Flokkurinn eða þjóðin

Það kemur æ betur í ljós hvílík mistök það voru að sækja um aðild að ESB á meðan IceSave var enn óklárað. Umsóknin hefur orðið að vopni í höndum Breta, meira að segja svo að Jóhanna Sigurðardóttir kvartaði undan því í stefnuræðu sinni. Þessi ótímabæra umsókn hefur skapað vonda umgjörð um IceSave og gert það mun erfiðara viðfangs en ella.

Það voru hræðileg mistök hjá Steingrími að láta Jóhönnu og Össur þvinga sig í þessa umsókn svo löngu áður en hún gat með nokkru móti talist tímabær.

Það hljómar alltaf jafn fáránlega þegar talað er um að afdrif frumvarpsins (sem er um að skemma IceSave lögin frá því í sumar) séu í höndum tveggja eða þriggja þingmanna. Það eru 63 kjörnir fulltrúar á þingi og þeir eiga allir að greiða atkvæði af skynsemi og með hagsmuni þjóðar sinnar að leiðarljósi. Líka Samfylkingarmenn, þótt engin virðist gera kröfu til þeirra um það.

Í viðtengdri frétt er sagt að Ásmundur Einar Daðason muni líklega styðja frumvarpið. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að formaður Heimssýnar láti þvinga sig til þess að skrifa upp á þennan aðgöngumiða Samfylkingarinnar að Evrópuríkinu.

Hvort er mikilvægara, ein ríkisstjórn eða framtíð þjóðarinnar? Einn stjórnmálaflokkur eða lífskjör okkar allra næstu áratugina?

Ég spyr vegna þess að í fréttinni er sagt að Ásmundur Einar muni styðja nýja skemmdar-frumvarpið um IceSave "til að ekki verði sundrung innan Vinstri grænna". Þegar menn líta til baka eftir þrjátíu ár verður það algjört aukaatriði hvort það varð sundrung í einhverjum stjórnmálaflokki árið 2009. Eða hvort vinstri stjórnin féll í janúar eða júní. Á næsta ári eða þarnæsta. Það væri algjörlega galið að segja já við skemmdar-frumvarpinu á þessum forsendum.

Í fréttinni segir líka "fáir vilja bera ábyrgð á því að hafa fellt vinstri stjórnina". Því spyr ég aftur, hvort skiptir í raun og veru meira máli, ein ríkisstjórn eða framtíð þjóðarinnar og lífskjör?

 


mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála !

Gunnlaugur I., 29.12.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, mun að öllum líkindum styðja Icesave frumvarpið til að koma í veg fyrir sundrungu innan flokksins og til bjargar ríkisstjórninni. Andað hefur köldu milli stuðningsmanna og andstæðinga frumvarpsins innan Vinstri grænna"

Skjóta einhvern! Strax! Djöfulsins glæpapakk er þetta !

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 19:34

3 Smámynd: Sævar Helgason

Sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Hvernig varð ICESAVE málið til og hver undirritaði víxilinn fyrir ári síðan...  Ætla menn ekki að hengja bakara fyrir smið ?

Sævar Helgason, 29.12.2009 kl. 19:44

4 identicon

Það hefur enginn víxill enn verið undirritaður af Alþingi nema sá víxill sem Bretar og Hollendingar höfnuðu. Aðrir samningar voru allir með fyrirvara um samþykkt Alþingis.

Á morgun hinsvegar, er það ætlun ríkisstjórnarinnar að skuldbinda Íslenska þjóð með veði í öllum hennar eignum þ.á.m. öllum okkar auðlindum. Þetta er gert vegna pólitískra ástæðna en ekki vegna rökstuddrar skildu okkar sem þjóðar í samfélagi frjálsra ríkja.

Talið er að um 10-20% líkur sé á greiðslufalli ríkisins. Það er of mikil áhætta þegar allt okkar sem þjóðar eru að veði.

Styttingur (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 20:08

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef við ætlum að bíða eftir gróðæri til að geta sett inn aðildarumsókn að ESB gætum við þurft að bíða í 50 ár og ef ESB-umsóknin gerði Icesave erfiðara er það aðallega sálrænt.

Hinsvegar næ ég ekki upp í nef mér af hneykslun yfir því að 3-4 þingmenn skuli vera í vinnunni þegar verið er að ræða mestu skuldbindingu/nauðasamninga í Íslandssögunni. Alveg með ólíkindum.

Theódór Norðkvist, 29.12.2009 kl. 20:08

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég þakka innlitin og athugasemdirnar.

Sævar: Ég held við getum verið sammála um að glannalegur bankarekstur hafi fært okkur IceSave, að rótin liggi í gölluðu regluverki og einkavæðingunni og að hin pólitíska ábyrgð liggi fyrst og fremst hjá D og B. En þessi færsla er um það sem nú er gert til að leysa vandann.

Þótt vandinn sé ljótur og öðrum að kenna kemur það í hlut núverandi stjórnvalda að finna lausn. Það er ekki sama hvernig að því er staðið. Við vitum að samningurinn er skelfilegur. Alþingi setti því fyrirvara þegar lögin um ríkisábyrgð voru samþykkt í ágúst. Nýja frumvarpið er um að lækka varnirnar sem þar voru reistar.

Hér er ekki verið að hengja bakara fyrir smið. Hins vegar hefur mér fundist margir vera týndir í október 2008 og of fastir í því að hamra á því hverjum er um að kenna. Það er kominn desember 2009.

Haraldur Hansson, 29.12.2009 kl. 21:20

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Theódór: Það er enginn að tala um að "bíða eftir góðæri". Aðeins að það hefði átt að klára IceSave áður en aðildarumsókn var send til Brussel. Þessi ótímabæra umsókn hefur valdið skaða í þessu máli.

Óskar: Er nauðsynlegt að skjóta þá? Þetta er bara "að öllum líkindum" frétt, svo ég held í vonina um að reyndin verði önnur.

Gunnlaugur: Takk fyrir "kvittið".

Styttingur: Einn bloggari líkir þessu við rússneska rúllettu. Því miður er mikið til í því og því sem þú segir.

Haraldur Hansson, 29.12.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband