Enginn svefnfriður á þingi

Kannski sýður uppúr dag, þá þarf enginn aðvera hissa. Það er blásið í lúðra og bílflautur þeyttar til að "vekja þingheimaf þyrnirósarsvefni". Eins og verið sé að raska svefnfriði. Hávaðinn getur skapað stemmingu fyrir meiri hávaða.

Hávaðinn magnast í æsing, læti og átök.

Það er búið að prófa margar tegundir mótmæla. Friðsamir fundir á Austurvelli, borgarfundir í Iðnó og Háskólabíói, fundir stéttarfélaganna, þögul mótmælastaða, málaðar ruslatunnur og skókast í gullkálfinn.

Í nokkur skipti hefur orðið einhver hasar og kostað nokkur egg, tvær rúður og eina rafmangssnúru og brákað kinnbein. Lætin í dag eru bara "næsta stig" í ólgunni.

Það væri svo auðvelt að lægja öldurnar talsvert, bara að sýna fólki þá virðingu að víkja þeim sem þarf að víkja, biðjast afsökunar og boða til kosninga. Ef ríkisstjórnin situr bara áfram á valdastólum eins og hún eigi valdið mun ástandið bara versna.

 

 


mbl.is Svæði við þinghúsið rýmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Og kommatitturinn Steingrímur þykist vera öllum heilagri, en er sjálfur að fara að tala um eldflaugavarnakerfi í A-Evrópu, og hitt skoffínið í VG, Ögmundur, ætlar að ræða áhrif einkarekstrar á samfélagsþjónustu.

Þeir nöldra og tuða, en eru eins og melónur, grænir að utan og rauðir að innan.

Liberal, 20.1.2009 kl. 14:00

2 identicon

....og ekki nóg með það heldur virðist vera sem flestir mótmælenda vilji þessa menn til að stjórna landinu. Skilur fólk ekki að ef boðað verður til kosninga og fljótt mun mikið starf fara í súginn??

Össi (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:00

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hvaða starf Össur? Yfirhylmingarstarfið?

Georg P Sveinbjörnsson, 20.1.2009 kl. 16:18

4 identicon

Ég vill flokkseigendafélagið í VG burt  og ég vill Ingibjörgu burt áður en kosið verður, svo maður hafi einhverja valkosti. Ekki ætla ég að kjósa spillingarflokkinn sem verið hefur hér með völd í 17 ár eða framsóknarævintýrið. Ekki langar mig heldur að kjósa rasistana í Frjálslyndum svo valkostirnir eru ekki margir því miður.

Svo er ég með tillögu fyrir mótmælendur, verið með sundgleraugu á ykkur til að verja í það minnsta augun fyrir piparúðanum.

Valsól (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:02

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið.

Að nota orð eins og skoffín og kommatittur lýsir sams konar reiði og gripið hefur mótmælendur. Kosningar eru til að endurnýja umboðið. Það að vera fyrirfram hræddur við það sem "kemur í staðinn" er óvinur lýðræðisins.

Til að endurvekja traust þarf breytingar. Það er ekki mikil karlmennska í því að sætta sig við yfirvaldið af því að maður þorir ekki að kjósa. Kjósum!

Haraldur Hansson, 20.1.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband