Já, en hvað verður um FLOKKINN?

Lýðræði eða flokksræði? Það sem er hvað forvitnilegast við viðtengda frétt kemur fram í lok hennar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður spurði Styrmi út í hættuna á því að til verði annar hægriflokkur í íslenskum stjórnmálum! Ja hérna.

Það er ekki nóg að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, segi „fólkið fyrst og flokkurinn svo" ef það er bara í orði. Pólitík á þessu ári verður að snúast um „fólkið fyrst".

Bankakerfið hrundi og efnahagslífið er í sárum. Það sem öllu skiptir er að tryggja fólki áframhaldandi atvinnu og að það missi ekki eigur sínar. Það á vera efst á lista allra stjórnmálamanna, hvort sem þeir standa til vinstri eða hægri.

Menn verða að hafa kjark til að láta prinsippmálin ráða. Ekki eltast við tískuna til að ná í nokkur atkvæði, hvort sem það er Evróputíska eða eitthvað annað. Sá sem fylgir sannfæringu sinni verður með hreina samvisku eftir kosningar. Ef það þýðir að flokkur klofni verður bara að hafa það.

Kosningarnar eiga ekki að snúast um það að halda Sjálfstæðisflokknum saman eða tryggja fylgi Samfylkingarinnar eða að Vinstri grænir geti grætt á óróanum eða endurreisn Framsóknar. Þær eiga að snúast um fólk. Um Íslendinga.

Svona upphrópun; hvað verður um flokkinn?, er tímaskekkja í kreppunni og vísbending um að hjá sumum er flokksræðið sterkara lýðræðinu. Ennþá.

 


mbl.is Umboð til að verja auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þú misskilur spurningu þingmannsins.

Það sem hún á við er eflaust: hvað verður um fylgi flokksins, hvað verður um þingsætin, sem flokksforystunnar útvalda fólk situr í, hvað verður um völdin!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.1.2009 kl. 20:04

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eruð þið ekki obbolítið neikvæðir drengir? Auðvitað er manni annt um flokkinn sinn. Manni er meira að segja annt um Arsenal og Real Madrid. Hins vegar hef ég ALLTAF verið þeirrar skoðunar að tveir minni flokkar geti vel haft meiri áhrif en einn stór.

Baldur Hermannsson, 6.1.2009 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband