Meintur lýðræðishalli ESB

Í viðtengdri frétt er sagt frá erindi sem Björg Thorarensen, lagaprófessor við Hásóla Íslands, hélt á málþingi um löggjafarvald Evrópusambandsins og lýðræði. Þessi sama Björg afþakkaði að taka sæti dóms- og kirkjumálaráðherra í nýju ríkisstjórninni og kaus að vinna að nýrri stjórnarskrá.

Margt fróðlegt kemur fram í erindi Bjargar og löngu tímabært að fjallað sé um stjórnkerfi ESB, en umræðan hingað til hefur mest snúist um gjaldmiðil og fiskveiðar. Einnig hefur inngöngu í Evrópusambandið verið veifað framan í fólk sem lausn á kreppunni.

Það er ekki bara meintur lýðræðishalli innan Evrópusambandsins sem Björg gerir að umtalsefni. Það sem er jafnvel enn athyglisverðara, og kemur fram í lok fréttarinnar, eru athugasemdir hennar um lýðræðishalla hér heimafyrir.

Ég tel að stærsta verkefnið framundan sé að endurreisa Alþingi sem raunverulegt og leiðandi afl í stjórnskipulaginu og leiðrétta þann lýðræðishalla sem íslenska stjórnkerfið stendur sjálft frammi fyrir.

Björg telur rétt að umræðan um framsal á fullveldi Íslands eigi ekki að fara fram fyrr en eftir að tekist hefur að "endurreisa Alþingi" eins og hún orðar það.

 Fyrst þegar því marki er náð er tímabært að þjóðin taki yfirvegaða afstöðu til þess hvort rétt sé að framselja löggjafarvald til yfirþjóðlegrar stofnunar.

Þetta er mjög athyglisvert í ljósi þess að eitt af því sem nýja minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur lofað (eða hótað) er að gera breytingar á stjórnarskrá til að liðka fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Innganga hefði í för með sér svo mikla breytingu á íslensku þjóðfélagi, til frambúðar, að það er ábyrgðarhluti að gefa pólitíkusum færi á að stytta sér leið í þeim efnum. Skiptir þá ekki máli hvort menn eru með eða á móti inngöngu.


mbl.is Lýðræðishallinn heimafyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband