14.6.2011 | 01:19
Stjórnarskráin sem breyttist í bandorm
Í ríkjum þar sem lýðræðislegur réttur manna er lítill eða enginn, er stjórnarskrá stundum "gefin" þegnunum af yfirvaldinu, sem veit hvað er þeim fyrir bestu. Þetta á t.d. við um ýmis kommúnistaríki, ríki sem búa við herforingjastjórnir, einræðisríki og Evrópusambandið.
Það er ekki hægt að ganga lengra gegn lýðræðinu en að taka af þegnunum réttinn til að kjósa um sjálfa stjórnarskrána. En einmitt það gerðu stjórnvöld í Brussel.
Stjórnarskrá á að vera grundvallarrit, samningur milli almennings og valdhafa. Hún þarf að vera stutt, auðlesin og á að fjalla um grundvallaratriði. Í lýðræðisríkjum gera menn ekki breytingar á stjórnarskrá nema í sátt við borgarana.
Lissabon bandormurinn er allt það sem stjórnarskrá á ekki að vera; óskiljanlegt torf upp á 271 síðu, þar sem tilgangurinn er vísvitandi falinn og lýðræðið sniðgengið. Þau mörgu plögg sem nú eru ígildi stjórnarskrár í ESB eru doðrantar þar sem fjallað er um stórt og smátt, allt frá rekstri kjarnorkuvera til stærðar á hænsnabúrum. Þar er valdið falið, miðstýringin dulbúin og lýðræðinu úthýst.
Meingölluð íslensk útgáfa
Þessi skrif eru undanfari næstu færslu þar sem rýnt verður tilurð stjórnarskrár fyrir Evrópusambandið, sem síðar var breytt í bandorm eftir að henni var hafnað af þegnunum. Einnig um íslensku þýðinguna á Lissabon bandorminum, sem er meingölluð.
Athugasemdir
Það verður gott að fá þína úttekt á þessu, Haraldur. Ég er einnig með sitthvað í burðarliðnum, fyrst um hermálin.
Jón Valur Jensson, 14.6.2011 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.