12.6.2009 | 17:11
Við erum öll snillingar
Ein lítil setning í viðtengdri frétt byrjar svona: "Að skortselja skuldabréf með því að kaupa samning um skuldatryggingaálag ..."
Var bara að spá í hversu margir gætu skýrt í stuttu máli hvað þetta þýðir.
Við hrunið breyttust allir Íslendingar í sérfræðinga í fjármálum. Alveg eins og þeir sem horfa á fótboltaleik verða sérfræðingar og vita betur en þjálfarinn, sérstaklega þegar illa gengur! Nú gengur illa í fjármálum og við erum öll orðin snillingar í peninga- og efnahagsmálum.
Það er hversdagslegt að tala um stýrivexti og bindiskyldu. Og orð sem fæstir höfðu áður heyrt eru orðin kunnugleg: Vaxtamunarviðskipti, afleiðusamningar, skuldatryggingaálag, skortstaða, undirliggjandi eignir, vafningar, o.s.frv.
Ef þér fannst setningin hér að ofan létt, þá er hér önnur lítil æfing í fjármálafræðum fyrir venjulegt fólk, tekinn úr grein í Viðskiptablaðinu:
Var bara að spá í hversu margir gætu skýrt í stuttu máli hvað þetta þýðir.
Við hrunið breyttust allir Íslendingar í sérfræðinga í fjármálum. Alveg eins og þeir sem horfa á fótboltaleik verða sérfræðingar og vita betur en þjálfarinn, sérstaklega þegar illa gengur! Nú gengur illa í fjármálum og við erum öll orðin snillingar í peninga- og efnahagsmálum.
Það er hversdagslegt að tala um stýrivexti og bindiskyldu. Og orð sem fæstir höfðu áður heyrt eru orðin kunnugleg: Vaxtamunarviðskipti, afleiðusamningar, skuldatryggingaálag, skortstaða, undirliggjandi eignir, vafningar, o.s.frv.
Ef þér fannst setningin hér að ofan létt, þá er hér önnur lítil æfing í fjármálafræðum fyrir venjulegt fólk, tekinn úr grein í Viðskiptablaðinu:
Engar undirliggjandi eignir á borð við skuldabréf eru í afleiðum í þeim vafningum sem innihalda skuldatryggingar. Gerningarnir tengjast hinsvegar stöðum í eignasöfnum og fá af þeim tekjustreymi gegnum skiptasamninga þar, sem byggjast á samkomulagi fjárfesta um að taka á sig undirliggjandi gjaldþrotaáhættu.
Annars er fréttin um ummæli sem George Soros lét falla í viðtali við CNN Moeny. Soros er meðal þekktustu fjárfesta í heimi, en Ástþjór Magnússon lagði til í kosningabaráttunni að fá þennan tæplega áttræða Ungverja til landsins til að veita ráðgjöf.
Sá gamli heldur því fram að viðskipti með skuldatryggingarálag sé tæki til gjöreyðingar. Auðvitað gat maður sagt sér það sjálfur! Og munum að afleiddar skuldatryggingar hræða markaði.
Soros: Tæki til gjöreyðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ástþór var hvergi nærri ruglaðasti frambjóðandinn. Undir strikið sennilega sá sem besta sýn hafði á stöðuna.
Að fá Soros, veit ég ekki hvort hefði verið hægt, en mikið væri gott að fá skýrmæltan mann (eða konu) í brúnna, sem ekki þyrfti að fela sig á bak við leynd.
Haraldur Baldursson, 12.6.2009 kl. 20:13
Úr upprunalegu fréttinni á CNNMoney:
Going short on bonds by purchasing a CDS contract carried limited risk but almost unlimited profit potential. By contrast, selling CDSs offered limited profit and practically unlimited risk, Soros said.
Um skortstöðu á Wikipedia:
Skortstaða (e. short position) er aðferð sem menn nota í fjármálum til þess að hagnast á verðfalli verðbréfa eða annarra verðmæta t.d. gjaldmiðla eða hrávara, með því að fá þau lánuð til sölu með það að markmiði að kaupa aftur ódýrara seinna og skila til lánveitanda. Þeir aðilar sem taka þátt í skortstöðum með láni verðbréfa eru venjulega langtímafjárfestar sem hafa trú á verðhækkun til langs tíma en eru ekki að eltast við skammtímasveiflur. Lánveitandi fær greiðslu frá lántaka fyrir lán verðbréfanna.
Þeir sem hafa tekið skortstöðu í einhverjum verðmætum er stundum sagðir hafa tekið ,,stöðu gegn" þeim, þ.e. hafi trú á lækkun þeirra.
Um skuldatrygginarálag á Wikipedia:
Skuldatryggingarálag er álag ofan grunnvexti skuldabréfs sem mælir hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa vátryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Skuldatryggingarálag er mælikvarði á markaðskjör sem bönkum bjóðast á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum.
Ég lái þér ekki ef þú ert litlu nær!
Ef ég skil þetta þá er þetta eitthvað í líkingu við að þú veðjir á að gera rosalega góðan díl á einhverjum verðbréfaviðskiptum einhverntíma í framtíðinni (short selling), og kaupir þér svo tryggingu (CDS) gegn því að það mistakist. Ef dæmið klikkar þá taparðu engu nema útlögðum kostnaði fyrir trygginguna, en hagnaðurinn getur verið nær ótakmarkaður allt eftir því hver viðskiptin eru. M.ö.o. þá flyst áhættan af "veðmálinu" að miklu leyti yfir á seljanda tryggingarinnar, en þú þarft mögulega aðeins að "vinna" svona veðmál einu sinni til að verða forríkur. (Ef einhver með meiri þekkingu er að lesa vinsamlegast leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.)
Dæmi um seljanda svona trygginga er risafyrirtækið AIG, sem Bandaríkjastjórn hefur nú dælt stjarnfræðilegum fjárupphæðum í til að forða því frá gjaldþroti. Ástæðan var einföld, hálft Wall Street var búið að leggja undir trilljónir í svona viðskiptum þegar hlutabréfamarkaðir byrjuðu að falla, og mikið af tapinu féll því á AIG, sem átti auðvitað ekki nóg í sjóðum sínum til að greiða út allar þær kröfur. Ekki ósvipað og tryggingasjóður innstæðueigenda nema í þessu tilviki fyrir verðbréfaeigendur. Hefði fyrirtækið orðið gjaldþrota þá hefðu tryggingatakar (les. fjármálafyrirtækin) orðið að kröfuhöfum í þrotabúið og líklega fengið lítið fyrir sinn snúð þar sem allt pappírsflóðið þessu tengt væri þá orðið verðlaust, en þá hefði líka spilaborgin hrunið algerlega. Ríkisstjórn sem var og er í vasanum á fjármálafyrirtækjunum gat auðvitað ekki látið það gerast, hljómar þetta kunnuglega? AIG var semsagt nokkurskonar IceSave þeirra Bandaríkjamanna, áfram Manchester United!
Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2009 kl. 22:00
Sæll Guðmundu,
Þetta er svona nokkurnvegin eins og ég skil þetta nema kannski þetta allra síðasta. Þeir tryggja aðallega skuldabréf. Það er ekki búið að bjarga AIG ennþá og mjög mikið af skít eftir í kerfinu. Var að hlusta á seðlabankastórann Ben Berniki um þetta vandamál en þar kom fram að ef AIG hefði verið leyft að fara á hausinn hefðu allir bankar heimsins orðið gjaldþrota á einni nóttu. ÞAÐ ER SKEMMTILEGT TIL ÞESS AÐ HUGSA AÐ FYRIRTÆKIÐ GETUR ENNÞÁ FARIÐ Á HAUSINN.
Hörður Valdimarsson, 13.6.2009 kl. 16:36
Takk allir fyrir innlitið og athugsemdirnar.
Það er áhugavert hvernig við verðum öll sérfræðingar í málunum sem hæst ber, hvort sem er innköllun veiðiheimilda, lausnin á IceSave, aðild að Evrópusambandinu eða hvernig á að loka fjárlagagatinu. Öll vandamál eru leyst oft á dag á kaffistofum landsins. Það er kannski bara gott merki um kröftuga umræðu í samfélaginu.
Færslan var skrifuð í alvöruleysi, en engu að síður, kærar þakkir fyrir fróðleikinn.
Haraldur Hansson, 13.6.2009 kl. 17:12
Sæll Haraldur,
Hafði nú örlítið vit á Icesave og Evrópusambandinu og fylgist með öllu sem viðkemur fjárfestingu þar sem ég vinn við hana. Hafði þó litið vit á skuldatryggingar álaginu fyrr en Lehmann féll þá fór ég að fylgjast með þessu. En það er gríðarlega skemmtilegt hvað menn eru (voru) almennt að gambla á. Í mörgum tilfellum eru fjárfestingar engu líkari en rúllettu eða hestaveðhlaupi.
Hörður Valdimarsson, 13.6.2009 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.