19.7.2011 | 00:27
Banna skal bændum að hafa það gott
Íslenskir sauðfjárbændur, sem eru ærlegir vinnandi karlar og konur, framleiða svo frábæra vöru að hún rokselst, ekki aðeins hér heima heldur á erlendum mörkuðum líka.
Flutt er út gæðakjöt og fyrir það fæst gott verð. Þessi gjaldeyrisskapandi útflutningur gengur svo vel að jafnvel gæti skort lambakjöti hér heima.
Sauðfjárbændur, sem hafa tekið á sig verulega kjaraskerðingu síðustu misserin, gerðu eðlilega kröfu um að fá að njóta góðs af. Það er jú þeirra góða vinna sem er grunnurinn að velgengninni.
Eins og oft áður, þegar bændur fara fram á eðlilegar kjarabætur, rignir yfir þá skömmum. Það er látið eins og þeir séu með frekju og yfirgangi að skaða hag almennings! Hækkunin til þeirra hefur samt ekki mælanleg áhrif á framfærslu heimilanna.
Upphafsmaður árásanna er Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sem hvatti neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hvað ætlar Gylfi að gera ef flugmenn fá launahækkun? Hvetja landsmenn til að hætta að fljúga?
Lyktar af pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Facebook
Athugasemdir
Ja það hlýtur að vera að ferðamannaiðnaðurinn sé næstur hjá honum, ég held að Gylfa hafi eitthvað leiðst vistin í sveit, allavega er honum illa við bændur svo mikið er víst.
Það hlýtur jafnt yfir alla að ganga, ef bændur eiga ekki að fá kjarabætur, vill Gylfi þá ekki stöðva bara allar kjarabætur hjá sínum aðildarfélögum ?
Síðan þyrfti hagfræðingurinn að velta aðeins fyrir sér þessari aðferðarfræði sinni því hann lætur þetta hljóma eins og að bændur séu að fara lomma þarna 25% hækkun á lambakjöti sem hreinan gróða og kauphækkun.
Síðan er verðið frá bændum eitt og útsöluverð í búðum annað, eru bændur einir ábyrgir fyrir að halda niðri verðinu þrátt fyrir hækkaðan rekstrarkostnað ?
Gunnar Waage, 19.7.2011 kl. 06:10
Þessi Yfirjólasveinn ESB Elítunnar gengur alveg frm af fólki.
Umboðslaus ESB aftaníossi - sem umbjóðendur hans sjálfur verkalýðurinn hefur aldrei veitt honum neitt umbioð til.
Sjálfur mun hann vera með yfir milljón á mánuði auk ríflegra fríðinda og reglulegra Brussel ferða sem hann þyggur frítt af Verkalýðsmálaráði ESB eins og Guðmundur Rafiðnaðarforstjóri og aðrir sem eru allsráðandi innan ASÍ Elítunnar á Íslandi.
Þar skoða þeir gylltu salina og mæta í kokteila hjá silkihúfunum og skála þar helst fyrir sjálfum sér og fornri frægð, það eru þeirra helstu afrek í þessum lúxus "vinnuferðum". Búa svo á meðan frítt á 5 stjörnu hótelum sérlega völdum af ESB Elítunni og þyggja svo eflaust fulla dagpeninga frá ASÍ apparatinu á meðan. Það kæmi ekki á óvart ?
En hjá þessum apparötum báðum þ.e. ASÍ og ESB er reyndar ekkert gegnsæi og ekkert upp á borðum. Reyndar hefur bókhald ESB allt verið í rugli og sukki í 16 ár samfleytt og ársreikningar apparatsins ekki fengið undirskriftir endurskoðenda allan þann tíma. Hvernig skyldi þetta vera hjá Gylfa og ASÍ ?
Gunnlaugur I., 19.7.2011 kl. 07:47
Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.
Já afurðaverð og smásöluverð er sitt hvað. Talað er um að útsöluverð geti hækkað um 14%. Samkvæmt tölum hagstofunnar um neysluútgjöld gerir þetta um 133 krónur á mánuði á hvern Íslending.
Gylfi hóf ekki stríð út af 133 krónum, heldur til að berja á bændum fyrir að vera andsnúnir inngöngu í Evrópusambandið.
Haraldur Hansson, 19.7.2011 kl. 12:58
ég sem bændasonur svíður að í nafni samkeppni sé hægt að reka eina verslun á hverjar 2300 sálir á Reykjavíkursvæðinu. Í Svíþjóð fyrir nokkrum árum ég gerði "úttekt á málinu" í nágrenni Gautaborgar. Þar sýndist mér að þar væri ein matvöruverslun á hverja 7000-11000 manns. Það er ein bensínstöð á hverja 2500 úbúa hér á landi en ein á hverja 25000 í Svíþjóð.
ég er ekki klár á lambakjötinu, en ég veit að framleiðsluverð á 1 kg af nautakjöti auk úrbeiningar og pökkunar er 20% lægra en kostar að kaupa hakk úr kjötborði.
Hakk úr góðu kjötborði náttúrulega óblandað af þyngingarefnum, vatni og sojaefnum.
Í nauti er 50% hakk og 50% bitar.
Með Gylfa greyið, þú verður að átta þig á að maðurinn kann ekki að vinna venjulega vinnu. Besta vinna sem þessi maður getur hugsað sér er að sita í lofkældri skrifstofu í Brussel.
Jón Þór Helgason, 19.7.2011 kl. 15:46
Gylfi er náttúrlega bölvaður froðusnakkur og ekkert annað,og mér sem bóndasyni svíður að maður í obinberri stöðu skuli komast upp með svonna kjafthátt gagnvart bænda stéttini.
Mér þætti gaman að vita hvað það vinna margir launþegar í öllum kjötvinslunum og afurða stöðvunum,og hvort þetta fólk er ekki hund fúllt út í þennan mann.
Þórarinn Baldursson, 19.7.2011 kl. 20:22
Helsta takmark Gylfa er að bændur hætti rekstri, flytji til Reykjavíkur og fari á atvinuleysisbætur. Það er nefnilega komin tími til að fólk til sveita finni sér annað að gera en sveitastörf.
Þetta sögðu menn líka (og segja enn), um aflaheimildirnar þegar þær voru fluttr úr sjávarplássum. Tími væri komin til að þetta fólk fyndi sér aðra vinnu.
Í dag vilja hagfræðingar á vegum hins opinbera en og aftur að fólk finni sér aðra vinnu og leggja til styrki til atvinnuuppbyggingar á móti.
Þetta er því miður fólk sem er búið að missa allt jarðsamband. Þú velur þér ekki að búa einhversstaðar af því að þar er svo gott útsýni, nei þú velur að búa þar sem er vinna.
Það á náttúrulega að hætta alveg að hlusta á hann Gylfa sem og aðra sem halda þesum áróðri á lífi gegn bændum og gegn landsbyggðinni heilbrigðri byggðastefnu. Svona rugludallar mega bara ekki stúta öllu hérna.
Gunnar Waage, 20.7.2011 kl. 04:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.