Færsluflokkur: Evrópumál

Donald og Donald ræða málin

Strax eftir að úrslitin lágu fyrir bárust Donald Trump fundarboð frá ráðamönnum víða um heim. Það fyrsta kom frá Brussel, þótt þar (og víðar) hefðu menn viljað sjá aðra niðurstöðu. En úrslitunum verður ekki breytt.

Eftir lýðræðislegar kosningar í öllum 50 fylkjum Bandaríkjanna, þar sem 125 milljónir manna greiddu atkvæði, er Donald Trump rétt kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Eftir engar kosningar í öllum 28 ríkjum Evrópusambandsins, þar sem enginn fékk að greiða atkvæði, er Donald Tusk orðinn forseti Evrópusambandsins.

Það væri fróðlegt að heyra samtalið þegar Donald og Donald ræða málin.

Í Bandaríkjunum veit hvert einasta mannsbarn hver Donald Trump er, fyrir hvað hann stendur og hvað hann vill gera. Gott eða slæmt. Heimsbyggðin veit það líka.

Í ESB-ríkjunum veit ekki nokkur maður hver Donald Tusk er eða fyrir hvað hann stendur. Heimsbyggðin hefur ekki hugmynd. Hann tók við af Herman Van Rompuy, sem enginn kaus eða þekkir heldur.


Versti óvinur elítunnar í Brussel er hinn hættulegi "vilji almennings". Hún mun áfram sniðganga lýðræðið, að vel athuguðu máli, svo múgurinn fari sér ekki að voða og kjósi einhvern Donald til valda.

 


Össur afskrifar ESB

Eitt af því sem ríki gefa frá sér við inngöngu í Evrópusambandið er rétturinn til að gera fríverslunarsamninga. Og ekki nóg með það, þeir samningar sem ríkið kann að hafa gert falla sjálfkrafa úr gildi við aðild.

Össur veit að það væri ekki til neins að semja við Kína ef Ísland væri á leið í Evrópusambandið. Hann er greinilega búinn að afskrifa ESB í hjarta sínu því hann fór glaður til Peking að skrifa undir. Kínverjar væru heldur ekki að eyða púðri í samning sem hefði ekkert gildi.

Í nýliðinni viku gaf Jón Baldvin evrunni falleinkunn. Lýsti henni sem gallagrip á ótraustum grunni og talar um dýrkeypt mistök. Það er skammt stórra högga á milli. 

Spurningin er hvort formaðurinn Árni Páll og varaformaðurinn Katrín hafi kjark og pólitískt þrek til að fylgja fordæmi þeirra félaga og slá brusselska dagdrauma út af borðinu. Ef þau snúa sér ekki að einhverju raunhæfu heldur fylgið áfram að hrynja af þeim.

 

Og hin samfylkingin, Björt framtíð, er nú orðin munaðarlaust naflaframboð um ekki neitt.


mbl.is Össur: Ísland fær forskot á Kínamarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróður ... sögðu þeir

Fyrst eftir hrun var afgerandi stuðningur við umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Það var skiljanlegt að fólk vildi leita lausna eftir svo mikið áfall. Finna leiðir. Bara eitthvað. Það voru viðbrögð við áfallinu. Eftir því sem sjálfstraust þjóðarinnar hefur vaxið hefur fylgið við feigðarförina til Brussel minnkað. Nú er öruggur meirihluti þjóðarinnar andvígur. Blessunarlega.

Þegar andstæðingar aðildar Íslands að ESB skrifuðu um aukinn samruna og skert fullveldi í aðdraganda Lissabon sáttmálans árið 2009 voru algeng viðbrögð ESB-sinna að saka okkur um hræðsluáróður og rugl. Þó svo að í sáttmálanum fælist meiri tilfærsla valda til Brussel en áður þekktist og að þar væri lagt fyrir nýjum valdaembættum. Háværum ásökunum um hræðusláróður, upphrópanir, rangfærslur og ómálefnalegan málflutning fylgdu oft smekklaus ókvæðisorð.

En nú eru þetta allt staðreyndir. Enginn getur lengur þrætt.

Ráðamenn stærstu ríkjanna leggja til aukinn samruna upphátt og kinnroðalaust. Forseti framkvæmdastjórnarinnar gerir það líka. Nær daglega koma fréttir af þessari þróun. Sumir tala um að "dýpka samstarfið" og telja það hljóma betur en tala um skert fullveldi. En það er beinlínis stefnan. ESB er að breytast úr sambandi margra sjálfstæðra ríkja í eitt sjálfstætt sambandsríki.

Og svo er það evran.

Hún átti að vera hin gómsæta beita. Nú er öllum (flestum) ljóst að ein mynt fyrir mörg ólík hagkerfi gengur ekki upp. Grikkland er þekktasta dæmið og Spánn það stærsta (ennþá). Nýjasta dæmið er Kýpur sem var hent út á Guð og gaddinn í gær. Jafnvel RÚV kemst ekki hjá því að sýna svo sem einn þátt um evruhrunið mikla. Samruninn er nú talinn óumflýjanlegur ef takast á að bjarga evrunni. Útkoman verður allt annað Evrópusamband en það sem Ísland sótti um aðild að; samband sem við eigum enn minna erindi inní en það sem var fyrir gildistöku Lissabon sáttmálans.

 


mbl.is Hár lántökukostnaður að sliga Spán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er viðvörun. Lokaviðvörun!

Viðtengd frétt er um að Ísland hafi fengið lokaviðvörun. Við hverju er varað? Hvað skal gera? Það er eftirlitsstofnun EFTA sem sem sendir okkur þessa viðvörun ...

... vegna innleiðingar tilskipunar um gerðarviðurkenningu vélknúinna ökutækja með tilliti til endurnotanleika, endurvinnanleika og endurnýtanleika þeirra í því skyni að laga hana að tækniframförum.

Nú jæja! Skilur þú þetta?

Hvað er "gerðarviðurkenning"? Er orðið til í orðabók? Hver er munurinn á endurnotanleika, endurvinnanleika og endurnýtanleika? Og hver er þessi hún sem á að laga að tækniframförum? 

Ég veit að þetta er þýtt beint úr brusselsku, en það mætti snara þessu yfir á mannamál í leiðinni, þannig að óbreyttir lesendur Mbl.is skilji hvers konar lokaviðvörun þjóðin var að fá. Svona ekta möppudýramál er illskiljanlegt, í besta falli.

 


mbl.is Ísland fær lokaviðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar á ég að sitja?

Hvar á ég að sitja? spyr konan með kórónuna. Myndin segir meira en þúsund orð. Þeirrar bláklæddu bíður uppbúið rúm og alls konar græjur, sem þarf til að halda lífi í mikið veikum sjúklingi.

evra_g20


Allir útlensku G20 vinir hennar eru mættir til að sýna henni stuðning á sjúkrabeði, en batahorfur eru því miður slæmar.


Another one bites the dust

Á meðan Spánverjar fagna gjaldþroti sínu og uppgjöf naga evrópskir ráðherrar neglurnar af ótta við lýðræðið í Grikklandi. Á brusselsku heitir það að vera í viðbragðsstöðu. Nú hafa Spánverjar hlotið "sigurlaun" við hæfi. 

"Another one bites the dust" voru upphafsorð ræðu á Evrópuþinginu í Strasbourg í gær. Þar var ekki verið að vitna í þekkt lag með hljómsveitinni Queen heldur fjalla um óleysanlegan vanda evrunnar, sem fer stigvaxandi. Þetta er evran sem felldi Spán um þrjár deildir og er nú með Ítalíu næst á matseðlinum.

Titanic-evran hefur rekist á ísjakann og því miður eru ekki til nógu margir björgunarbátar.

TEXTI ræðunnar er fyrir neðan myndbandið.
 


Another one bites the dust.

Country number four, Spain, gets bailed out and we all of course know that it won't be the last. Though I wondered over the weekend whether perhaps I was missing something, because when the Spanish prime minister Mr Rajoy got up, he said that this bailout shows what a success the eurozone has been.

And I thought, well, having listened to him over the previous couple of weeks telling us that there would not be a bailout, I got the feeling after all his twists and turns he's just about the most incompetent leader in the whole of Europe, and that's saying something, because there is pretty stiff competition.

Indeed, every single prediction of yours, Mr Barroso, has been wrong, and dear old Herman Van Rompuy, well he's done a runner hasn't he. Because the last time he was here, he told us we had turned the corner, that the euro crisis was over and he hasn't bothered to come back and see us.

I remember being here ten years ago, hearing the launch of the Lisbon Agenda. We were told that with the euro, by 2010 we would have full employment and indeed that Europe would be the competitive and dynamic powerhouse of the world.By any objective criteria the Euro has failed, and in fact there is a looming, impending disaster.

You know, this deal makes things worse not better. A hundred billion [euro] is put up for the Spanish banking system, and 20 per cent of that money has to come from Italy. And under the deal the Italians have to lend to the Spanish banks at 3 per cent but to get that money they have to borrow on the markets at 7 per cent. It's genius isn't it. It really is brilliant.

So what we are doing with this package is we are actually driving countries like Italy towards needing to be bailed out themselves.

In addition to that, we put a further 10 per cent on Spanish national debt and I tell you, any banking analyst will tell you, 100 billion does not solve the Spanish banking problem, it would need to be more like 400 billion.

And with Greece teetering on the edge of Euro withdrawal, the real elephant in the room isthat once Greece leaves, the ECB, the European Central Bank is bust. It's gone.

It has 444 billion euros worth of exposure to the bailed-out countries and to rectify that you'll need to have a cash call from Ireland, Spain, Portugal, Greece and Italy. You couldn't make it up could you!It is total and utter failure.

This ship, the euro Titanic has now hit the iceberg and sadly there simply aren't enough life boats.


mbl.is ESB-ráðherrar í viðbragðsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran 1991-2011

Maastricht, 9. desember 1991:
Lokið við nýjan sáttmála sem breytti Evrópubandalaginu í ESB. Hann var undirritaður tveimur mánuðum síðar og tók gildi 1. nóvember 1993 (eftir að Danir höfðu verið látnir kjósa aftur).

Með Maastricht sáttmálanum var lagður grunnurinn að nýjum sameiginlegum gjaldmiðli sem fékk nafnið Evra. Byrjað var að nota evruna sem bókhaldsmynt árið 1999 en árið 2002 voru seðlar og mynt sett í umferð.

Brussel, 9. desember 2011:
Nákvæmlega tuttugu árum eftir fundinn í Maastricht, var loksins formlega viðurkennt að evran er búin að vera. Samt er ætlunin að halda áfram að nota evruna, en á nýjum forsendum. Evra 2.0 byggist á því að svipta notendur fullveldi í efnahagsmálum og fjarstýra þeim frá Brussel.
  

Hvað um Írland?

Þegar Írar felldu Lissabon sáttmálann voru þeir látnir kjósa aftur, eins og venjan er í ESB. Þá var gerð "stjórnmálasamþykkt" og þeim m.a. lofað sjálfræði í skattlagningu atvinnufyrirtækja. Írum er mikið í mun að halda sínum lága 12,5% tekjuskatti á fyrirtæki, enda hafa mörg erlend félög sett upp starfsemi þar vegna þess.

Ein hugmyndanna í bréfi Merkozys vekur spurningar.

          "Convergence and harmonization of corporate tax base ..." 

Leiði þetta líka til samræmingar á skatthlutfalli þýðir það að svíkja þarf loforðið sem Írum var gefið haustið 2009. Það er bærilegur árangur á mælikvarða ESB að það taki meira en tvö ár að svíkja afgangsstærð eins og Írland, sem telur aðeins 4,6 milljónir íbúa.

Fái Írar að kjósa um slíkar breytingarnar, munu þeir trúlega fella þær í þjóðaratkvæði. Þá verða þeir látnir kjósa aftur eins og þeir voru látnir gera 2002 (Nice) og aftur 2009 (Lissabon). Dugi það ekki verður hræðusláróðurinn settur í Icesave-gír og þeir látnir kjósa í þriðja sinn. Brussel lætur ekki smáþjóð stoppa sig í að "bjarga evrunni". 


Nýja járntjaldið heitir Evra

Nýjasti bræðingur Merkozys dugir engan veginn til að leysa evruvandann, segir Christine Lagarde framkvæmdastjóri AGS. Meira þarf að koma til svo taka megi almennilega á vandanum og endurheimta traust. 

euro_timebomb"Lausnin" sem nú er unnið að er að svipta 17 ríki Evrulands efnahagslegu fullveldi með breytingum á sáttmálum ESB, helst án þess að bera það undir almenning.

Evran verður hið nýja járntjald. Handan þess verður þjóðum fjarstýrt frá Brussel og lýðræðinu hent í ruslið. Það er þegar búið að dæma lýðræðið í 10 ára útlegð í Grikklandi og þjóðina í esb-fangelsi.

-----

Í samtali á RÚV upplýsti Össur Skarphéðinsson að hann hefði "aðeins eina framtíðarsýn", sem er innganga Íslands í ESB. Á óvissutímum er hættulegt að hafa ráðamenn sem sjá einn og aðeins einn kost.


mbl.is Sachs: Stofnanir Evrópu virka ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

740 milljónir fyrir sjónvarp

Fyrir þremur árum var sett á stofn ný sjónvarpsstöð. Þó aðeins sé um að ræða vef-sjónvarp er kostnaðurinn kominn í 4,7 milljarða króna. Europarl TV, var sett upp í þeim tilgangi að upplýsa þegna Evrópuríkisins um störf þingsins í Brussel.

Að meðaltali horfa 830 manns á stöðina á dag, eða 0,00016% íbúa Evrópusambandsins. Áhorfendur eru heldur færri en íbúarnir á Hvolsvelli. Það þýðir að kostnaðurinn er orðinn um 5.780 þús. á hvern áhorfanda á þremur árum. Ef RÚV ætti að fá jafn hátt framlag á hvern áhorfanda væru það rúmir 600 milljarðar á ári, sem er talsvert meira en öll fjárlög íslenska ríkisins.

Höfuðstöðvarnar eru í Plymouth á Englandi og fá þýðendur nóg að gera. Efni er textað og þýtt á 22 tungumál, svo hver klukkutími í útsendingu kostar 9,5 milljónir króna. Hugsanlega rambar inn einn áhorfandi annan hvern dag sem þarf á maltneskum texta að halda, en nokkur hópur fólks vinnur við að þýða efni yfir á hvert tungumál.

ESB verður seint sakað um að fara vel með skattfé almennings.

Á sama tíma og ESB fagnar niðurskurði á Ítalíu verða 740 milljónir til viðbótar lagðar í reksturinn á Europarl TV á næsta ári, til að uppfræða 830 manns.


mbl.is ESB fagnar niðurskurði á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TH€ €ND

SkyNews fjallaði í dag um viðtalið sem Telegraph átti við Jacques Delores, einn af aðalhöfundum evrunnar. Hann segir evruna hafa verið gallagrip frá upphafi.

BLEIBEL_new-euro-490SkyNews ræddi líka við breska þingmanninn Bill Cash, sem var einn af leiðtogum hreyfingarinnar sem barðist gegn upptöku evrunnar í Bretlandi á sínum tíma.

Bill Cash telur að aukin miðstýring innan ESB sé af hinu illa. Þær hugmyndir sem Merkel og Sarkozy vilja hrinda í framkvæmd muni aðeins skaða Evruland og gera illt verra fyrir alla Evrópu. Sérstaklega gagnrýnir hann ólýðræðislega tilburði Brusselvaldsins.

Hvorki Jacques Delors né Bill Cash hafa sótt námskeið Össurar í efnahagsmálum. Þeir vita um hvað þeir eru að tala.


mbl.is Delors gagnrýnir evrusamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband