Hver vill eiga Ísland?

Bilyana Ilieva Raeva heitir kona nokkur frá Búlgaríu. Hún er formaður Íslandsnefndar Evrópuþingsins. Í viðtengdri frétt er vitnað í þingmanninn og þar eru tvær setningar sem eru nokkuð sláandi. 

"Þá geti þeir (Íslendingar) hugsanlega fengið tímabundna undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB"

" ... en ekki sé útilokað að gera sáttmála um að Ísland fái undanþágu að hluta eða að fullu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, að minnsta kosti yfir eitthvað tímabil."

Með því að nefna undanþágu er Raeva að gefa til kynna að sjávarútvegsstefna ESB falli ekki að Íslenskum hagsmunum.

Fiskveiðar eru algjör aukabúgrein hjá ríkjum ESB, sem gengur fyrir styrkjum og vegur ekki nema eitt lítið prósent. Hér á Íslandi þarf sjávarútvegurinn að vera rekinn á arðbæran hátt og verða ein af okkar meginstoðum til framtíðar.

Eftir bankahrunið verður mikilvægi fiskveiða enn meira og því skiptir miklu máli hvernig til tekst að endurskipuleggja útgerðina og hugsanlega stokka upp kvótakerfið. Verði útvegurinn rammaður inn í sjávarútvegsstefnu sem ekki hentar og settur á styrki, mun það draga úr honum mátt á fáum árum. Þá verður hann ekki sú stoð sem hann þarf að vera. 

Það er því alveg ótrúlegt að tilboð Raevu hljóði upp á að ekki sé útilokað að hugsanlega sé hægt að fá tímabundna undanþágu. Skilur hún ekki hina miklu sérstöðu Íslands í fiskveiðimálum, eða er hún bara að gera þetta viljandi til að fæla Íslendinga pent og endanlega frá ESB? Miðað við hversu áfjáðir Olli Rehn og félagar eru í að fá Ísland í klúbbinn verður fyrri skýringin að teljast líklegri.

Ef taka ber orð formanns Íslandsnefndar Evrópuþingsins alvarlega er hægt að hætta strax að hugsa um inngöngu Íslands í ESB og beina kröftunum annað.


mbl.is Vill Ísland í Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

100% sammála þér, Haraldur, – glöggt athugað hjá þér og afar ljóslega rökstutt. Ef það er eitthvað, sem ég tel mig þurfa að bæta við, er það þetta: Frú Bilyana Ilieva Raeva er greinilega ekki í því maraþonliði, sem sett hefur verið í það að narra okkur inn í bandalagið (sbr. hér).

Ég rakst hingað á þessa vefsíðu þína vegna tilvitnunar þinnar (á vefsíður Davíðs A. Stef.) í þann Bostúns þarfa mann, hvers ævisögu Jón Sigurðsson forseti þýddi. Tek hana hér upp, svo frábær er hún:

"Any society that would give up a little liberty to gain a little security will deserve neither and lose both." – Benjamin Franklin.

Svo óska ég vinsamlega eftir því að verða bloggvinur þinn – maður þarf greinilega að fylgjast með þínum skrifum!

Jón Valur Jensson, 21.2.2009 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband