Björn Valur tekur snúing

Það er alveg magnað að lesa þessa frétt. Nú þegar lítur örlítið betur út með að það takist að stöðva Björn Val og félaga í hinni and-íslensku drápsklyfjahreyfingu ber hann sér á brjóst og segir: Þetta er allt okkur að þakka.

Fáir þingmenn hafa barist jafn opinskátt fyrir uppgjöf Íslands og Björn Valur. Hvort sem litið er á skrifin á vefsíðu hans, viðtöl í fjölmiðlum eða málflutning á þingi, þá er það allt á sama veg. Að gefast upp fyrir ofbeldi Breta og samþykkja ólögmætar IceSave klyfjar.

Í viðtali nú segir hann að stefnubreyting Norðmanna sé "eftir samskipti forystu Vinstri grænna" við þingmenn og ráðherra Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi.

Björn Valur skautar fram hjá því sem mestu máli skiptir:

Ef Ólafur Ragnar hefði ekki tekið í taumana og stöðvað Björn Val, Samfylkinguna og aðra uppgjafarsinna, þá hefði aldrei verið um að ræða nein "samskipti forystu Vinstri grænna" við norska þingmenn og ráðherra. Þá hefði Björn Valur fengið sínu framgengt.

Eftir allan gefumst-upp-í-IceSave áróðurinn þykist hann hafa staðið með íslenskum málstað alla tíð. Þetta er viðsnúningur sem ekki sést nema hjá Steinrími Joð, þegar hann þarf að svíkja helstu kosningaloforð.

 


mbl.is Ríkisstjórninni að þakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn Valur er mesti loddari sem setið hefur á þingi. Við höfum ekkert með svona mann að gera, en það sýnir dapurleika vinstri grænna að geta ekki teflt einhverju skárra fram en þessum gamla braskara.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 01:15

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nú er lag jörðum fjórflokksstefnuna á íslandi við verðum að fá annað stjórnkerfi.

Sigurður Haraldsson, 4.2.2010 kl. 01:43

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gaurinn er ekki í sambandi við sig -

kanski eins og í fréttunum um daginn þar sem sagði frá ættingjum sem töpuðu aleigunni vegna hans -

sjálfur sá hann mest á eftir vináttunni -

ég held að hann hljóti líka að hafa glatað skynseminni - hafi hann haft hana - sem og minninu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.2.2010 kl. 02:29

4 identicon

Spurning hvort maður eigi að hlægja eða gráta að þessu greyi.

Gunnar (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband