77 undanþágur, ESB-mjólk og ESB-vín

Okkur var sagt í RÚV-fréttum um daginn að Malta hefði fengið 77 undanþágur þegar ríkið gekk í ESB. Sem er langt frá því að vera rétt. Fréttin um 77 átti líklega að gera inngöngu aðeins minna fráhrindandi í augum Íslendinga.

Malta fékk helling af tímabundnum undanþágum til að laga sig að regluverki ESB, sem er allt annað mál. Öll ríki verða að passa í sama skófarið. Þetta eru aðlögunarreglur en ekki undanþágur.

 

Hér er lítið dæmi:

Malta fékk fimm ár til að læra að búa til ESB-mjólk
Þangað til Malta hefur lært að gera ESB-mjólk má bara selja hana innanlands eða flytja út til landa utan ESB.

By way of derogation ... the requirements relating to the minimum fat content of whole milk shall not apply to drinking milk produced in Malta for a period of five years from the date of accession. Drinking milk which does not comply with the requirements relating to fat content may be marketed only in Malta or exported to a third country.


Malta fékk fjögur ár til að breyta aldagömlum hefðum og læra ESB-víngerð og fimm ár til að tryggja réttan fjölda nautgripa og kálfa á hverjum hektara lands, svo dæmi séu nefnd.

Aðlögunarreglur er að finna í 11 málaflokkum í samningi Möltu, t.d. um innflutning eldsneytis, merkingar á lyfjum, stærð hænsnabúra, atvinnuleyfi, sölu á fræjum, prófanir á flutningabílum, skatt á drykkjarvatni, lengd vinnutíma og framleiðslu á fatnaði fyrir drengi.

Ekkert af þessu eru undanþágur. Ekki ein einasta.

Í fljótu bragði fann ég eina bókun með undanþágu fyrir Möltu (protocol no 6) um annað heimili; secondary residences. Þær kunna þó að vera fleiri. Sérstök regla gildir um fiskveiðar, sem er ekki undanþága frá sjávarútvegsstefnu ESB.

Þá eru til tvær yfirlýsingar sem Malta á aðild að, önnur um að ekki þurfi að breyta stafsetningar- eða málfræðireglum í maltnesku tungumáli þótt orðið "euro" sé skrifað á seðla og mynt. Ég segi ekki hver hin er.

 


mbl.is Búist við átakafundi í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já við skulum endilega láta einhver möppudýr í Brussel ákveða hvernig mjólk við drekkum.

Reyndar er það nú þannig að þegar mín "börn" og barnabörn koma í heimsókn á klakann, bæði frá Danmörku og USA, þá þamba þau og dásama íslensku mjólkina.

Ég hef prófað margar Hollendskar mjólkurvörur en verð að viðurkenna að ég gafst upp því mér fundust þær allar óæti, eins og það vanti eitthvað í þær...kannski er það fitumagnið

Höldum í okkar landbúnaðarvörur, kaupum íslenskt...það er langbest

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 14:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Lygaveita Ríkisins, ríkisútvarpið RÚV, hikar ekki  við að nota Stalín-aðferðir til að ná markmiði fréttastofu ESB-elítu Íslands. Þetta er forkastanlegt!! Þeir vinna fréttina ekki neitt og matreiða hálfar og heilar lygar ofaní þjóðina.

Til hvers var verið að koma með þetta gerpitrýni til landsins frá Möltu? Hver stóð fyrir því? Hver borgar svona svikaferðir og lygaveitur? 

Malta á EKKERT sameiginlegt með Íslandi. EKKERT.

Á meðan fiskafli Möltu er um 2.000 tonn á ári þá veiða Íslendingar 1,3 MILLJÓN TONN AF FISKI!

Maður gæti öskrað yfir þessum fíflum sem eru á launaskrá hjá ríkinu við að svíkja og selja landið okkar með aðstoð LYGAVEITU RÍKSINS RÚV. Bara ég næði í skottið á þeim. 

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta ESB er náttúrulega miklu stærra mál og snýst ekki um staðla   Þetta snýst um hvort við viljum klára þann fimmtung sem útaf stendur til að vera fullgild ESB þjóð.

Ég var ekki hrifinn af ESB fyrir hrunið, en á þessu ári sem liðið hefur er að koma betur og betur í ljós hversu hreðjatak hinna íslensku klíkuhópa hefur leikið þjóðina grátt og við getum engum vörnum komið við nema fá óháða yfirstjórn frá ESB. Þessvegna mun ég segja já þegar þar að kemur.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.10.2009 kl. 14:21

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Prófaðu þá ESB klíkuna hér Jóhannes. Og gamla evrópska aðalinn. Hann lifir í bestu vellystingum hér ennþá.

Hvergi á Vesturlöndum fæðast menn eins jafnir og á Íslandi og með eins jafna möguleika frá fæðingu.

Þetta sem þú ert að segja er kjaftæði byggt á vanþekkingu og óskhyggju. Varst þú kúnni í Roskilde Bank? Eða í Northern Rock? Eða í ríkisbubba bönkum Þýskalands sem eru á hausnum. Eða hvað með Hypo Real Estate; stút fullt af beinagrundum frá sameiningarspillignu Vestur og Austur Þýskalands. Þetta er líkkista sem er svo full af rotnum og spillingu að þetta má bara ekki fara á hausinn því þá veltur beinahrúgan út. Hvað með háborg spillingar í Evrópu: BRUSSEL!

Aðeins kjánar halda að spilling sem meiri á Íslandi en í ESB.  Það er einfaldlega ekki rétt. Ekki rétt.

Evrópusambandið er gjörspilltasta fyrirtæki á Vesturlöndum. Það er helsjúkt af spillingu.  

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2009 kl. 14:35

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo ættir þú að prófa AGS Jóhannes. Þetta er evrópsk spillingarháborg. Heimsmet í spillingu. 

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2009 kl. 14:38

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér þessa rannsóknarvinnu þína, Haraldur, þetta er dýrmætt, eins og sannleikurinn jafnan er – oft ótrúlega dýrmætur. Rétt þekking er forsenda réttra ákvarðana. Blekking er hins vegar mjög oft afdrifarík, var það t.d. á lokaárum Weimarlýðveldisins og gæti orðið það hér, ef við stöndum ekki vaktina fyrir Ísland.

Fínt að hafa þessa greiningu þína á gervi-"undanþágunum" 77, sem reyndar var spaugað skemmtilega með í Staksteinum í dag (en þar eru síðan alvarlegar umræður á vefslóðinni).

En ég er forvitinn að vita, hver "hin yfirlýsingin" er, sem þú vilt ekki nefna í lokin!

Gunnar, þú gleymir að leiðrétta ruglið í þessum Jóhannesi Laxdal Baldvinssyni um "þann fimmtung sem útaf stendur til að vera fullgild ESB-þjóð." Þvílík kjánaskrif hjá honum karlinum.

Jón Valur Jensson, 29.10.2009 kl. 15:22

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gunnar , passaðu blóðþrýstinginn maður! Þegar við vegum og metum ESB aðildina þá munu efnahagsleg rök ráða úrslitum, ekki föðurlandshyggja og plís ekki tala niður til andstæðinga þinna með upphrópunum um vankunnáttu eða kjaftæði, það skilar engu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.10.2009 kl. 15:23

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hagfræðingar munu auðvitað í hrönnum ráðleggja okkur að láta "efnahagsleg rök ráða úrslitum, ekki föðurlandshyggju," en það er vitaskuld engin hagspeki að ráðleggja þjóð að gefa frá sér æðsta vald yfir auðlindum sínum – bæði stjórnvald og löggjafarvald – og ennþá síður er það stjórnspeki! Við ættum að vera búin að brenna okkur nægilega á því að láta viðskipta- og hagfræðinga og fjármálaspekúlanta um hituna að ráða stefnu þjóðfélagsins, okkur til skaðræðis. Hafa þeir t.d. eitthvert vit á hermálum? (Evrópubandalagið mun koma sér upp fastaher og Ísland ekki verða undanþegið, né um það spurt, hvort VIÐ viljum hafa herstöðvar hér). Hafa þeir vit á fiskistofnum? o.s.frv. Eru þeir rödd þjóðarinnar sjálfrar? Fjarri fer því!

Jón Valur Jensson, 29.10.2009 kl. 15:33

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það fer að verða afar erfitt að vita hvar Samfylkingin endar og RÚV byrjar. Mörkin eru mjög óskýr að verða. Málefnanleg vinna hjá RÚV er lágmark, svo lengi sem maður hefur ekkert val um að borga fyrir rekstur þess.

Haraldur Baldursson, 29.10.2009 kl. 15:37

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jónhannes

Aðeins fávísir fáráðlingar halda að Evrópusambandið sé efnahagsbandalag ennþá. Þeir hafa alls ekki fylgst með. Ef Evrópusambandið væri efnahagsbandalag þá ætti það fyrir löngu að vera farið að virka. En það gerir það nefnilega ekki og hefur aldrei gert. Þess vegna varð EU að komast á koppinn til að redda málum. En það versnaði bara ástandið hér í Evrópu við það.

Það er langt síðan Evrópusambandið hætti að vera efnahagsbandalag. Hinum efnahaglega samruna Evrópusambandslanda er lokið. Sá lagarammi er kominn á sinn stað með sáttmálum fyrir 15 árum og jafnvel frá eldri tímum. Heyrðuð þið ekki hvað Uffe Ellemann sagði ykkur? Eru stofnanir ykkar mannaðar fáfræðingum? Miðla þær fáfræðum? Það sem er í gangi í Evrópusambandinu í dag er hinn pólitíski samruni Evrópu. Stofnun stórríkis Evrópu. EF er dautt, steindautt.

Þið getið mjálmað og tíst eins og ykkur lystir um að Evrópusambandið sé efnahagsbandalag. Það verður ekki réttara fyrir það. Þið eruð því miður alveg eruð lost in space þökk sé lygaveitu Ríkisins, sem heldur Íslandi í tröllataki lélegheita og fávísi.

Ruslakista fréttastofu RÚV er farin að lykta af Brussel gúanó og úldnu Silfri Se & Hån Íslands. Tröll og apar klifra þar veggi. RÚV er apabúr.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2009 kl. 15:47

11 identicon

Þetta voru undanþágur í aðildarsamningi Möltu við ESB. Undanþágur sem eru skilgreindar þar eru varanlegar, og þeim verður ekki breytt. Það er hinsvegar skiljanlegt að ýmsar aðlögunarreglur hafi verið í gildi. Það er alltaf þannig hjá nýjum aðildarríkjum ESB.

Þó svo að þú endurtakir lygina. Þá verður hún ekki sannleikur.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 15:49

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jón Frímann minn, viltu vera svo vænn að skjótast út í apótek fyrir mig og kaupa eitt kíló af vakúm. Það þarf ekki að pakka því inn. Gangi þér vel. Bíddu aðeins, svo vantar mig líka eina rishallaréttskeið. Bláa.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2009 kl. 15:56

13 Smámynd: Haraldur Baldursson

Jón Frímann, vel að þér sem þú ert um þetta...ertu til í að tilgreina varanlegu undanþágurnar ?

Haraldur Baldursson, 29.10.2009 kl. 16:28

14 identicon

Þetta er höfuðmálið:

" Öll ríki verða að passa í sama skófarið. Þetta eru aðlögunarreglur en ekki undanþágur."

"Undanþágan" snýst sem sagt um þann tíma sem það tekur að koma á samræmi. Í tilfelli sjávarútvegs þýðir það bara tímann þar til Brussel tekur við. Og muni ég rétt, reyndu Bretar að fá undanþágu algera, en fengu ekki. Greyin. Bara 200 sinnum fleiri en við, og stofnríki þar að auki....

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:36

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óttalega líður andsinnum illa núna.  Hahaha. 

Auðvitað skilur maður það að leiðinlegt er fyrir ykkur að nánast allt sem þið segið er bull.  Eitthvert þvaður bara.  Líka athyglisvert hve andsinna þvaðrið á mikið upptök sín í ákveðinni keldu.

Auðvitað eru hinar 77 (repeat: Sjötíu og sjö) undanþágur maltverja af ýmsu tagi.  Mismikilvægar en kannski allar mkilvægar í augum maltverja.  Sumar tímabundnar, aðrar varanlegar.  Allur gangur á því.

En til að eg uppfræði ykkur andsinna aðeins því eigi er vanþörf á því, slíkt er þekkingarleysi ykkar á umræðuefninu, þá er etv. - etv. athyglisverðast varðandi hinar 77, (sjötíu og sjö) undanþágur,  undanþágan frá fjárfestingum í húseignum á eyjunni nema að uppfylltum vissum skilyrðum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 17:19

16 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugsemdirnar.

Af því að Jón Valur spyr um hina yfirlýsinguna, þá er hún hér:

(Memeber states) declare that the flag with a circle of twelve golden stars on a blue background, the anthem based on the "Ode to Joy" from the Ninth Symphony by Ludwig van Beethoven, the motto "United in diversity, the euro as the currency of the European Union and Europe Day on 9 May will for them continue as symbols to express the sense of community of the people in the European Union and their allegiance to it.

Evrópsk þjóðernishyggja? Það er hægt að sjá þetta í kaflanum DECLARATIONS BY MEMBER STATES, hér á bls. 270, declaration 52.

Sú sem ég nefni í færslunni er númer 58 og er sameiginleg fyrir Lettland, Ungverjaland og Möltu.

Haraldur Hansson, 29.10.2009 kl. 17:33

17 Smámynd: Haraldur Hansson

Jón Frímann: Ef þú skoðar tenglasafnið sem þú sjálfur vísar á, prófaðu þá t.d. að fara í Customs Union og smella á "44-Annex II". Sjáðu hvað þú finnur um tolla á Möltu af vefnaði og klæðagerð.

Þetta eru allt sömu upplýsingar og ég er með, nema hvað ég sótti Möltu sérstaklega á ESB vefinn, en þarna eru öll 10 ríkin í belg og biðu sem gengu í ESB árið 2004.

Ég get líka sparað þér lesturinn og birt þetta í sérstakri færslu fljótlega, enda kominn með mest af þessu á Íslensku. Þakka samt ábendinguna.

Haraldur Hansson, 29.10.2009 kl. 17:38

18 Smámynd: Haraldur Hansson

Jón Logi: Þó ég sé ekki vanur að halda uppi vörnum fyrir ESB þá skulum við ekki kenna þeim um það sem þeir eiga ekki sök á, af nógu er að taka samt.

Klúðrið við stjórn fiskveiða við Bretland er Bretum sjálfum að kenna. Það má jafnvel rekja það allt aftur til þorskastríðanna við Ísland, en ég læt vera að fara yfir þá atburðarás hér. ESB hefur ekki bætt stöðuna, en Bretar eiga sjálfir sökina.

En þetta með skófarið og aðlögun er óumdeilanlegt!

Haraldur Hansson, 29.10.2009 kl. 17:42

19 Smámynd: Haraldur Hansson

Ómar Bjarki: Takk fyrir "uppfræðsluna". Ef þú hefðir lesið færsluna til enda hefðir þú séð að "Protocol No 6 og secondary residences" er nefnd í henni. Er þetta ekki eina alvöru undanþágu Möltu?

Og ef þú bætir enn um betur og lest sjálfan samninginn þá kemsu að því að þar er engin undanþága. Engin. Ekki nein. Núll. Zero. 0. Nothing! Bara ákvæði um tímabundan aðlögun. Ekkert annað.

Það breytist ekki þótt þú kallir upplýsingarnar þvaður og bull. Rök væru vel þegin, til tilbreytingar.

Haraldur Hansson, 29.10.2009 kl. 17:52

20 Smámynd: Haraldur Hansson

Anna, er þér finnst þetta með mjólkina vera möppudýralegt ættir þú að lesa allan viðaukann (56 síður). Þar er margt miklu skrýtnara, ég tók þetta bara sem dæmi.

Gunnar, komdu við sem oftast og skrifaðu sem mest. Alltaf gaman af hressilegum athugasemdum sem hafa að geyma sannleika.

Jóhannes, Efnahagsbandalag Evrópu var aflagt 1992 og ESB kom í staðinn. Nafnabreytingin var ekki upp á grín, heldur vegna þess að eðli sambandsins breyttist. Og það breytist enn meira með Lissabon.

Haraldur, ... hvar Samfylkingin endar og RÚV byrjar. Það er spurningin? Því miður er það spurning, en ætti ekki að vera það.

Jón Valur, nú ertu búinn að fá hina yfirlýsinguna. Sáttur?

Takk öll fyrir skemmtileg innlegg í umræðuna.

Haraldur Hansson, 29.10.2009 kl. 18:04

21 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvað með undanþágu fyrir því að þurfa að ganga um (með hækjur) í Evrópusambandinu? Þá þarf ekki að koma skríðandi á bakinu á Össuruxa Skarpálfi til Brussel til að sækja um svona undanþágu. Hún er gefin út á Íslandi. Tekur enga stund og herra Barón Mjánjóla Berrass þarf ekkert að spyrja að neinu.

Það eina eðlilega er að vera EKKI í Evrópusambandinu, því það er hækja fyrir fötluð hnignandi lönd. Neyðarlausn. Braggi fyrir bágstadda sem hafa misst móðinn. Endirinn.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2009 kl. 18:54

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Geisp.

Þetta virðist stefna í þegar það tók mig svo og svo langan tíma (man nú ekki lengur hvar það var) að koma andsinnum í skilning um að undanþága finna með að styrkja landbúnað sinn norðan vissrar breiddagráðu væri varanleg.  Þetta ætluðu þeir aldrei að fást til að viðurkenna. 

Það sannast nefnilega oft sem vitur maður sagði eitt sinn:  Það er ekki hægt að kenna, þeim sem eigi vilja læra.

Hinsvegar má svo sem deila um ýmislegt þessu viðvíkjandi.  Td. hvort rétt er að kalla undanþágu eða sérlausn.  Má alveg ræða það.   Td. flokkast undanþága finna (og svía) varðandi landbúnaðinn ekki sem undanþága samkv. ESB uppsetningu.

Belíf mí. Malta fékk varanlegar undanþágur/sérausnir.  Og það líklega margar. 

Ekki allar 77 (sjötíu og sjö) eg er ekki að halda því fram.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 20:39

23 Smámynd: Haraldur Hansson

Ómar Bjarki, ef eitthvað hefur farið framhjá mér þætti mér vænt um ef þú bentir mér á t.d. þrjár helstu varanlegu undanþágur Möltu, sem þú segir að séu líklega margar. Mér er sama hvort það er kallað undanþága, sérlausn eða annað. Mér þætti mikill fengur í upplýsingunum.

Ég er búinn að fara í gegnum samninginn, viðauka, bókanir og yfirlýsingar en finn ekki annað en Protocol No 6.


Og úr því að þú nefnir undanþágu Finna, þá er hér texti úr skýrslu Evrópunefndar forsætisráðuneytisins (bls. 78).

Í aðildarsamningi Finnlands og Svíþjóðar 1994 var fundin sérlausn sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu. Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.

Þetta er það sem menn hafa kalla "heimskautalandbúnað" og eins og sjá má er það ekki ESB heldur ríkin sjálf, sem greiða viðbótarstyrkina. Spurning hvort nýju styrkirnir sem Frakkar boða samræmist reglunum, en látum það liggja milli hluta.

Haraldur Hansson, 29.10.2009 kl. 21:04

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvar sagði eg að esb styrkti norðan ákveðinnar breiddargráðu ?  Eg frábið mér svna tal !

Undanþága/sérlausnin felst í að finnum er heimilt að styrkja aukalega !

En varðandi möltu þá verðurðu baa að lesa betur og fræðast.  Það er alveg vitað að margar undanþágurnar eru varanlegar.   Þetta vita menn.

"Morgunblaðið, laugardaginn 17. maí, 2003 

Sendiherra ESB á Íslandi, dr. Gerhard Sabathil, segir að Íslendingar geti ekki útilokað viðræður við Evrópusambandið á þeim grundvelli að undanþágur vegna fiskveiðistjórnunar og sjávarauðlinda fengjust aldrei. Þetta kom fram í erindi sem sendiherrann hélt í vikunni í Háskólanum á Akureyri.
Sendiherrann sagði að ekkert væri hægt að fullyrða um slíkt fyrr en samningaviðræður hefðu verið reyndar. Fór hann sérstaklega yfir samningaviðræður sambandsins við Möltu og taldi að Íslendingar gætu haft þær til viðmiðunar, þar sem stjónvöld á Möltu fóru fram á ýmsar varanlegar undanþágur frá reglum sambandsins og fengu þær samþykktar. Undirstrikaði Sabathil í því sambandi að um varanlegar undanþágur væri að ræða, enda hefðu aðildarsamningar þá stöðu að flokkast sem grunnlög í ESB.

Sabathil tók það einnig fram að lítil lönd hefðu hlutfallslega mikil áhrif innan Evrópusambandsins og reynslan sýndi að mikið tillit væri tekið til sérstöðu þeirra og benti í því sambandi á reynslu Slóveníu og Möltu. Hann kvaðst hafa skoðað sérstaklega hvaða ríki það væru sem hefðu fengið mestar undanþágur og sérsamninga í aðaildarviðræðum og öfugt við það sem margir héldu, þá væru það fyrst og fremst litlu ríkin sem hefðu fengið undanþágur en ekki stærri ríkin."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 21:36

25 Smámynd: Haraldur Hansson

Ómar Bjarki, þú segir HVERGI að það sé ESB sem greiði aukastyrki. En af því að þú sagðir "norðan vissrar breiddargráðu" ákveð ég að birta textann í upplýsingaskyni. Að undirstrika að það séu ríkin sjálf sem greiði er frá mér komið. Var sem sagt ítarefni en ekki andmæli.

Auðvitað segir sendiherra ESB "góðar fréttir" af samningum, það er partur af djobbinu. Þetta viðtal frá 2003 segir að Malta hafa fengið "ýmsar varanlegar undanþágur" en ekki hverjar. Mér þætti (í alvöru) vænt um að fá dæmi.

Samningarnir sjálfir (hér) segja ekki mikið en ef lesið er í gegnum viðaukana (á sömu síðu) er ýmsan fróðleik að finna. Þó engar undanþágur. Hvar finn ég þær? Væri virkilega fróðlegt fyrir Íslendinga að kynna sér þær.

Haraldur Hansson, 29.10.2009 kl. 21:59

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei nei, maltverjar eru bara að ljúga því að þeir hafi fengið undanþágur !  Held bara þið andsinnar og Davíð ættuð að henda saman svo sem einum leiðara í þessu tilefni.  Þessari merkilegu uppljóstrun.

Hver heldurðu að nenni að eltast við svona fjarstæðukenningar.

En ok.  við skulum einfalda málið aðeins.   Hvaða merkingu halda þið andsinnar að Protocol No 6 hafi ?  Hann sé bara hafður þarna uppá djókið ?

Eg skal uppfræða ykkur um afhverju efnisatriðin eru merkileg.  Nefnilega að hann hamlar að vissu leiti (jú jú menn geta farið í orðhengilshátt um að hve miklu leiti) grundvallarprinsippinu um frjálst flæði fjármagns !

Þessu náðu maltverjar í gegn.  Varanlegri undanþágu/sérlausn þar sem komið var inná slíkt grundvallarprinsipp - auk 76 öðrum slíkum lausnum.

En í íslands tilfelli þá þurfum við ekkert á mörgum slíkum að halda.  Td. í sjávarútvegi þarf ekkert slíkt.  Hentar prýðilega fyrr ísland CFP.  Prýðilega alveg hreint.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 23:59

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held þú ættir að hafa þig hægan, Ómar Bjarki. Þó að það sé styttra frá þér með Norrænu að komast í EB-draumaríkið, þá er engin ástæða til annars en að halda vatni hér meðal okkar. Og þú breytir ekki staðreyndum með óskhyggju.

Þetta er bara innlit hjá þér, Haraldur, en vel hefur þú staðið þig, og heilar þakkir fyrir svörin öll.

Jón Valur Jensson, 30.10.2009 kl. 01:50

28 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæri Nafni Hansson, þú hefur með þessari grein blásið um koll Spuna sem sendur er út í loftið í trausti þess að enginn nenni að lesa grunngögnin. Meira að segja Ókrýndir-Snillingar eins og Ómar Bjarki ná ekki annað en að dæsa í áttina að rökum þínum. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um tilvísun í samningin, eða viðaukana, nær Ómar Bjarki ekki lengra í málflutningi sínum....
Greinin er góð og nýtist vel í að slökkva á Spunameisturunum. Muna ekki allir eftir þeim "sannleik" sem Finnska-leiðin átti að vera ? Það var slökkt á þeim spuna og 77-Undanþágur-Möltu mega fara sömu leið, þökk sé þér.

Haraldur Baldursson, 30.10.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband