30.12.2009 | 12:50
Að kyrkja lítið dýr
Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti" sagði Jón Hreggviðsson, ein frægasta persóna Halldórs Laxness. Líklega bar snærisþjófurinn frá Rein meira skynbragð á réttlæti en þau sem nú fara með stjórn Íslands og hafa ekki í sér dug til að stand vörð um rétt þjóðarinnar. Samt buðu þau sig fram og voru kjörin til þess.
Maður sem ætlar að kyrkja lítið dýr í greip sinni mun að lokum þreytast. Hann heldur því armsleingd frá sér, herðir takið um kverkar þess sem má, en það deyr ekki; það horfir á hann; klær þess eru úti. Þetta dýr mun ekki vænta sér hjálpar þó tröll komi með blíðskaparyfirbragði og segist skulu frelsa það. Hitt er lífsvon þess að tíminn sé því hallkvæmur og lini afl óvinar þess.
Ef varnarlaus þjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið með henni einsog því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún verða gleypt í einum munnbita.
Þetta sagði Arnas Arnæus, önnur fræg persóna úr Íslandsklukkunni, þegar honum var boðið að gerast landstjóri Þjóðverja á Íslandi. Og hann bætti við: "Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima."
Því miður er reisn af þessu tagi ekki að finna meðal þeirra sem nú sitja á valdastólum. Mörg þeirra vilja játast undir tröllsvernd af dugleysi og hugleysi einu saman. Arne Arnæus sendi Jón Hreggviðsson frá Rein heim til Íslands með þessi skilaboð:
Þú getur sagt þeim frá mér að Ísland hafi ekki verið selt; ekki í þetta sinn. Þeir skilja það seinna.
Vonum að Ísland verði ekki selt núna heldur. IceSave uppgjöfin gæti verið forleikur að hinni endanlegu uppgjöf kratanna, sem enn trúa á blíðskaparyfirbragð og halda að Evrópuríkið sé bara efnahagsbandalag. Svo sterk er trú þeirra að þeir vilja leggja IceSave drápsklyfjar á þjóð sína til að komast þangað inn.
Svavar neitaði að mæta á fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er brilliant samlíking. Það mætti halda að Kiljan hafi séð þetta allt fyrir.
Baldur Hermannsson, 30.12.2009 kl. 13:00
Þessi skírskotun þín hefur í mörg ár verið mér hugstæð og í dag á hún svo sannarlega erindi til okkar Íslendinga í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar.
Árni Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 13:20
Endilega sendu þetta inní þingflokksherbergi VG og helst á hvern einasta fulltrúa flokkisns á þingi.
Það gæti kanski verið að ásmundur og einhverjir fleiri átti sig þá á því úr hvaða jarðvegi og hvaða grasrót hefur byggt þennan flokk upp í að verða stór og myndarlegur flokikur.
En það var ekki gert til þess að ganga á bak öllu sem áður hafði verið lofað og því sem heitið hafði verið !
AMEN !
"GUÐ HJÁLPI ÍSLANDI" !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 13:47
Textar Laxness eru góð uppspretta visku og samlíkinga. Ef menn ætla að gera skáldið að spámanni varðandi stjórnmál líðandi stundar, væri ekki alvitlaust að kíkja í Sjálfstætt Fólk. Bjartur í Sumarhúsum væri sjálfsagt harður stjórnarandstæðingur, ef ég man hann rétt.
Jón (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 14:14
Já en væri Bjartur ekki líka á moti stjórnarandstöðunni?
Baldur Hermannsson, 30.12.2009 kl. 14:22
Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.
Jón: Þegar Bjartur í Sumarhúsum er dreginn fram vill það "gleymast" að verkið er ritað á rauðu árum skáldsins í kringum 1935. Samfélagið sem Bjartur vildi ekki verða háður er því sjálft draumaríki kommúnismans. Við vitum hvernig sú sæla endaði.
Íslandsklukkan er rituð áratug síðar (1943-46), eftir að Laxness hafði snúið baki við trúnni á kommúnismann og á meðan Íslendingar voru að öðlast fullt sjálfstæði og stofna lýðveldi.
Annars held ég að Bjartur sé ekki góð samlíking. Saga hans og dapurleg örlög snúast um fleira en að verða sjálfs síns herra. Hann glímdi líka við náttúruna og sjálfan sig. Eins er Arnæus ekki gallalaus, en þessi orð hans getur hver sem er sett í samhengi við það sem nú er að gerast á Íslandi.
Haraldur Hansson, 30.12.2009 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.