11.10.2011 | 00:00
Barnaleikföng og bjánarnir í Brussel
Reglurnar eru hver annarri vitlausari: Hámark skal sett á hávaða af barnahringlum, börnum yngri en 8 ára er bannað að blása í blöðrur og ekki má selja partýflautur þeim sem eru yngri en 14 ára.
Þá er leikfangavaralitur bannaður og ekki má nota segulstál í leikföng. Þar með hverfa litlir leikfangakranar og gamall fiskaleikur úr búðarhillunum. Svo geta leikfangabangsar orðið óhreinir og hættulegir og við því þarf að bregðast. Er þá ekki allt upp talið, en vatnsbyssur eru ekki bannaðar. Ekki ennþá.
Öryggisfulltrúi, sem hefur eftirlit með framleiðslu leikfanga, segir að þetta muni auka enn á pappírsfjallið sem framleiðendur glíma við. Kostnaður við prófanir og vottun eykst, sem leiðir til verðhækkana.
Bjánarnir í Brussel
Peter Oborne fékk skammir fyrir að kalla embættismann the idiot in Brussels" í beinni á BBC. Sá var talsmaður kommissars Rehn og talaði eins og vélmenni. Núna, hins vegar, þykir blaðmönnum sjálfsagt að tala um the idiots in Brussels" þegar þeir skrifa fréttir af afrekum möppudýranna.
Lesendur eru sammála. Einn segir þetta sömu möppudýr og fyrirskipuðu að setja skuli aðvörunina Gæti innihaldið hnetur" á hnetupakka. Annar spyr hvort ekki verði skylda að stappa allan mat fyrir börn yngri en 8 ára í öryggisskyni.
Ekki kenna ESB um, segir einn lesandinn. Þetta er ekki þeim að kenna heldur stjórnmálamönnunum okkar, sem hafa ekki burði eða kjark til að koma okkur út úr Evrópusambandinu
Mæli með grein á Mail og kommentum lesenda. Líka er fjallað um afrek möppudýranna á Express, Telegraph og fleiri miðlum.
Athugasemdir
Já góð spurning, hvernig ætla möppudýrin að fylgja þessu eftir? Mér sýnist að þetta apparat ESB sé að molna innan frá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2011 kl. 00:21
Mæltu manna heilastur Má ég líka.
Tek undir hvert einasta orð og segi að við eigum að láta þessa Evrópusambandsdrauma Ingibjargar Sólrúnar - eða ætti ég að segja martröð - eiga sig og einbeita okkur áfram að því að framleiða barnaleikföng með segul. Og ég mun aldrei nokkurn tímann fylgja Evrópureglum um að 14 ára ungmenni fái ekki að blása að vild í sínar partýflautur. Hvaða fasistaháttur er þetta
Bjánarnir í Brussel. Vita þeir ekki að leikfangavaralitur verður til þess að afvegaleiða unga drengi. Hvaðan heldur þetta fólk eiginlega að kynleiðrétting hafi eiginlega sprottið. Hvernig eigum við að halda uppi þeim læknum sem sjá um kynleiðréttingu án leikfangavaralita?
Nú látum við sverfa til beins Má ég líka. Og ég spyr, má ég líka?
Sara Margrét (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 00:39
Þakka innlitið og athugasemdirnar.
Eitthvað verða mennirnir að gera í vinnunni.
Núna er ekkert að gerast í ESB; fyrir utan að evran hangir saman í lyginni, bankar hrynja hver af öðrum og Sambandið á í sinni mestu tilvistarkreppu.
Þá er um að gera að nýta dauða tímann í eitthvað uppbyggilegt. Eins og að smíða reglugerð um blöðrur!
Haraldur Hansson, 11.10.2011 kl. 01:21
Auðvitað er samkvæmt öfga og bjána-ofstækismönnum fáránlegt að huga að heilbrigði barna. Ennfremur er zero líkur á að öfga og ofsmenn geti skilið um hvað mál snúast. Zero líkur. Enda fatta þeir ekki einu sinni að samkv. sjálfri ,,frétt" ruslblaða í UK - þá er ekki einu sinni krökkum undirvissum aldri bannað að blása í blöðru. En lesskilningur og vit öfga og ofsamann er nú ekki meira en þetta ens og margstaðfest er af ótal dæmum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.10.2011 kl. 12:06
Eins og þetta hugnæma innlegg einangrunarsinnans Ómars ber með sér auðvitað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2011 kl. 12:51
Öfgar. Bjánar. Ofstæki. Fáránlegt. Allt þetta strax í fyrstu línu.
Ómar Bjarki: Þó að þú notir blótsyrði og gífuryrði í ómældu, og þrátt fyrir að þú hafir sjaldan nokkuð til málanna að leggja, þá - einhverra hluta vegna - þakka ég þér fyrir innlitið.
Haraldur Hansson, 11.10.2011 kl. 12:54
þér ferst nú síst af öllu að tala um málefnalegheit eða setja mælikvarða þar að lútandi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.10.2011 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.