16.1.2009 | 19:54
Kóngur vill sigla ...
Þá er það á hreinu. Framsókn hefur sett stefnuna á Brussel.
Eitt mega Framsókarmenn eiga, þeir setja fram helstu samningsmarkmið: Veiðiréttur, fiskveiðistjórnun, eigin samninga um flökkustofna og óskorað forræði yfir auðlindum. Líka að fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt. Ekki má gleyma því.
Það er eitt sem ég sakna hjá Framsóknarmönnum. Það er að taka stjórnkerfi ESB til skoðunar og kynna það fyrir Íslendingum. Athuga hvort þeim hugnast það. Kynna líka valdsvið þessa stjórnkerfis og hvernig það hefur þróast gegnum tíðina.
Fiskveðistefnan kann að vera í lagi og ábyggilega er hægt að fá sérákvæði um landbúnað eins og í Svíþjóð og Finnlandi. En það er í stjórnkerfinu sem hætturnar búa.
Þar fyrir utan er ekki hægt að fara í aðildarviðræður á árinu 2009. Frekar en að skrifa um þessa fullyrðingu (aftur) vísa ég í þessar skýringar.
What the large print giveth, the small print taketh away!
Framsókn vill sækja um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algerlega sammála þér.
Það getur vel verið að einhverjir svona la, la samningar náist alla vega til skamms tíma um sjávarútvegs- og landbúnðarmál, en það er bara smá mál í samanburði við það að ganga þessu skrifræðis- skaðræðis rotna og gjörspillta stjórnkerfi á hönd, þar sem við hefðum alls enginn áhryf, nema í mesta lagi getað skipað einn og einn vesælan næviráðinn deildarstjóra á 10 ára fresti eða svo sem við svo auðvitað ættum ekket í og hugsaði fyrst og fremst um eigin hag innan kerfisins, eins og allir hinir Stór- Kommízararnir.
Svei þessu steingelda kómmízara-kerfi Dauðans !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:26
Stjórnkerfi ESB skiptist uppí embættismannahlutann sem heyrir undir framkvæmdastjórnina sem hefur það hlutverk að framkvæma og undirbúa lagatillögur, ríkjapólitíkina sem birtist í ráðherráðinu og leiðtogaráðinu þar sem fagráðherra hvers ríkis í viðkomandi málflokki situr hverju sinni eftir málum sem eru til umfjöllunar og það heitir svo leiðtogaráð þegar forsæisráðherrarnir hittast. - Þar er jafnan tekin lokákvörðun mála. Og svo þingið þar á milli.
Leið mála frá tillögu framkvæmdastjórnar til lokaákvörðunar í ráðherraráði er all löng, flókin og seinleg - og þannig á hún að vera því á þeirri leið á að leita allra sjónarmiða, laga mál og endurvinna og leita aftur allra sjónarmiða - og komast að bestu finnanlegri niðurstöðu án eindreginnar andstöðu neins aðildarríkis. Stærsti áfanginn á þessari leið er Evrópuþingið sem reyndar í all mörgum málum tekur orðið lokaákvörðun. -
Markmiðið með þessu kerfi eru samstöðuákvarðanir og samstöðulýðræði, og gerir það að verkum að þarna eru 27 ríki og ekkert þeirra hefur rokið á dyr en við sitjum ein eftir í EFTA.
Stjórnsýsla ESB í kringum embættismannakerfið þ.e. framkvæmdastjórnina er án vafa sú besta sem til er í heiminum, með skýrum reglum og mjög opnum vinnubrögðum. T.d. bara það að þýða þarf öll skjöl á tungumál allra landanna og gera þau aðgengileg öllum ríkjunum og þegnum þeirra gerir þetta strax að opnustu stjórnsýslu sem til er. Verklagsreglur eru afar skýrar þar á meðal við mannaráðningar þar sem t.d. forkröfur og sérstök embættismannapróf og aðrir skýrir mælikvarðar ráða niðurstöðum.
- Þarna takast hinsvegar iðulega á annarsvegar embættismannakerfið og pólitíska kerfið og reyndar svo líka þingið þar sem fulltrúar kjörnir beinni kosningu frá ríkjunum hafa gert ýmsar kúnstir sem ekki eru allar eftirbreytniverðar.
Stjórnkerfi ESB er í heild öflugt og til eftirbreytni fyrir svona bandalag um þessar ákvarðanir sem fram til þessa hafa verið samstöðuákvarðanir í bandalagi sem stofnað var til að efla samstarf, samþættingu og viðskipti í álfunni til að draga úr hættu á styrjöldum. Þetta stjórnkerfi geri það að verkum að bandalagið hefur eflst og haldið velli á sama tíma og við sitjum nærri ein eftir í EFTA, - En þetta væri ekki nothæft stjórnkerfi fyrir ríki sem þarf hraðari lagasetningu og getur hunsað samstöðu. - Það er kannski skýrustu rökin fyrir að ESB verður aldrei annað en bandalag, stjórnkerfið er ekki gert fyrir ríki heldur bandalag ríkja.
Helgi Jóhann Hauksson, 16.1.2009 kl. 20:44
Helgi. Það er engum hleypt inn fyrr eftir að Lissabon sáttmálin hefur verið samþykktur.
hvernig er hann?
Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 21:02
"Stjórnkerfi ESB er í heild öflugt og til eftirbreytni"
og getur ekki haldið bókhald og hefur ekki hugmynd um hvað 90% af útgjöldum þess fara. semsé skattpeningum íbúanna.
Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 21:02
Maður er farin að halda að Helgi Jóhann hafi einhverja beinna hagsmuna að gæta innan ESB!! svo lofar hann þetta nauðgunar bákn sem Hitler byrjaði á í stríðslok,ein Evrópa einn fáni og einn sem ræður.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 16.1.2009 kl. 21:13
Marteinn ég á enga hagsmuni í Evrópu eða ESB, né neinn sem ég þekki persónulega og engar eignir hvorki hér eða í Evrópu eða annarstaðar nema stálpuð börnin mín og fjölskyldu sem ég vil það trausta framtíð.
Svo ég segi það einu sinni enn Marteinn þá kenni ég mér og þeim um hvernig komið er sem hafa vitað betur um ESB en hafa ekki árum saman nennt að byrja að leiðrétta allt ruglið sem borið er á borð um ESB af hræðsluáróðursmönnum. - Ég veit ekki hvort það hefði breytt einhverju, en ég hef heitið sjálfum mér því að vera ekki í vafa næst - að ég hafi ekki þagað þegar allt hrynur aftur eða af öðrum ástæðum þessi þjóð á hjara veraldar þarf að leita ásjár hjá „vinaþjóðum“ sem við höfum árum saman rétt fingurinn og gefið frat í í stað þess að vinna með þeim.
Ég er ekki í neinu vafa um að ef við byggjum aftur án ESB jafngildi það því að byggja upp í farvegi hamfaraflóðsins í stað þess að fara í skjól og byggja á nýjum grunni, og ef við förum ekki í ESB þá er bara spurning um tíma þar til nýjar hamfarir ganga yfir okkur algerlega óvarin aftur. - Þó stormurinn geisi eftir sem áður er mikill munur hvort jörðin er traust undir okkur eða ekki.
Um bókhald ESB. - Þetta er nú einn áróðurinn - Það hefur ekkert með bókhaldsóreiðu ESB eða embættismanna ESB að gera heldur einmitt hið gagnstæða. Hinn sérstaki bókhaldsdómstóll ESB hefur í mörg ár ekki getað staðfest bókhald ESB á áskilinni tímasetningu vegna kröfu embættismannakerfisins til ríkjanna um að skila gögnum um afdrif alls fjár eða að skila fénu ella.
Það hefur ekkert með stjórnsýsluna eða embættismannakerfið að gera - heldur allt með sjálf ríkin að gera. Það er einmitt vegna hertrar eftirfylgni embættismanna um skil frá ríkjunum að þessi staða kemur upp.
Ef ESB veitir fé til einhvers verkefnis í löndunum ber ríkinu eða þeim aðilum í ríkinu sem fékk féð að skila skýrslu um rétta notkun fjárins til ESB, - en skila fénu ella.
Þar sem stundum seinkar verkefnum ríkjanna, sveitarfélaganna og annarra af eðlilegum ástæðum og stundum einfaldlega falla þau niður og fénu er skilað og stundum er um hreina óreiðu í ríkjunum að ræða getur bókhaldsdómstóllin ekki staðfest á uppkvaðningardegi heildar bókhald ESB ef þessi gögn eru ekki öll komin frá ríkjunum.
Ef um óreiðu er að ræða í viðkomandi ríki er ríkið krafið aftur um féð en það uppgjör fer ekki fram fyrr en á næsta bókhaldsári.
Á síðasta ári skoðaði dómstóllinn þúsundir liða hjá embættismannakerfinu - vegna fjögurra atriða var talin ásæða til að athuga betur en eftir skoðun stóð aðeins 1 athugasemd.
Helgi Jóhann Hauksson, 17.1.2009 kl. 03:13
Takk fyrir svarið Helgi.En ég held og margir aðrir að með því að taka upp Dollar eða Norska krónu væri okkur betur borgið og mun fyrr kæmist á jafnvægi í þjóðfélaginu,og einnig tæki það mun skemmri tíma en þetta ESB bull sem er að setja þjóðir á hausinn.Er ekki einmitt það sem við þurfum það er að koma á jafnvægi hér á landi og það sem fyrst.Ef ég ætti að velja um tvo kosti það er ESB eða Dollar þá myndi ég frekar vilja vera ein stjarna á fánanum hjá Óbama heldur en að fara í ESB
Marteinn Unnar Heiðarsson, 17.1.2009 kl. 08:31
Sælir allir og takk fyrir innlitið.
Helgi Jóhann: Þetta er ágætis úttekt á stjórnkerfinu og ef einhver vill skoða betur er kafli 2 í Evrópuskýrslunni nokkuð greinargóður.
Það er hægt að láta öll kerfi líta vel út á skipuriti. Þó skýringar hér á litlu bloggi séu góðar þá er ég í færslunni að tala um að þeir flokkar sem leggja aðild að ESB fram sem komst, verði að skýra þetta fyrir kjósendum. Ekki láta eins og aðeins sé kosið um fisk, fallvötn og sauðkindur. Þegar til kastanna kemur verður hlutur stjórnkerfisins ekki síður þungur á metunum. Jafnvel þyngri. Það má ekki vera þannig að menn líti til baka eftir nokkur ár og segi: Ó, var þetta svona!
Heiðarleg umfjöllun um kosti og galla er í þágu lýðræðisins. Að menn viti hvaða vald er flutt, hvert það fer og hver fer með það. Og reglurnar sem um það gilda.
Til að gera því tæmandi skil dugir ekki ein bloggfærsla, hvað þá stutt athugasemd. En þegar stefna er mörkuð í tilteknu máli, þar sem hagsmunir heildarinnar ráða, er teflt fram ólíkum hagsmunum. Iðnríkið Þýskaland og fiskveiðiþjóðin Íslendingar í bland við ólíkar þjóðir í austri og suðri. Ef samnefnarinn er okkur í óhag er vægi okkar lítið til að spyrna við. Í sumum málum stendur til að hverfa frá einróma samþykki til meirihlutasamþykkis.
Þegar 320 þús. manna þjóð gengur í ríkjasamband sem telur hálfan milljarð íbúa er óttinn við að „verða undir" eðlilegur. Það er bara mannlegt, jafnvel þó að það sé ekkert nema besta fólk fyrir í klúbbnum. Menn þurfa ekki að leita útfyrir túnfótinn heima til að sjá dæmi um deilur og hagsmunaárekstra.
Það er mörg stór mál til að kryfja í þessu og kannski að maður gefi sér tíma einhvern daginn til að setja saman færslu um stjórnkerfi ESB, þróun þess, virkni og framtíð. Það er mjög áhugavert efni. Framsal ríkisvalds í þeim mæli sem hér um ræðir er ekkert smámál.
Haraldur Hansson, 17.1.2009 kl. 12:25
Skal nú upphafin þjóðernishyggja á Fróni?
Jón Halldór Guðmundsson, 18.1.2009 kl. 00:37
Verð að játa Jón Halldór að ég átta mig ekki á í hvað þú ert að vísa. En það er hægt að gefa góðum hlutum vond nöfn. Og öfugt.
Haraldur Hansson, 19.1.2009 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.