Vafningar og vogunarsjóðir - það er lausnin

Við könnumst við afleiður og vafninga úr umræðunni, skuldatryggingar, skortsölu og hvað þetta nú heitir: Ýmist uppgírað eða framvirkt. Vogunarsjóðir hafa á sér slæmt orð. Það er ekki á allra færi að skilja þetta.

Ráðamenn í Evrulandi gagnrýndu þá fjármálagjörninga sem ýttu undir fallið 2008. Núna vilja þeir beita þessum sömu meðulum til að bjarga evrunni, sem þó eru ekkert hættuminni í dag en í aðdraganda hrunsins.
  

danger_danger


Spiegel Online er með umfjöllun um þetta í dag. Þar dregur höfundur í efa að stjórnmálamenn skilji þau tól og þá gjörninga sem þeir eru að fjalla um og ætla að nota til að bjarga evrunni.
Þeir eru komnir út í horn og fátt um úrræði.

Grein Spiegel: Europe Opting For Discredited Tools to Solve Crisis

"Ef evran fellur þá fellur Evrópa" segir Merkel. Skyldi hún taka vogaða stöðu með undirliggjandi eignir til að bjarga vafningnum sem heitir evra? Gæti vogunarsjóður kannski hjálpað? Þetta er ekki traustvekjandi.  


mbl.is Merkel: Nú eða aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Vandamál stjórnmálamanna er að þeir eru fæstir menntaðir til að skilja þær flækjur sem eru í fjármálaheiminum.  Hvernig eiga þeir þá að skilja þessa hluti?  Við þurfum ekki annað en að horfa á ráðamenn hér á landi.  Þeir trúa öllu sem fjármálafyrirtækin segja þeim sama hverju þau halda fram.

Landsstjórn er ekki lengur verkefni fólks sem er í þeirri stöðu sem það er vegna áhuga á pólitík.  Hún er verkefni vel upplýsts fólks með menntun, þekkingu og reynslu sem hæfir.

Marinó G. Njálsson, 26.10.2011 kl. 16:54

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka þér innlitið.

Í greininni sem ég vísa á má einmitt lesa þetta milli línanna. Og stundum þarf ekki einu sinni að lesa milli línanna. Mig grunar að ráðamenn hér á landi (sér í lagi forsætisráðherrann) hafi enn minni skilning á þessum málum en kollegar þeirra.

Haraldur Hansson, 26.10.2011 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband