Það vantar fleiri stækkunarstjóra

Einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum er portúgalski maóistinn með stórveldisdraumana, José Manuel Barroso. Hann er einn valdamesti maður Evrópu þótt þegnarnir hafi aldrei kosið hann. Nokkrir leiðtogar útnefndu hann á lokuðum fundi.

barrosoÞað er í takt við stórveldisdraumana að núna vill hann stækka Schengen svæðið.

Nýlega fengum við Stefan Fuhle í heimsókn, en hann er í fullu starfi hjá Barroso við að stækka ESB. Hann er sjálfur útþenslukommissar Evrópuríkisins. Króatía, Makedónía, Svartfjallaland og Serbía eru kandídatar, auk Íslands. Albanía er í startholunum og Trykland er eilífðarumsækjandi.

Svo þarf að stækka Evruland. Það eru "ekki nema" 17 ríki með töframyntina evru. Það þarf helst að ráða annan útþenslukommissar til að stækka Evruland. Það er ótækt að sumir gefi eftir enn meira fullveldi en aðrir.

Í kjölfarið þarf Barroso að ráða þriðja kommissarinn til að stækka Schengen svo hægt sé að ferðast um allt heimsveldið hans án vegabréfs.

Danir voru ekki hrifnir af því hvernig vondir menn misnotuðu eftirlitslaus landamæri; smygluðu þýfi og eiturlyfjum og stunduðu mansal. Glæpagengi nýttu sér þetta af ósvífni og komust vandræðalaust inn í Danaveldi. Barroso hefur litlar áhyggjur af því, það sem mestu máli skiptir er að stækka. Og stækka.

Þörfin fyrir að stækka getur falið í sér hættur. Eins og raunin var í Sovét.


mbl.is Stækkun Schengen sanngirnismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur í stríðinu gegn lýðræði

Enginn Breti, yngri en 54 ára, hefur nokkurn tímann fengið að greiða atkvæði um þátttöku Bretlands að Evrópusambandinu. Það er angi af hinu brusselska lýðræði.

  
eu-democracy1Undirskriftalisti frá almenningi var undanfari tillögu í breska þinginu. Hún var um „leiðbeinandi þjóðaratkvæði" um aðild Bretlands eða tengsl þess við ESB. Tillagan var felld með 483 atkvæðum gegn 111.

Fyrir kosningar lofaði David Cameron þjóðaratkvæði um tengsl Breta við ESB og Nick Clegg hafði stór orð um að færa Bretum langþráð tækifæri til að greiða atkvæði um málið. Þeir fengu tækifæri í gær en guggnuðu. Svik Cleggs myndu gera hvaða VG-liða sem er stoltan.

Allir formenn stóru flokkanna; Cameron, Clegg og Miliband lögðust gegn tillögunni. Nú væri ekki rétti tíminn! Óvissan um framtíð ESB og dauði evrunnar hræddi. Þeir svíkja kjósendur frekar en að styggja valdhafana í Brussel, sem þar með unnu enn einn sigurinn í stríði sínu gegn lýðræðinu.


Íslenskir kjánar fagna sigri

Það er ekkert meira ögrandi en að nota orðið „kosningar" í Brussel. Þar vilja valdhafar fá að starfa í friði fyrir kjósendum. Ekkert lýðræðisvesen.

Evrópusamtökin eru svo blinduð af aðdáun sinni á ESB að þau fögnuðu sigri þegar í ljós kom að lýðræðið var látið víkja. Kalla þetta "and-ESB tillögu" í fyrirsögn, en koma örugglega ekki auga á kaldhæðnina í því.

Þegar 41 af þingmönnum Verkamannaflokksins greiddi atkvæði gegn Maastricht samningnum um árið, þótti það "mikið áfall" fyrir Tony Blair.

Í gær sagði 81 þingmaður Íhaldsflokksins Já við þjóðaratkvæði og 12 sátu hjá. Fjölmiðlar telja það kjaftshögg fyrir Carmeron, sem sitji eftir með blóðnasir. Það er svipað áfall og það yrði fyrir Össur ef einn þingmaður Samfylkingarinnar myndi ekki segja Já í atkvæðagreiðslu um að bruna blindandi inn í ESB.


Bloggfærslur 25. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband