4.11.2011 | 12:56
Féllu Grikkir á eigin bragði?
Beware of Greeks bearing gifts er orðatiltæki þar sem vísað er í Trójuhestinn gríska. Grikkir smíðuðu hann til að koma hermönnum inn fyrir varnarmúra Tróju. Það var lykillinn að sigri þeirra, eftir tíu ára umsátur.
Allar götur síðan er tréhesturinn gríski tákn um hermdargjöf.
Nú, meira en þrjú þúsund árum síðar, féllu Grikkir á eigin bragði. Eða svo telur höfundur þessarar myndar.
Í Trójustríðinu var hesturinn úr tré, vopnin sverð og skjöldur og barist um Helenu fögru. Núna er hesturinn banki, vopnið er eitruð evra og barist um eignir grísku þjóðarinnar.
Athugasemdir
Timeo Danaos, et dona ferentes, og þarna er átt við Forn-Grikki.
Mig minnir að Magnús Stephensen landhöfðingi hafi gripið til þessa orðtaks úr Æneid-kviðu Virgils (II, 49) á alþingi seint á 19. öld, og þótti það (í eyrum þingmanna, sem margir voru þaullesnir í klassíkinni) vel valið, vegna líkingar orðsins (Danaos) við Dani, en þá var til umfjöllunar eitthvert freistingartilboðið frá Dönum til að snúa á sjálfstæðissinnaða Íslendinga.
Svo sannarlega get ég snúið þessu núna upp á Evróputröllið, sem reynir að freista ráðlausra íslenzkra ráðamanna með gulli sínu:
Timeo Euvrogigantes, et dona ferentes!
Jón Valur Jensson, 4.11.2011 kl. 13:46
Rétt: Timeo Eurogigantes, et dona ferentes!
Jón Valur Jensson, 4.11.2011 kl. 13:47
Það þarf ekki einu sinni neitt sem heitir að vera þjóðernislega sinnaður til að sjá að þessi mynd segir stóran hluta sannleikans. Frábær mynd!
Það þarf bara að vera örlítið skynsamur.
Jón Ásgeir Bjarnason, 4.11.2011 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.