Ef Alþingi fellir IceSave

Það eru miklar lántökur sem fjallað er um í viðtengdri frétt. Af ummælum síðustu daga að dæma eru allar lánveitingar meira og minna háðar því að Ísland "leysi IceSave deiluna" með því að samþykkja ríkisábyrgð samkvæmt fyrirliggjandi samningi við Breta og Hollendinga.

En hvað gerist ef Alþingi fellir IceSave?

  1. Lífið heldur áfram. Það verður ekki slökkt á Íslandi.

  2. Ríkisstjórnin fellur. Þá það.

  3. Samið verður upp á nýtt í Icesave deilunni.

  4. Komandi kynslóðir verða fegnar.

  5. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir ekki upp láninu við okkur.

  6. Þrýst á erlend stjórnvöld innan frá. Við erum ekki að semja við mafíuna.

  7. Það er viðurkenning á því að einkabankarnir á Íslandi voru ekki ríkisbankar.

  8. Þá fara þjóðir Evrópu að endurmeta innstæðutryggingakerfið.

  9. Bretar og Hollendingar munu gefa eftir og semja upp á nýtt.

10. Fínt ... löggan á svæðinu að vera evrópsk - ekki alíslensk.

11. Réttlætið nær fram að ganga. 


Þessi upptalning er tekin úr greininni "Ég var aldrei í bankaráði" eftir Jón G Hauksson, ritstjóra Frjálsrar verslunar. Ég mæli með lestri greinarinnar sem ágætu mótvægi við þær dómsdagsspár sem hafa verið áberandi í fjölmiðlum síðustu dagana. 


Ríkisábyrgð samkvæmt fyrirliggjandi samningi hefði í för með sér greiðslubyrði sem íslenska þjóðin gæti aldrei staðið undir, samanber þessar tölur.


mbl.is 950 milljarðar að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

8. er þegar hafinn....og hvers vegna jú reglugerðin var gölluð...en Samfylkingin vill samt lúta túlkun breta eins og þeir vilja sjá að reglugerðin ætti að vera og verði... fáranleikinn er alger.

 Að öðru leiti er upptalningin góð greining..

Haraldur Baldursson, 27.6.2009 kl. 13:16

2 identicon

Besta grein ég hef lest um þessi mál. Ef samning er ekki nóga gott, man verður að segja nei og bryja upp á nýtt.

Lissy (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 13:33

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er vel hugsanlegt ef siðuð þjóð hefði átt í hlut.

Finnur Bárðarson, 27.6.2009 kl. 14:04

4 Smámynd: Elle_

No. 5: Mun AGS ekki segja upp láninu?  Og er okkur ekki bara alveg sama?. Finnst upptalningin góð í heild.

Elle_, 27.6.2009 kl. 18:05

5 identicon

Finnur,

Ég geri ráð fyrir að þú getir bent á siðmenntað þjóð?...

Hvar eru þær?

itg (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 19:40

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Getum við endursamið? Ég veit það ekki, en í tölvupóstum milli Indriða H. og embættismanna í Hollandi og Bretlandi sem Lára Hanna birti á sínu bloggi sagði Hollenski embættismaðurinn meðal annars: „What should be clear, is that we cannot renegotiate“ (En það verður að vera ljóst að við getum ekki endursamið). Þannig að liður 3. er kannski ekki eins sjálfsagður og mætti ætla.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.6.2009 kl. 20:33

7 Smámynd: Elle_

Ekki óttast ég að við getum ekki endursamið.  Getum við látið gömul nýlenduveldi þvinga okkur?  Viljum við borga skuldir gengisins sem rak Icesafe?  Við þurfum að ná horfnu milljörðunum af þeim og öðru hyski og borga Icesafe þannig, ekki úr ríkissjóði. 

Elle_, 27.6.2009 kl. 20:49

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Gott að vera bjartsýnn. Kannski getum við náð einhverjum horfnum milljörðum frá „genginu“ sem rak Icesave en það dugar held ég skammt upp í þá hundruði milljarða sem við skuldum öllu því fólki sem lagði peninga sína í íslenska banka.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.6.2009 kl. 21:18

9 Smámynd: Elle_

Sigurður Líndal hagfræðiprofessor kallar þetta nauðungarsamninga og Jón Daníelsson hagfræðingur segir að við ættum að fella samninginn eins og hann er nú og fara fram á 0% vexti.

Elle_, 27.6.2009 kl. 21:59

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Láta þá bara Bretana og Hollendingana vita að við erum eiginlega ekki að hugsa um að borga neina vexti af því sem þeir lána okkur?

Emil Hannes Valgeirsson, 27.6.2009 kl. 22:11

11 Smámynd: Elle_

Kannski ekki, en Jón Daníelsson þarf að svara fyrir það:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item287405/

Ættum við þó að skrifa undir nauðungarsamning við gömul nýlenduveldi?
 

Elle_, 27.6.2009 kl. 22:35

12 Smámynd: Elle_

Átti að vera Sigurður Líndal lagaprofessor (kl.21;59).

Elle_, 28.6.2009 kl. 00:56

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég skil ekki hvað íslenskir stjórnmálamenn og þessi íslenska samninganefnd er að fara að láta sér detta í hug að skrifa undir þessa afarsamninga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.6.2009 kl. 11:56

14 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Þessi færsla var ábending á nokkuð ítarlega grein eftir Jón G Hauksson, sem var þarft mótvægi við einhliða umfjöllun síðustu daga. Í henni er ekkert beint frá sjálfum mér, það setti ég í aðra færslu sem er hér

Haraldur Hansson, 29.6.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband