Bandormur á íslensku

Á vef utanríkisráðuneytisins er nú hægt að lesa Rómarsáttmálann, Maastrichtsamninginn og fleiri ESB plögg á íslensku. Þetta eru „samsteyptar útgáfur", þ.e. samningarnir eins og þeir eru, að gerðum þeim breytingum sem Lissabon bandormurinn mælti fyrir um.

Ekki veit ég hver ritstýrði íslensku útgáfunni, en eflaust verða gerðar athugasemdir við þýðinguna, enda reiknað með því í fyrirvara á fyrstu síðu.

Ég leyfi mér að taka eitt lítið dæmi: Í yfirlýsingu nr. 52 lýsa evruríkin því yfir að fáninn, þjóðsöngurinn, einkunnarorðin, evran og Evrópudagurinn ...

... verða áfram í þessum löndum tákn samfélags borgara í Evrópusambandinu og tengsla þeirra við það.

Enska útgáfan er svona:

... will for them continue as symbols to express the sense of community of the people in the European Union and their allegiance to it.

Enskar orðabækur skýra „allegiance" með obligation, commitment, devotion, faith og loyalty. Þarna hefði átt að tala um hollustu eða trúnað, en alls ekki "tengsl". Var þetta nokkuð ritskoðað? Yfirlýsingin hljómar eins og hollustueiður á ensku en er gerð hlutlaus á íslensku. Hvers vegna?

Þeir sem stunda ESB trúboðið af hvað mestum móð (og harðneita að ESB sé sjálfstætt ríki í mótun) eru eflaust sáttir við ónákvæmni í þýðingu, ef hún gefur mildari mynd af Brusselveldinu en efni standa til. Óþarfi að láta íslenska lesendur sjá að það þurfi að sverja evrunni og yfirvaldinu hollustueið! 

 

Lissabon bandormurinn á ensku
Það er mjög gott mál að fá þessa texta á íslensku. Útgáfan stenst þó engan veginn samanburð við enska textann sem hinn danski Jens Peter Bonde, ritstýrði. Þar er hægt að glöggva sig mjög auðveldlega á þeim breytingum sem gerðar voru með Lissabon bandorminum. Útgáfu hans má finna hér og lykil fremst í bókinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það eru hrikalegir hlutir í þessum Lissabonsáttmála.

Er að grauta í honum. Kem að því seinna. Haf þú þökk fyrir þetta.

Jón Valur Jensson, 10.6.2011 kl. 02:25

2 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Er einmitt að lesa þetta núna. Rakst þá á svipað dæmi í 24 gr. aftast neðst stendur:

"Aðildarríkin skulu vinna saman að því að efla og þróa gagnkvæma pólitíska samheldni sín á milli. Þau skulu forðast að gera nokkuð það sem vinnur gegn hagsmunum Sambandsins eða kynni að skaða áhrif þess sem afls í þágu samheldni í alþjóðasamskiptum. "

Þetta hljómar fallega, einkum "afls í þágu samheldni í alþjóðasamskiptum"

Rétt þýðing er hins vegar "samheldið afl í alþjóðasamskiptum." eins og sjá má af lestri frumtextans:

"They shall refrain from any action which is contrary to the interests of the Union or likely to impair its effectiveness as a cohesive force in international relations. "

Enda gengur 24. greinin út á að ríkin skuli standa saman sem eitt í utanríkis og öryggismálum. Engin undanbrögð verði leyfð.

Frosti Sigurjónsson, 14.6.2011 kl. 13:00

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einmitt. Tók eftir þessu líka o.fl. í þeim dúr, fyrir utan fleira slæmt.

Jón Valur Jensson, 14.6.2011 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband