugsast að þetta eigi rætur að rekja til laganna um klæðnað smábænda og aðalsmanna í Evrópu. Smábóndi sem átti 4 ekrur lands mátti ekki vera í fötum sem kostuðu meira en 4 skildinga. Föt smábóndans urðu að sýna að hann væri smábóndi og ekki aðalsmaður sem átti 200 ekrur. Fötin hafa alltaf skapað manninn í ESB.

Evrópusambandið sem er jú nýr félagsskapur afdala- og aðalsmanna miðalda í Evrópu mun ekki ganga á skjön við góðar og sterkar hefðir þessarar frægu heimsálfu. En heimsálfan er eins og allir vita staður fyrir álfa. Þessvegna höfum við álfa í ríkisstjórn núna. Nefnilega heimsálfa.

Það eru engin lög til yfir álfa. Þeir eru yfir lögin hafnir. Búa í Brussel og borga ekki skatta.  

Gunnar Rögnvaldsson, 31.10.2009 kl. 15:26

23 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gleymum því annars ekki að vafalaust væru Ómar, Magnús og aðrir trúaðir Evrópusambandssinnar tilbúnir að ganga í Evrópusambandið án allra varanlegra undanþága. Enda vita þeir ósköp vel að slíkt er ekki í boði í neinu sem máli skiptir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.11.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband