EVRAN að kæfa gríska ferðaþjónustu

"Hátt gengi evrunnar gagnvart breska pundinu og gjaldmiðlum ríkja í Austur-Evrópu hefur dregið úr samkeppnishæfi Grikkja gagnvart nágrannaríkjunum svo sem Tyrklandi og Egyptalandi sem eru með sinn eigin gjaldmiðil..." segir m.a. í þessari frétt.

Bara að Grikkir væru nú með gömlu drökmuna sína ennþá, þá væri þetta ekki svona erfitt hjá þeim. En hún hefur líklega verið ónýt, gagnslaus og dauð.

Annars finnst mér alltaf truflandi að sjá talað um ferðaþjónustu sem "ferðamannaiðnað". Bæði í fyrirsögninni og fréttatexta er talað um þessa iðnframleiðslu.

 

 


mbl.is Erfið staða grísks ferðamannaiðnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er ekki ástandið víðast hvar þannig að fáir hafa efni á að ferðast, hvort eð er?

Brjánn Guðjónsson, 8.4.2009 kl. 16:07

2 identicon

Ekki var íslenska krónan okkar ferðamannaþjónustu betri. Hágengisstefnan var íslenskri ferðaþjónustu erfitt fyrir, en leiddi það af sér að menn hafa þurft að skapa sér sérstöðu, sem hefur tekist (allavega hingað til). 

Samkeppnishæfni sem byggðir eru á lágum verðum er ekkert sérstaklega eftirsótt, því það er alltaf einhver sem getur undirboðið þig. Samkeppnishæfni sem byggist á sérstöðu og góðri þjónustu það er allt annað mál. Kannski er það sem Grikkir þurfa að huga að í stað þess að væla yfir nágrönum sínum.

Gengisfellingar er einfaldlega ekki góð til þess að tryggja samkeppnishæfni, því hú letur hvötina til hagræðingar og nýsköpunar. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Jens Ruminy

Ekki má gleyma að eiginelga hefði Grikkir ekki átt að fá Evruna skv. Maastrich-skilyrðum, enn þá dauðlangaði að vera með og því samværðu þeir hina með gríðarlegum reikningskúnstum að þeir gætu verið með.

En Magnús á alveg rétt fyrir sér: ef mig langar bara á sólarströnd þá bóka ég þar sem ódýrast er. En hver veit, kannski fara þeir að lækka verð í Evrum?

Jens Ruminy, 8.4.2009 kl. 16:46

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk allir fyrir innlitið og kommentin.

Brjánn: Það er rétt að samdrátturinn kemur niður á öllum, en fréttin er um að hjá Grikkjum sé dæmið verra af því að þeir hafa ekki eigin gjaldmiðil.

Magnús: Of sterk króna var íslenskri ferðaþjónustu jafn þung og of sterk evra er þeirri grísku í dag. Ég sá ekkert í fréttinni um að þeir "væli yfir nágrönnum sínum", aðeins að þeir beri sig illa undan evrunni, sem er of þung fyrir Grikkland.

Jens: Hef ekki áður heyrt að Grikkir hafi reiknað sig inn í evruna með kúnstum. En það voru tíðar fréttir í vetur um "700-evru-kynslóðina" í Grikklandi. Það er ungafólkið sem er að koma út á vinnumarkaðinn eftir nám, þ.e. þau sem eru svo heppin að fá vinnu. Margir vilja skýra það með því að Grikkir hafi í raun ekki haft efni á að taka upp evruna á sínum tíma, svo kannski að þetta sé rétt hjá þér!

Haraldur Hansson, 8.4.2009 kl. 17:15

5 Smámynd: Jens Ruminy

Haraldur: bara til að útskýra þá var upphaflegi hópurinn sem átti að byrja með Evruna svona 6-7(þar af DK og UK) af 12 löndum. M.a. áttu ekkert suðurevrópuríkja að vera með nema Frakkland, sem er jú víst í vesturevrópu, en t.d. Belgia ekki heldur. Það gekk nú aldeilis ekki, Ítalir og Spánverjar vildu ekki vera ljótu börnin hennar Evrunnar, og Portugalar og Grikkir ekki heldur. Flest ESB-lönd hafa gert mikil atök til að mæta Maastricht-skilyrðum, sum síðan slakað á (t.d. Ítalía, Belgía) en Grikkir voru uppvísir nokkrum árum eftir á að hafa ekki bara fengið náð vegna þess að þeir sýndu góðan vilja til að bæta sig heldur hafa þeir hreinlega svíkið sig inn með 'skapandi aðgerðum' í ríkisuppgjör og þeirra fyrirtækja sem tengjast ríkisfjármunum sökum eignarhalds.

En þar virðist hvort sem er allt í steik með eða án Evrunnar því pólitíkin snýrst um baráttu tveggja valdablokka sem eru kenndir við Karamalis- og Papandreu-ættum og allt mið- og misstýrt frá Aþenu.

Hvaða lærdóm getum við dregið af þessu? Evran er ekki töfralausin sem kemur í stað fyrir aðhald og jafnvægi í ríkisfjármálum og peningamálum, hún er nokkurs konar uppbót og veitir sérstaklega minni ríkjum meira trúverðugleika á álþjóða vísu.

Jens Ruminy, 8.4.2009 kl. 17:45

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Að sjálfsögðu er evran bölvaldur!  Krónan sem fellur og fellur gerir Ísland hins vegar afar ódýrt ferðamannaland fyrir útlendinga.

Gallinn við þetta fall er hins vegar að þetta lága gengi á okkar krónu gerir það að verkum að kjör okkar hríðversna.  Við ættum kannski að fara í myntsamstarf við Vietnam og Zimbabve?

Jón Halldór Guðmundsson, 13.4.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband